Kona utan garðs Hanna Katrín Friðriksson skrifar 24. september 2019 07:00 Geirfinns- og Guðmundarmálið kallar enn fram allt hið versta. Grimmileg málsvörn ríkisins í máli Guðjóns Skarphéðinssonar veldur undrun og hneykslan. Með skipan sáttanefndar var ríkið búið að viðurkenna bótarétt sinn. Eina sem út af stendur er upphæð bóta. Ekki hvernig fyrningarreglur voru fyrir áratugum og sannarlega ekki hvort Guðjón geti sjálfum sér um kennt. Málinu getur þó ekki lokið með sáttagreiðslum til þeirra sem loks voru sýknaðir sl. haust. Eina konan í málinu liggur enn óbætt hjá garði. Erla Bolladóttir fékk mál sitt ekki tekið upp, en var þó sannarlega í hópi ungmennanna sem máttu þola fordæmalaust harðræði af hálfu kerfisins. Erla bar sakir á saklausa menn, um það er ekki deilt. Sá framburður hennar varð til þess að þeir máttu þola langt og erfitt gæsluvarðhald og sú reynsla hefur án nokkurs vafa verið afar þungbær. Við vitum öll að það er ekkert að marka framburð sem fenginn er fram með því harðræði sem ungmennin þurftu að þola. Þeim andlegu og líkamlegu pyntingum sem þau voru beitt. Dómstólar viðurkenna þau sannindi líka. Hvers vegna eiga þau ekki við um framburð og þar með brot Erlu Bolladóttur? Erla Bolladóttir var ung móðir nokkurra vikna stúlkubarns þegar hún var hneppt í varðhald. Líkamlega sem andlega hefur það haft áhrif á þol hennar og styrk. Henni var haldið í stöðugum ótta við að barnið yrði tekið af henni ef framburður hennar yrði ekki þóknanlegur. Sú var sérstaða Erlu í þessu ömurlega máli. Það kemur ekkert á óvart að áður fyrr hafi enginn tekið tillit til sérstöðu kornungu móðurinnar með nýfædda barnið. Sem sagði allt sem ætlast var til af henni til að reyna að losna, hversu óraunhæf sem sú von hennar var. En við vitum betur núna. Við vitum að Erla átti aldrei möguleika. Ekki í því andrúmslofti sem þá ríkti. Erum við enn þar?Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Geirfinns- og Guðmundarmálið kallar enn fram allt hið versta. Grimmileg málsvörn ríkisins í máli Guðjóns Skarphéðinssonar veldur undrun og hneykslan. Með skipan sáttanefndar var ríkið búið að viðurkenna bótarétt sinn. Eina sem út af stendur er upphæð bóta. Ekki hvernig fyrningarreglur voru fyrir áratugum og sannarlega ekki hvort Guðjón geti sjálfum sér um kennt. Málinu getur þó ekki lokið með sáttagreiðslum til þeirra sem loks voru sýknaðir sl. haust. Eina konan í málinu liggur enn óbætt hjá garði. Erla Bolladóttir fékk mál sitt ekki tekið upp, en var þó sannarlega í hópi ungmennanna sem máttu þola fordæmalaust harðræði af hálfu kerfisins. Erla bar sakir á saklausa menn, um það er ekki deilt. Sá framburður hennar varð til þess að þeir máttu þola langt og erfitt gæsluvarðhald og sú reynsla hefur án nokkurs vafa verið afar þungbær. Við vitum öll að það er ekkert að marka framburð sem fenginn er fram með því harðræði sem ungmennin þurftu að þola. Þeim andlegu og líkamlegu pyntingum sem þau voru beitt. Dómstólar viðurkenna þau sannindi líka. Hvers vegna eiga þau ekki við um framburð og þar með brot Erlu Bolladóttur? Erla Bolladóttir var ung móðir nokkurra vikna stúlkubarns þegar hún var hneppt í varðhald. Líkamlega sem andlega hefur það haft áhrif á þol hennar og styrk. Henni var haldið í stöðugum ótta við að barnið yrði tekið af henni ef framburður hennar yrði ekki þóknanlegur. Sú var sérstaða Erlu í þessu ömurlega máli. Það kemur ekkert á óvart að áður fyrr hafi enginn tekið tillit til sérstöðu kornungu móðurinnar með nýfædda barnið. Sem sagði allt sem ætlast var til af henni til að reyna að losna, hversu óraunhæf sem sú von hennar var. En við vitum betur núna. Við vitum að Erla átti aldrei möguleika. Ekki í því andrúmslofti sem þá ríkti. Erum við enn þar?Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar