Útilokar ekki vantrauststillögu á hendur ríkislögreglustjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2019 12:20 Haraldur Johanessen ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Stjórn Landsambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun. Varaformaður landsambandsins segir að enn sé mikið kurr innan stéttarinnar, ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvort einhver sátt sé í sjónmáli. Ekki er útilokað að vantrauststillaga á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra verði lögð fram á fundi formanna aðildarfélaga Landsambandsins sem nú stendur yfir. Miklar deilur hafa staðið um störf ríkislögreglustjóra undanfarnar vikur og mánuði. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættisins en málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun en fréttastofa náði tali af Frímanni B. Baldurssyni, varaformann sambandsins rétt fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri ætlar að koma lögreglumönnum í samstæðan fatnað „Ríkislögreglustjóri kom þar með sína hlið á málinu og ræddi um hlutina út frá þeirra sjónarhorni, hvernig þetta lítur út fyrir þeim og alla veganna að koma sínum sjónarmiðum á framfæri til okkar,“ sagði Frímann.Er einhver einhver sátt í sjónmáli? „Ég veit það ekki. Eins og staðan er kannski núna þá eru náttúrlega lögreglumenn um allt land bara, já það er mjög mikill kurr í þeim útaf þessum málum og sátt í sjónmáli eftir fundinn? Ég veit það ekki," segir Frímann. Rétt fyrir klukkan tólf í dag hófst fundur formanna aðildarfélaga Landsambands lögreglumanna og kvaðst Frímann eiga von á því að línurnar yrðu lagðar um framhaldið á þeim fundi sem enn stendur yfir þegar þetta er skrifað. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, að komið hafi til umræðu að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra, þótt engin formleg tillaga þess efnis hafi komið fram.Átt þú von á að slík tillaga verði tekin fyrir á þeim fundi? „Það verður bara svolítið að koma í ljós,“ segir Frímann. „Það verður bara svolítið að koma í ljós hvort að sú tillaga verður lögð fram. En það má alveg búast við því miðað við umræðu og því sem að landsambandið hefur heyrt svona í síðastliðinni viku, að slík tillaga verði borin upp. En endanlega verðum við bara að sjá hvað kemur fram á fundinum, hvað menn vilja gera,“ útskýrir Frímann. Aðspurður segir hann að ekki hafi verið rædd á fundinum í morgun sú tillaga að Haraldur Johannessen stígi til hliðar á meðan úttekt Ríkisendurskoðunar stendur yfir. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Stjórn Landsambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun. Varaformaður landsambandsins segir að enn sé mikið kurr innan stéttarinnar, ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvort einhver sátt sé í sjónmáli. Ekki er útilokað að vantrauststillaga á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra verði lögð fram á fundi formanna aðildarfélaga Landsambandsins sem nú stendur yfir. Miklar deilur hafa staðið um störf ríkislögreglustjóra undanfarnar vikur og mánuði. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættisins en málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun en fréttastofa náði tali af Frímanni B. Baldurssyni, varaformann sambandsins rétt fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri ætlar að koma lögreglumönnum í samstæðan fatnað „Ríkislögreglustjóri kom þar með sína hlið á málinu og ræddi um hlutina út frá þeirra sjónarhorni, hvernig þetta lítur út fyrir þeim og alla veganna að koma sínum sjónarmiðum á framfæri til okkar,“ sagði Frímann.Er einhver einhver sátt í sjónmáli? „Ég veit það ekki. Eins og staðan er kannski núna þá eru náttúrlega lögreglumenn um allt land bara, já það er mjög mikill kurr í þeim útaf þessum málum og sátt í sjónmáli eftir fundinn? Ég veit það ekki," segir Frímann. Rétt fyrir klukkan tólf í dag hófst fundur formanna aðildarfélaga Landsambands lögreglumanna og kvaðst Frímann eiga von á því að línurnar yrðu lagðar um framhaldið á þeim fundi sem enn stendur yfir þegar þetta er skrifað. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, að komið hafi til umræðu að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra, þótt engin formleg tillaga þess efnis hafi komið fram.Átt þú von á að slík tillaga verði tekin fyrir á þeim fundi? „Það verður bara svolítið að koma í ljós,“ segir Frímann. „Það verður bara svolítið að koma í ljós hvort að sú tillaga verður lögð fram. En það má alveg búast við því miðað við umræðu og því sem að landsambandið hefur heyrt svona í síðastliðinni viku, að slík tillaga verði borin upp. En endanlega verðum við bara að sjá hvað kemur fram á fundinum, hvað menn vilja gera,“ útskýrir Frímann. Aðspurður segir hann að ekki hafi verið rædd á fundinum í morgun sú tillaga að Haraldur Johannessen stígi til hliðar á meðan úttekt Ríkisendurskoðunar stendur yfir.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira