Í kvöld skoraði hann sigurmarkið í öflugum 1-0 sigri PSG á útivelli gegn Lyon en sigurmarkið kom þremur mínútum fyrir leikslok.
Mikið var rætt og ritað um framtíð Neymar í sumar og hann var ekki í leikmannahópi liðsins þangað til glugginn lokaði og staðfest væri að hann yrði áfram hjá félaginu.
Final score at the Groupama Stadium:@neymarjr's late goal wins it for the Rouge et Bleu !@OL_English - @PSG_English#OLPSG
#ICICESTPARISpic.twitter.com/oEOHGReCfU
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) September 22, 2019
Hann hefur heldur betur sætt sig við það að vera áfram hjá Parísarliðinu því hann hefur nú tryggt liðinu sex stig því hann skoraði einnig sigurmarkið gegn Strasbourg í síðustu umferð.
PSG er á toppi deildarinnar með fimmtán stig eftir fyrstu fimm leikina en Lyon er einungis með átta stig eftir leikina sex.