„Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. september 2019 14:15 Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að tunguhafti ungbarna. Úr einkasafni Margra barna móðirin Andrea Eyland segir að auka þurfi fræðslu um vara- og tunguhaft ungbarna, bæði fyrir foreldra og heilbrigðisstarfsfólk. Andrea eignaðist nýlega sitt fimmta barn, áttunda barn hennar og kærastans samtals. Hún segir að ef það hefði verið skorið á tunguhaft drengsins strax eftir fæðingu hefði það getað breytt miklu fyrir brjóstagjöfina. Eftir að heyra frá öðrum foreldrum áttaði hún sig á því að mjög margir hafa sömu sögu að segja. „Brjóstagjöfin gekk vel til að byrja með en við vorum á spítalanum í tvo daga því Varmi var keisari. Ég lá með hann húð við húð allan sólarhringinn. Um leið og við komum heim fór mjólkin að flæða fram og ég fékk stálma. Mér fannst hann aldrei klára úr mér, eins og það sæti alltaf eftir í „botninum“ á brjóstinu. Ég fékk brjóstagjafaráðgjafa heim sem sagði ég væri svakalega stífluð og saman tæmdum við þær burt með pumpun og handmjólkun á nokkrum klukkutímum.“Áfram látið vera Brjóstagjafaráðgjafinn nefndi tunguhaft drengsins í fyrstu heimsókninni til Andreu. „En engin hafði sagt neitt á spítalanum, allt leit víst eðlilega út. Vikurnar liðu og aldrei náði barnið taki á brjóstinu og ég fann aldrei almennilegt sog. Ég tæmdi eftir gjöf með pumpu í hvert sinn og gaf honum með hjálparbrjósti,“ útskýrir Andrea. „Hann var útskrifaður með sóma úr sex vikna skoðun í ungbarnavernd. Ég fékk síðan brjóstagjafaráðgjafann aftur heim daginn eftir það því ég var alveg að bugast. Hún sagði það væri ekki vitlaust að láta kíkja á tunguhaftið og fékk tíma fyrir mig strax á barnaspítalanum. Henni fannst hann líka linur og hvatti mig til að láta kíkja á það í leiðinni.“ Andrea fékk mjög misvísandi skilaboð á sjúkrahúsinu þegar hún nefndi tunguhaftið. „Ég fór með hann á spítalann í skoðun hjá skurðlækni sem kíkti snöggt upp í hann og sagði: „Neh þetta er ekkert svo mikið en ég get svo sem klippt á þetta til að útiloka það sem ástæðan fyrir að brjóstagjöfin gengur illa.“ Svo sendi hann okkur til annars læknis sem í kjölfarið greindi Varma með minnkaða vöðvaspennu. Hann þverneitaði samt fyrir að klippa ætti tunguhaft.“ Fjölskyldan fékk frábæra þjónustu með Varma litla út af vöðvaspennunni og eru nú með hann í sjúkraþjálfun. Hann er strax farinn að sýna miklar framfarir. „Tunguhaftið var hins vegar alveg látið vera.“Grét á heimleiðinni Andrea er höfundur bókarinnar Kviknar og hlaut Edduverðlaun á síðasta ári fyrir þættina Líf kviknar sem fjölluðu um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hún heldur úti samfélagsmiðlum undir nafninu Kviknar þar sem þessi málefni eru rædd og ákvað hún að segja þar frá áhyggjum sínum af tunguhaftinu. „Ég hafði síðan samband við síðuna Matur á munnur á Facebook eftir ábendingu frá einni mömmu í gegnum Kviknar. Hún kíkti á hann og sagði já þetta er tunguhaft, það er ekkert sem heitir vægt slíkt. Ég hringdi eins og skot í Glæsibæ og pantaði tíma hjá Hannesi Hjartarsyni. Ég fór samdægurs til hans og hann klippti eins og skot, sagði heill sentímeter hér. Þetta hefði geta breytt öllu með brjóstagjöfina ef klippt það hefði verið klippt strax.“ Andrea segir að hún hafi verið miður sín eftir að hún kom út frá lækninum. „Ég grét bara. Ég vissi að Varmi væri kraftminni út af vöðvaspennunni en fann samt alltaf að takið í soginu væri eitthvað skrítið. Ég veit auðvitað ekkert hvort brjóstagjöfin hefði tekist ef þetta hefði verið gert strax en fyrst hann var með haft á annað borð hefði alltaf verið ávinningur af að klippa. Þetta tekur enga stund og þau finna ekkert fyrir þessu svona ung. Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni. Gríðarleg áhrif.“ Hún segir því að það sé mikilvægt að fræða foreldra og ekki síður heilbrigðisstarfsfólk um vara- og tunguhaft. „Ég fékk alveg rosalega mikil viðbrögð. Alveg endalausar reynslusögur foreldra sem eiga börn sem hafa lent í þvílíkum hremmingum út af tunguhafti sem engin gerði neitt í. Mjög sorglegt oft en sem betur fer margar farsælar sögur líka.“ Andrea segir að það sé mikið líf og gleði að taka þátt í að ala upp svona mörg börn og viðurkennir að það sé líka dásamlega erfitt. „Á sama tíma erum við ekkert venjuleg fjölskylda og margt sem í kerfinu og samfélaginu mætti aðlaga betur að fólki eins og okkur.“ Framundan hjá fjölskyldunni er mánaðarferð til Balí. „Við ætlum aðeins að ná andanum og núllstilla okkur eftir krefjandi ár. Við erum fjögur fullorðin með í för og sjáum til þess að krakkarnir missi ekki úr námi en annars er stórkostlegur skóli að fara í svona ferðalag og eyða tíma með þeim þú elskar.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andrea og Þorleifur kynntust á Tinder og er nú fjölskyldan að verða tíu manna Andrea Eyland er 38 ára gömul, höfundur bókarinnar Líf kviknar og stjórnandi þáttarins Líf kviknar en bæði bókin og þættirnir fjalla um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. 9. apríl 2019 10:30 Tók á móti Eddu ólétt af fimmta barni sínu Andrea Eyland Björgvinsdóttir lyfti á laugardaginn Edduverðlaunum fyrir mannlífsþátt ársins, Líf kviknar, en Andrea á von á sínu fimmta barni; áttunda barni hennar og kærastans samtals. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Margra barna móðirin Andrea Eyland segir að auka þurfi fræðslu um vara- og tunguhaft ungbarna, bæði fyrir foreldra og heilbrigðisstarfsfólk. Andrea eignaðist nýlega sitt fimmta barn, áttunda barn hennar og kærastans samtals. Hún segir að ef það hefði verið skorið á tunguhaft drengsins strax eftir fæðingu hefði það getað breytt miklu fyrir brjóstagjöfina. Eftir að heyra frá öðrum foreldrum áttaði hún sig á því að mjög margir hafa sömu sögu að segja. „Brjóstagjöfin gekk vel til að byrja með en við vorum á spítalanum í tvo daga því Varmi var keisari. Ég lá með hann húð við húð allan sólarhringinn. Um leið og við komum heim fór mjólkin að flæða fram og ég fékk stálma. Mér fannst hann aldrei klára úr mér, eins og það sæti alltaf eftir í „botninum“ á brjóstinu. Ég fékk brjóstagjafaráðgjafa heim sem sagði ég væri svakalega stífluð og saman tæmdum við þær burt með pumpun og handmjólkun á nokkrum klukkutímum.“Áfram látið vera Brjóstagjafaráðgjafinn nefndi tunguhaft drengsins í fyrstu heimsókninni til Andreu. „En engin hafði sagt neitt á spítalanum, allt leit víst eðlilega út. Vikurnar liðu og aldrei náði barnið taki á brjóstinu og ég fann aldrei almennilegt sog. Ég tæmdi eftir gjöf með pumpu í hvert sinn og gaf honum með hjálparbrjósti,“ útskýrir Andrea. „Hann var útskrifaður með sóma úr sex vikna skoðun í ungbarnavernd. Ég fékk síðan brjóstagjafaráðgjafann aftur heim daginn eftir það því ég var alveg að bugast. Hún sagði það væri ekki vitlaust að láta kíkja á tunguhaftið og fékk tíma fyrir mig strax á barnaspítalanum. Henni fannst hann líka linur og hvatti mig til að láta kíkja á það í leiðinni.“ Andrea fékk mjög misvísandi skilaboð á sjúkrahúsinu þegar hún nefndi tunguhaftið. „Ég fór með hann á spítalann í skoðun hjá skurðlækni sem kíkti snöggt upp í hann og sagði: „Neh þetta er ekkert svo mikið en ég get svo sem klippt á þetta til að útiloka það sem ástæðan fyrir að brjóstagjöfin gengur illa.“ Svo sendi hann okkur til annars læknis sem í kjölfarið greindi Varma með minnkaða vöðvaspennu. Hann þverneitaði samt fyrir að klippa ætti tunguhaft.