Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2019 09:38 Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. AP/Matt Dunham Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson, forsætisráðherra, í aðdraganda Brexit hafa verið ólöglega. Þingið mun líklega koma saman aftur í dag. Það liggur þó ekki fyrir enn. John Bercow, forseti þingins, segir að neðri deild þingsins verði að koma saman hið snarasta og ætlar hann að ræða við leiðtoga þingflokka sem fyrst.Uppfært: Bercow hefur kallað þingið saman í fyrramálið (miðvikudag). Brenda Hale, forseti Hæstaréttar, sagði alla ellefu dómara Hæstaréttar hafa verið sammála um að dómurinn mætti taka málið fyrir og einnig verið sammála um niðurstöðuna. Hún sagði það vald forsætisráðherra að fresta þingi vera takmörkunum háð og slík ákvörðun væri ólögleg ef henni væri ætlað að koma í veg fyrir stjórnarskrárbundin störf þingsins. Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Johnson hefur verið sakaður um „valdarán“. Honum gangi það til að koma í veg fyrir að þingið geti komið í veg fyrir að hann dragi Breta úr ESB án útgöngusamnings. Formlega séð er það drottnigin sem hefur vald til að fresta þingi en það gerir hún samkvæmt venju að ráði forsætisráðherra. Johnson vísaði til þess að það væri alvanalegt að ný ríkisstjórn frestaði þingi þegar hún tæki við og hún fengi tækifæri til að lýsa stefnu sinni við upphaf nýs þings. Fyrr í mánuðinum úrskurðaði skoskur dómstóll að þingfrestunin hefði verið ólögmæt og að Johnson hafi reynt að blekkja drottninguna.Sjá einnig: Johnson neitar því að hafa logið að drottningunniRíkisstjórn Johnsons hefur þegar gefið það út að hún muni una niðurstöðu Hæstaréttar en Johnson, sem staddur er á þingi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, hefur þó ekki viljað útiloka að hann muni einfaldlega reyna að fresta þingi á nýjan leik, verði það kallað saman. Ekki er víst hvort hann geti það og hvort drottningin muni fylgja ráði hans, reyni hann það. Úrskurðurinn þýðir í raun að forsætisráðherrann laug að drottningunni. Johnson hefur ekki gefið út hvort hann ætli að segja af sér. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, og Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra Demókrata, hafa kallað eftir afsögn Johnson.The Supreme Court has ruled the advice given to the Queen was "unlawful, void and of no effect."Lady Hale says: "Parliament has not been prorogued."Follow live updates from the #SupremeCourt ruling here: https://t.co/jilGnoMula pic.twitter.com/lDgWgN3sUd— Sky News (@SkyNews) September 24, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson, forsætisráðherra, í aðdraganda Brexit hafa verið ólöglega. Þingið mun líklega koma saman aftur í dag. Það liggur þó ekki fyrir enn. John Bercow, forseti þingins, segir að neðri deild þingsins verði að koma saman hið snarasta og ætlar hann að ræða við leiðtoga þingflokka sem fyrst.Uppfært: Bercow hefur kallað þingið saman í fyrramálið (miðvikudag). Brenda Hale, forseti Hæstaréttar, sagði alla ellefu dómara Hæstaréttar hafa verið sammála um að dómurinn mætti taka málið fyrir og einnig verið sammála um niðurstöðuna. Hún sagði það vald forsætisráðherra að fresta þingi vera takmörkunum háð og slík ákvörðun væri ólögleg ef henni væri ætlað að koma í veg fyrir stjórnarskrárbundin störf þingsins. Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Johnson hefur verið sakaður um „valdarán“. Honum gangi það til að koma í veg fyrir að þingið geti komið í veg fyrir að hann dragi Breta úr ESB án útgöngusamnings. Formlega séð er það drottnigin sem hefur vald til að fresta þingi en það gerir hún samkvæmt venju að ráði forsætisráðherra. Johnson vísaði til þess að það væri alvanalegt að ný ríkisstjórn frestaði þingi þegar hún tæki við og hún fengi tækifæri til að lýsa stefnu sinni við upphaf nýs þings. Fyrr í mánuðinum úrskurðaði skoskur dómstóll að þingfrestunin hefði verið ólögmæt og að Johnson hafi reynt að blekkja drottninguna.Sjá einnig: Johnson neitar því að hafa logið að drottningunniRíkisstjórn Johnsons hefur þegar gefið það út að hún muni una niðurstöðu Hæstaréttar en Johnson, sem staddur er á þingi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, hefur þó ekki viljað útiloka að hann muni einfaldlega reyna að fresta þingi á nýjan leik, verði það kallað saman. Ekki er víst hvort hann geti það og hvort drottningin muni fylgja ráði hans, reyni hann það. Úrskurðurinn þýðir í raun að forsætisráðherrann laug að drottningunni. Johnson hefur ekki gefið út hvort hann ætli að segja af sér. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, og Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra Demókrata, hafa kallað eftir afsögn Johnson.The Supreme Court has ruled the advice given to the Queen was "unlawful, void and of no effect."Lady Hale says: "Parliament has not been prorogued."Follow live updates from the #SupremeCourt ruling here: https://t.co/jilGnoMula pic.twitter.com/lDgWgN3sUd— Sky News (@SkyNews) September 24, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira