Kona utan garðs Hanna Katrín Friðriksson skrifar 24. september 2019 07:00 Geirfinns- og Guðmundarmálið kallar enn fram allt hið versta. Grimmileg málsvörn ríkisins í máli Guðjóns Skarphéðinssonar veldur undrun og hneykslan. Með skipan sáttanefndar var ríkið búið að viðurkenna bótarétt sinn. Eina sem út af stendur er upphæð bóta. Ekki hvernig fyrningarreglur voru fyrir áratugum og sannarlega ekki hvort Guðjón geti sjálfum sér um kennt. Málinu getur þó ekki lokið með sáttagreiðslum til þeirra sem loks voru sýknaðir sl. haust. Eina konan í málinu liggur enn óbætt hjá garði. Erla Bolladóttir fékk mál sitt ekki tekið upp, en var þó sannarlega í hópi ungmennanna sem máttu þola fordæmalaust harðræði af hálfu kerfisins. Erla bar sakir á saklausa menn, um það er ekki deilt. Sá framburður hennar varð til þess að þeir máttu þola langt og erfitt gæsluvarðhald og sú reynsla hefur án nokkurs vafa verið afar þungbær. Við vitum öll að það er ekkert að marka framburð sem fenginn er fram með því harðræði sem ungmennin þurftu að þola. Þeim andlegu og líkamlegu pyntingum sem þau voru beitt. Dómstólar viðurkenna þau sannindi líka. Hvers vegna eiga þau ekki við um framburð og þar með brot Erlu Bolladóttur? Erla Bolladóttir var ung móðir nokkurra vikna stúlkubarns þegar hún var hneppt í varðhald. Líkamlega sem andlega hefur það haft áhrif á þol hennar og styrk. Henni var haldið í stöðugum ótta við að barnið yrði tekið af henni ef framburður hennar yrði ekki þóknanlegur. Sú var sérstaða Erlu í þessu ömurlega máli. Það kemur ekkert á óvart að áður fyrr hafi enginn tekið tillit til sérstöðu kornungu móðurinnar með nýfædda barnið. Sem sagði allt sem ætlast var til af henni til að reyna að losna, hversu óraunhæf sem sú von hennar var. En við vitum betur núna. Við vitum að Erla átti aldrei möguleika. Ekki í því andrúmslofti sem þá ríkti. Erum við enn þar?Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Geirfinns- og Guðmundarmálið kallar enn fram allt hið versta. Grimmileg málsvörn ríkisins í máli Guðjóns Skarphéðinssonar veldur undrun og hneykslan. Með skipan sáttanefndar var ríkið búið að viðurkenna bótarétt sinn. Eina sem út af stendur er upphæð bóta. Ekki hvernig fyrningarreglur voru fyrir áratugum og sannarlega ekki hvort Guðjón geti sjálfum sér um kennt. Málinu getur þó ekki lokið með sáttagreiðslum til þeirra sem loks voru sýknaðir sl. haust. Eina konan í málinu liggur enn óbætt hjá garði. Erla Bolladóttir fékk mál sitt ekki tekið upp, en var þó sannarlega í hópi ungmennanna sem máttu þola fordæmalaust harðræði af hálfu kerfisins. Erla bar sakir á saklausa menn, um það er ekki deilt. Sá framburður hennar varð til þess að þeir máttu þola langt og erfitt gæsluvarðhald og sú reynsla hefur án nokkurs vafa verið afar þungbær. Við vitum öll að það er ekkert að marka framburð sem fenginn er fram með því harðræði sem ungmennin þurftu að þola. Þeim andlegu og líkamlegu pyntingum sem þau voru beitt. Dómstólar viðurkenna þau sannindi líka. Hvers vegna eiga þau ekki við um framburð og þar með brot Erlu Bolladóttur? Erla Bolladóttir var ung móðir nokkurra vikna stúlkubarns þegar hún var hneppt í varðhald. Líkamlega sem andlega hefur það haft áhrif á þol hennar og styrk. Henni var haldið í stöðugum ótta við að barnið yrði tekið af henni ef framburður hennar yrði ekki þóknanlegur. Sú var sérstaða Erlu í þessu ömurlega máli. Það kemur ekkert á óvart að áður fyrr hafi enginn tekið tillit til sérstöðu kornungu móðurinnar með nýfædda barnið. Sem sagði allt sem ætlast var til af henni til að reyna að losna, hversu óraunhæf sem sú von hennar var. En við vitum betur núna. Við vitum að Erla átti aldrei möguleika. Ekki í því andrúmslofti sem þá ríkti. Erum við enn þar?Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun