Slösuðust þegar myndavél féll á þær á tónleikum Of Monsters and Men Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 22:57 Ragnar þórhallsson og Nanna Bryndís Hilmarsdóttir sjást hér á sviði á tónlistarhátíðinni Life is Beautiful í Las Vegas um helgina. Vísir/getty Þrjár konur slösuðust á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men í bandarísku borginni Las Vegas á laugardag þegar myndavél sem hékk á rafmagnsleiðslu féll á áhorfendaskarann. Slysið varð þegar sveitin kom fram á tónlistarhátíðinni Life is Beautiful um helgina. Nokkrir erlendir miðlar hafa greint frá atvikinu, þar á meðal TMZ og Daily Mail. Í frétt þess fyrrnefnda segir að konurnar þrjár hafi ekki slasast alvarlega þegar myndavélin féll á þær. Konurnar hafi allar komist undir læknishendur á hátíðinni en tvær þeirra hafi verið fluttar á sjúkrahús til aðhlynningar síðar um kvöldið. Önnur þeirra er sögð hafa slasast á höfði og hin á fæti en báðar hafi þær verið útskrifaðar samdægurs af sjúkrahúsinu. Í myndbandi sem tekið var upp á tónleikunum á laugardagskvöld má sjá þegar myndavélin fellur ofan á áhorfendur. Fjölmiðlar vestanhafs segja myndavélina enga smásmíði, hún vegi tæp tíu kíló. Umrætt myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Yikes you can see the wire camera falling on this girl at Life is Beautiful pic.twitter.com/zxOpbwTAn3— Ash. (@ashleyjavalera) September 22, 2019 Í yfirlýsingu sem birt er í frétt héraðsmiðilsins KTNV staðfesta aðstandendur hátíðarinnar að slysið hafi orðið á laugardag. Þeim sé afar annt um öryggi gesta og starfsmanna hátíðarinnar, sem og listamannanna sem þar koma fram. „Rannsókn stendur yfir og við erum að reyna að komast til botns í tildrögum atviksins. Engar frekari upplýsingar er að fá að svo stöddu,“ segir í yfirlýsingunni. Of Monsters and Men er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og hafa komið víða við. Eins og áður segir tróð sveitin upp í Las Vegas um helgina en er nú komin til Kaliforníu og kemur fram í San Fransisco í kvöld. Þá verður sveitin með tónlistaratriði í spjallþætti Ellen DeGeneres sem sýndur verður vestanhafs í kvöld. View this post on InstagramWatch us on @theellenshow TODAY! Check your local listings A post shared by Of Monsters and Men (@ofmonstersandmen) on Sep 24, 2019 at 12:21pm PDT Bandaríkin Of Monsters and Men Tónlist Tengdar fréttir Of Monsters and Men spila lag af nýrri plötu hjá Kimmel Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men spilaði lag af nýjustu plötu sinni, Fever Dream, í spjallþætti Jimmy Kimmel á miðvikudaginn var. 1. ágúst 2019 08:33 Nönnu í OMAM langaði alltaf að vera strákur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men segir í viðtali bandaríska tískutímaritið Womens Wear Daily að á sínum yngri árum hafi henni alltaf langað til að vera strákur. Á seinni árum hafi hún þó fundið eigin kvenleika, eitthvað sem finna megi merki um á nýjustu plötu hljómsveitarinnar sem kom nýverið út. 19. júní 2019 20:52 Þriðja plata Of Monsters and Men komin út Hljómsveitin úr Garðabænum, Of Monsters and Men, sem sigraði Músiktilraunir árið 2010 og hefur síðan gert góða hluti erlendis jafnt sem hér heima, hefur gefið út sína þriðju breiðskífu. 