Óvottaðar sætafestur bognuðu og farþegar köstuðust fram Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 18:36 Myndin sýnir bifreiðarnar úr lofti eftir áreksturinn. Þá er akstursstefna Volkswagen Golf-bifreiðarinnar, sem og árekstarstaðurinn, merkt inn á myndina. Skjáskot/RNSA Sætafestur sem notaðar voru til að festa sæti í hópbifreið sem lenti í árekstri á Vesturlandsvegi í fyrra bognuðu við áreksturinn og voru án vottunar. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem segir brýnt að flýta framkvæmdum á Vesturlandsvegi. Ökumaður fólksbifreiðar sem ekið var framan á hópbifreiðina lést í slysinu. Slysið varð á Vesturlandsvegi við bæinn Enni þann 4. júní í fyrra. Fólksbílnum, sem var af gerðinni Volkswagen Golf, var ekið yfir á rangan vegarhelming í framúrakstri og beint framan á hópbifreiðina, af gerðinni Toyota, sem ekið var úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbílsins lést í slysinu. Í hópferðabílnum var móðir með sjö börn sín og eitt systkinabarn. Öll slösuðust þau og þar af fjögur alvarlega.Styrkur festinganna og frágangur ófullnægjandi Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að báðar bifreiðarnar hafi verið teknar til rannsóknar eftir slysið. Tveir þriggja sæta bekkir höfðu verið settir í hópbifreiðina á Íslandi þegar hún var keypt ný, fyrir milligöngu umboðsaðila bifreiðarinnar. Bekkirnir voru smíðaðir hér á landi og útbúnir þriggja punkta beltum sem fest voru í bekkina sjálfa. Styrkur sætafestanna var þó ekki nægur til að standast álagið sem myndaðist í árekstrinum þegar farþegarnir köstuðust fram. Sætafesturnar bognuðu þannig fram á báðum bekkjunum, sem varð þess valdandi að farþegarnir köstuðust fram á sætisbökin fyrir framan. Álagið á sætin jókst því við áreksturinn og sætisbök farþegasætanna við hlið ökumannsins bognuðu talsvert. Þá hefur rannsókn málsins auk þess leitt í ljós að sætafesturnar voru smíðaðar hér á landi og voru án vottunar. Einn bolti rifnaði upp úr gólfinu og annar slitnaði í sundur. Að mati bíltæknisérfræðings var styrkur festanna og frágangur þeirra ófullnægjandi. Á miklum hraða í framúrakstrinum Við rannsókn á fólksbifreiðinni kom ekkert fram sem skýrt getur orsök slyssins. Ökumaður hennar var spenntur í öryggisbelti en hlaut banvæna höfuðáverka í slysinu. Þá var bifreið hans töluvert léttari en hópbíllinn og kastaðist aftur á bak við áreksturinn. Samkvæmt vitnisburði vitna var ökuhraði bifreiðarinnar töluvert meiri en 85-90 km/klst þegar áreksturinn varð.Frá vettvangi slyssins mánudaginn 4. júní 2018. Ökutækin á myndinni lentu ekki í slysinu.VÍSIR/JÓHANN K.Sennilega ekki í öryggisbelti Í skýrslunni kemur einnig fram að beltastrekkjari ökumanns hópbifreiðarinnar sprakk út í slysinu og var beltið fast upp við hurðarpóstinn. Ökumaðurinn hafi því sennilega ekki verið spenntur í öryggisbelti en hann kastaðist fram á loftpúðann sem sprakk út við áreksturinn. Fjögurra ára barn sat í barnabílstól í miðjuframsæti bílsins. Sætisbak farþeganna við hlið ökumanns bognaði talsvert fram í árekstrinum og varð þess valdandi að barnið kastaðist fram á mælaborðið og hlaut alvarlega andlitsáverka. Eins er talið líklegt að þriggja ára barn í barnabílstól sem sat fyrir aftan ökumann hafi kastast fram á sætisbak ökumannssætis þegar sæti þess bognaði fram við áreksturinn. Brýnt að flýta framkvæmdum á Vesturlandsvegi Rannsóknarnefnd beinir því til Samgöngustofu og bílaumboða að yfirfara reglur um breytingu á sætaskipan og fjölda farþegasæta í bifreiðum þannig að fyrirbyggja megi að óvottuð sæti og festingar séu settar í bifreiðar. Nefndin bendir enn fremur á að yfirfara þurfi reglur um festingar öryggisbelta. Mikilvægt sé að huga að því að festingar öryggisbelta séu nægjanlega sterkar og rétt staðsettar þegar sætaskipan er breytt. Þá sé brýnt að ökumenn sýni fyllstu aðgæslu við framúrakstur. Nefndin bendir einnig á að umferð um Vesturlandsveg á staðnum þar sem slysið varð sé mikil, að meðaltali um tíu þúsund ökutæki á sólahring. „Að mati nefndarinnar er afar brýnt að aðgreina akstursáttir á vegum þar sem umferð er mikil til að fyrirbyggja framanákeyrslur. Í samgönguáætlun 2019–2033 er gert ráð fyrir að framkvæmdir við aðgreiningu akstursátta á Vesturlandsvegi hefjist árið 2019 og ljúki árið 2022. Nefndin hvetur stjórnvöld til að flýta framkvæmdum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vonast til að rannsókn banaslyss á Kjalarnesi ljúki fljótlega Nafn hins látna verður ekki gefið upp að ósk aðstandenda. 11. júní 2018 11:30 Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30 Einn fullorðinn og átta börn í hópferðabílnum Fjórir eru enn á gjörgæslu. 5. júní 2018 11:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Sætafestur sem notaðar voru til að festa sæti í hópbifreið sem lenti í árekstri á Vesturlandsvegi í fyrra bognuðu við áreksturinn og voru án vottunar. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem segir brýnt að flýta framkvæmdum á Vesturlandsvegi. Ökumaður fólksbifreiðar sem ekið var framan á hópbifreiðina lést í slysinu. Slysið varð á Vesturlandsvegi við bæinn Enni þann 4. júní í fyrra. Fólksbílnum, sem var af gerðinni Volkswagen Golf, var ekið yfir á rangan vegarhelming í framúrakstri og beint framan á hópbifreiðina, af gerðinni Toyota, sem ekið var úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbílsins lést í slysinu. Í hópferðabílnum var móðir með sjö börn sín og eitt systkinabarn. Öll slösuðust þau og þar af fjögur alvarlega.Styrkur festinganna og frágangur ófullnægjandi Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að báðar bifreiðarnar hafi verið teknar til rannsóknar eftir slysið. Tveir þriggja sæta bekkir höfðu verið settir í hópbifreiðina á Íslandi þegar hún var keypt ný, fyrir milligöngu umboðsaðila bifreiðarinnar. Bekkirnir voru smíðaðir hér á landi og útbúnir þriggja punkta beltum sem fest voru í bekkina sjálfa. Styrkur sætafestanna var þó ekki nægur til að standast álagið sem myndaðist í árekstrinum þegar farþegarnir köstuðust fram. Sætafesturnar bognuðu þannig fram á báðum bekkjunum, sem varð þess valdandi að farþegarnir köstuðust fram á sætisbökin fyrir framan. Álagið á sætin jókst því við áreksturinn og sætisbök farþegasætanna við hlið ökumannsins bognuðu talsvert. Þá hefur rannsókn málsins auk þess leitt í ljós að sætafesturnar voru smíðaðar hér á landi og voru án vottunar. Einn bolti rifnaði upp úr gólfinu og annar slitnaði í sundur. Að mati bíltæknisérfræðings var styrkur festanna og frágangur þeirra ófullnægjandi. Á miklum hraða í framúrakstrinum Við rannsókn á fólksbifreiðinni kom ekkert fram sem skýrt getur orsök slyssins. Ökumaður hennar var spenntur í öryggisbelti en hlaut banvæna höfuðáverka í slysinu. Þá var bifreið hans töluvert léttari en hópbíllinn og kastaðist aftur á bak við áreksturinn. Samkvæmt vitnisburði vitna var ökuhraði bifreiðarinnar töluvert meiri en 85-90 km/klst þegar áreksturinn varð.Frá vettvangi slyssins mánudaginn 4. júní 2018. Ökutækin á myndinni lentu ekki í slysinu.VÍSIR/JÓHANN K.Sennilega ekki í öryggisbelti Í skýrslunni kemur einnig fram að beltastrekkjari ökumanns hópbifreiðarinnar sprakk út í slysinu og var beltið fast upp við hurðarpóstinn. Ökumaðurinn hafi því sennilega ekki verið spenntur í öryggisbelti en hann kastaðist fram á loftpúðann sem sprakk út við áreksturinn. Fjögurra ára barn sat í barnabílstól í miðjuframsæti bílsins. Sætisbak farþeganna við hlið ökumanns bognaði talsvert fram í árekstrinum og varð þess valdandi að barnið kastaðist fram á mælaborðið og hlaut alvarlega andlitsáverka. Eins er talið líklegt að þriggja ára barn í barnabílstól sem sat fyrir aftan ökumann hafi kastast fram á sætisbak ökumannssætis þegar sæti þess bognaði fram við áreksturinn. Brýnt að flýta framkvæmdum á Vesturlandsvegi Rannsóknarnefnd beinir því til Samgöngustofu og bílaumboða að yfirfara reglur um breytingu á sætaskipan og fjölda farþegasæta í bifreiðum þannig að fyrirbyggja megi að óvottuð sæti og festingar séu settar í bifreiðar. Nefndin bendir enn fremur á að yfirfara þurfi reglur um festingar öryggisbelta. Mikilvægt sé að huga að því að festingar öryggisbelta séu nægjanlega sterkar og rétt staðsettar þegar sætaskipan er breytt. Þá sé brýnt að ökumenn sýni fyllstu aðgæslu við framúrakstur. Nefndin bendir einnig á að umferð um Vesturlandsveg á staðnum þar sem slysið varð sé mikil, að meðaltali um tíu þúsund ökutæki á sólahring. „Að mati nefndarinnar er afar brýnt að aðgreina akstursáttir á vegum þar sem umferð er mikil til að fyrirbyggja framanákeyrslur. Í samgönguáætlun 2019–2033 er gert ráð fyrir að framkvæmdir við aðgreiningu akstursátta á Vesturlandsvegi hefjist árið 2019 og ljúki árið 2022. Nefndin hvetur stjórnvöld til að flýta framkvæmdum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar.
Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vonast til að rannsókn banaslyss á Kjalarnesi ljúki fljótlega Nafn hins látna verður ekki gefið upp að ósk aðstandenda. 11. júní 2018 11:30 Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30 Einn fullorðinn og átta börn í hópferðabílnum Fjórir eru enn á gjörgæslu. 5. júní 2018 11:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Vonast til að rannsókn banaslyss á Kjalarnesi ljúki fljótlega Nafn hins látna verður ekki gefið upp að ósk aðstandenda. 11. júní 2018 11:30
Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30