“ Fjölskyldan fékk frábæra þjónustu með Varma litla út af vöðvaspennunni og eru nú með hann í sjúkraþjálfun. Hann er strax farinn að sýna miklar framfarir. „Tunguhaftið var hins vegar alveg látið vera.“Grét á heimleiðinni Andrea er höfundur bókarinnar Kviknar og hlaut Edduverðlaun á síðasta ári fyrir þættina Líf kviknar sem fjölluðu um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hún heldur úti samfélagsmiðlum undir nafninu Kviknar þar sem þessi málefni eru rædd og ákvað hún að segja þar frá áhyggjum sínum af tunguhaftinu. „Ég hafði síðan samband við síðuna Matur á munnur á Facebook eftir ábendingu frá einni mömmu í gegnum Kviknar. Hún kíkti á hann og sagði já þetta er tunguhaft, það er ekkert sem heitir vægt slíkt. Ég hringdi eins og skot í Glæsibæ og pantaði tíma hjá Hannesi Hjartarsyni. Ég fór samdægurs til hans og hann klippti eins og skot, sagði heill sentímeter hér. Þetta hefði geta breytt öllu með brjóstagjöfina ef klippt það hefði verið klippt strax.“ Andrea segir að hún hafi verið miður sín eftir að hún kom út frá lækninum. „Ég grét bara. Ég vissi að Varmi væri kraftminni út af vöðvaspennunni en fann samt alltaf að takið í soginu væri eitthvað skrítið. Ég veit auðvitað ekkert hvort brjóstagjöfin hefði tekist ef þetta hefði verið gert strax en fyrst hann var með haft á annað borð hefði alltaf verið ávinningur af að klippa. Þetta tekur enga stund og þau finna ekkert fyrir þessu svona ung. Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni. Gríðarleg áhrif.“ Hún segir því að það sé mikilvægt að fræða foreldra og ekki síður heilbrigðisstarfsfólk um vara- og tunguhaft. „Ég fékk alveg rosalega mikil viðbrögð. Alveg endalausar reynslusögur foreldra sem eiga börn sem hafa lent í þvílíkum hremmingum út af tunguhafti sem engin gerði neitt í. Mjög sorglegt oft en sem betur fer margar farsælar sögur líka.“ Andrea segir að það sé mikið líf og gleði að taka þátt í að ala upp svona mörg börn og viðurkennir að það sé líka dásamlega erfitt. „Á sama tíma erum við ekkert venjuleg fjölskylda og margt sem í kerfinu og samfélaginu mætti aðlaga betur að fólki eins og okkur.“ Framundan hjá fjölskyldunni er mánaðarferð til Balí. „Við ætlum aðeins að ná andanum og núllstilla okkur eftir krefjandi ár. Við erum fjögur fullorðin með í för og sjáum til þess að krakkarnir missi ekki úr námi en annars er stórkostlegur skóli að fara í svona ferðalag og eyða tíma með þeim þú elskar.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andrea og Þorleifur kynntust á Tinder og er nú fjölskyldan að verða tíu manna Andrea Eyland er 38 ára gömul, höfundur bókarinnar Líf kviknar og stjórnandi þáttarins Líf kviknar en bæði bókin og þættirnir fjalla um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. 9. apríl 2019 10:30 Tók á móti Eddu ólétt af fimmta barni sínu Andrea Eyland Björgvinsdóttir lyfti á laugardaginn Edduverðlaunum fyrir mannlífsþátt ársins, Líf kviknar, en Andrea á von á sínu fimmta barni; áttunda barni hennar og kærastans samtals. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Andrea og Þorleifur kynntust á Tinder og er nú fjölskyldan að verða tíu manna Andrea Eyland er 38 ára gömul, höfundur bókarinnar Líf kviknar og stjórnandi þáttarins Líf kviknar en bæði bókin og þættirnir fjalla um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. 9. apríl 2019 10:30
Tók á móti Eddu ólétt af fimmta barni sínu Andrea Eyland Björgvinsdóttir lyfti á laugardaginn Edduverðlaunum fyrir mannlífsþátt ársins, Líf kviknar, en Andrea á von á sínu fimmta barni; áttunda barni hennar og kærastans samtals. 26. febrúar 2019 06:00