26. júlí 2019 15:19 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Þrjár konur slösuðust á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men í bandarísku borginni Las Vegas á laugardag þegar myndavél sem hékk á rafmagnsleiðslu féll á áhorfendaskarann. Slysið varð þegar sveitin kom fram á tónlistarhátíðinni Life is Beautiful um helgina. Nokkrir erlendir miðlar hafa greint frá atvikinu, þar á meðal TMZ og Daily Mail. Í frétt þess fyrrnefnda segir að konurnar þrjár hafi ekki slasast alvarlega þegar myndavélin féll á þær. Konurnar hafi allar komist undir læknishendur á hátíðinni en tvær þeirra hafi verið fluttar á sjúkrahús til aðhlynningar síðar um kvöldið. Önnur þeirra er sögð hafa slasast á höfði og hin á fæti en báðar hafi þær verið útskrifaðar samdægurs af sjúkrahúsinu. Í myndbandi sem tekið var upp á tónleikunum á laugardagskvöld má sjá þegar myndavélin fellur ofan á áhorfendur. Fjölmiðlar vestanhafs segja myndavélina enga smásmíði, hún vegi tæp tíu kíló. Umrætt myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Yikes you can see the wire camera falling on this girl at Life is Beautiful pic.twitter.com/zxOpbwTAn3— Ash. (@ashleyjavalera) September 22, 2019 Í yfirlýsingu sem birt er í frétt héraðsmiðilsins KTNV staðfesta aðstandendur hátíðarinnar að slysið hafi orðið á laugardag. Þeim sé afar annt um öryggi gesta og starfsmanna hátíðarinnar, sem og listamannanna sem þar koma fram. „Rannsókn stendur yfir og við erum að reyna að komast til botns í tildrögum atviksins. Engar frekari upplýsingar er að fá að svo stöddu,“ segir í yfirlýsingunni. Of Monsters and Men er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og hafa komið víða við. Eins og áður segir tróð sveitin upp í Las Vegas um helgina en er nú komin til Kaliforníu og kemur fram í San Fransisco í kvöld. Þá verður sveitin með tónlistaratriði í spjallþætti Ellen DeGeneres sem sýndur verður vestanhafs í kvöld. View this post on InstagramWatch us on @theellenshow TODAY! Check your local listings A post shared by Of Monsters and Men (@ofmonstersandmen) on Sep 24, 2019 at 12:21pm PDT
Bandaríkin Of Monsters and Men Tónlist Tengdar fréttir Of Monsters and Men spila lag af nýrri plötu hjá Kimmel Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men spilaði lag af nýjustu plötu sinni, Fever Dream, í spjallþætti Jimmy Kimmel á miðvikudaginn var. 1. ágúst 2019 08:33 Nönnu í OMAM langaði alltaf að vera strákur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men segir í viðtali bandaríska tískutímaritið Womens Wear Daily að á sínum yngri árum hafi henni alltaf langað til að vera strákur. Á seinni árum hafi hún þó fundið eigin kvenleika, eitthvað sem finna megi merki um á nýjustu plötu hljómsveitarinnar sem kom nýverið út. 19. júní 2019 20:52 Þriðja plata Of Monsters and Men komin út Hljómsveitin úr Garðabænum, Of Monsters and Men, sem sigraði Músiktilraunir árið 2010 og hefur síðan gert góða hluti erlendis jafnt sem hér heima, hefur gefið út sína þriðju breiðskífu. 26. júlí 2019 15:19 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Of Monsters and Men spila lag af nýrri plötu hjá Kimmel Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men spilaði lag af nýjustu plötu sinni, Fever Dream, í spjallþætti Jimmy Kimmel á miðvikudaginn var. 1. ágúst 2019 08:33
Nönnu í OMAM langaði alltaf að vera strákur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men segir í viðtali bandaríska tískutímaritið Womens Wear Daily að á sínum yngri árum hafi henni alltaf langað til að vera strákur. Á seinni árum hafi hún þó fundið eigin kvenleika, eitthvað sem finna megi merki um á nýjustu plötu hljómsveitarinnar sem kom nýverið út. 19. júní 2019 20:52
Þriðja plata Of Monsters and Men komin út Hljómsveitin úr Garðabænum, Of Monsters and Men, sem sigraði Músiktilraunir árið 2010 og hefur síðan gert góða hluti erlendis jafnt sem hér heima, hefur gefið út sína þriðju breiðskífu. 26. júlí 2019 15:19
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent