Sunnlendingar fá nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. september 2019 12:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sem mætti nýlega á fund á Selfossi til að ræða Heilbrigðisstefnu Íslands til ársins 2030. Hún svaraði nokkrum spurningum á fundinum, m.a. um stöðu hjúkrunarheimila í landinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Tilboð um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi verða opnuð á þriðjudaginn en á nýja heimilinu verður pláss fyrir sextíu manns. Áætlaður kostnaður við bygginguna er um þrír milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. Sunnlendingar hafa beðið í nokkur ár eftir því að framkvæmdir hefjist við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi, ekki síst eftir að hjúkrunarheimilinu á Kumbaravogi á Stokkseyri og dvalarheimilinu á Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi var lokað. Nú eru 65 að bíða á Suðurlandi eftir að komast á hjúkrunarheimili. Til stóð að bjóða út byggingu nýja hjúkrunarheimilisins á Selfossi í byrjun sumars en það frestaðist en nú er loksins búið að bjóða verkið út og verða tilboð í það opnuð þriðjudaginn 24. September hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Nýja heimilið mun rísa á austurhelmingi lóðar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg. Hjúkrunarheimilið verður með 60 hjúkrunarrýmum, sem verða allt einkarými. Húsið verður hringlaga byggingu á tveimur hæðum, með inngarði í miðju hringsins. Tvö stiga- og lyftuhús verða í byggingunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast inn á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. „Það er þó sennilega skást á Vesturlandi akkúrat núna en við höfum þann háttinn á við miðum við heilan landshluta í þessu mati. Þá er sá sem býr í Reykhólasveit og á Akranesi á sama listanum. Þetta er sýn sem er verið að slípa frá einum mánuði til annars í ráðuneytinu“, segir Svandís. Frá fundinum á Selfossi þar sem ráðherra og fleiri frummælendur tóku þátt.Magnús HlynurSvandís segir að ríkið geti ekki komið á móts við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar bara með því að byggja fleiri hjúkrunarrými, það mun ekki verða lausnin. „Hins vegar erum við núna með stórátak í að fjölga hjúkrunarrýmum enda erum við með fleiri hundruð hjúkrunarrými á teikniborðinu á landinu öllu, það er áætlunin, en til hliðar verðum við að auka sveigjanlega dagdvöl, aukna heimahjúkrun og aukna heimaþjónustu. Við getum ekki haldið áfram þessari gömlu nálgun, sem að við höfum haft og þannig getum við í raun og veru verið með persónulegri þjónustu, ódýrari þjónustu og betri þjónustu, sem miða við það að hún vex stig af stigi eftir því sem einstaklingurinn þarf meira á henni að halda en er ekki bara búmm, nú ert þú komin á hjúkrunarheimili. Þannig að þetta snýst líka um breytta hugmyndafræði“, segir heilbrigðisráðherra. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Tilboð um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi verða opnuð á þriðjudaginn en á nýja heimilinu verður pláss fyrir sextíu manns. Áætlaður kostnaður við bygginguna er um þrír milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. Sunnlendingar hafa beðið í nokkur ár eftir því að framkvæmdir hefjist við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi, ekki síst eftir að hjúkrunarheimilinu á Kumbaravogi á Stokkseyri og dvalarheimilinu á Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi var lokað. Nú eru 65 að bíða á Suðurlandi eftir að komast á hjúkrunarheimili. Til stóð að bjóða út byggingu nýja hjúkrunarheimilisins á Selfossi í byrjun sumars en það frestaðist en nú er loksins búið að bjóða verkið út og verða tilboð í það opnuð þriðjudaginn 24. September hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Nýja heimilið mun rísa á austurhelmingi lóðar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg. Hjúkrunarheimilið verður með 60 hjúkrunarrýmum, sem verða allt einkarými. Húsið verður hringlaga byggingu á tveimur hæðum, með inngarði í miðju hringsins. Tvö stiga- og lyftuhús verða í byggingunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast inn á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. „Það er þó sennilega skást á Vesturlandi akkúrat núna en við höfum þann háttinn á við miðum við heilan landshluta í þessu mati. Þá er sá sem býr í Reykhólasveit og á Akranesi á sama listanum. Þetta er sýn sem er verið að slípa frá einum mánuði til annars í ráðuneytinu“, segir Svandís. Frá fundinum á Selfossi þar sem ráðherra og fleiri frummælendur tóku þátt.Magnús HlynurSvandís segir að ríkið geti ekki komið á móts við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar bara með því að byggja fleiri hjúkrunarrými, það mun ekki verða lausnin. „Hins vegar erum við núna með stórátak í að fjölga hjúkrunarrýmum enda erum við með fleiri hundruð hjúkrunarrými á teikniborðinu á landinu öllu, það er áætlunin, en til hliðar verðum við að auka sveigjanlega dagdvöl, aukna heimahjúkrun og aukna heimaþjónustu. Við getum ekki haldið áfram þessari gömlu nálgun, sem að við höfum haft og þannig getum við í raun og veru verið með persónulegri þjónustu, ódýrari þjónustu og betri þjónustu, sem miða við það að hún vex stig af stigi eftir því sem einstaklingurinn þarf meira á henni að halda en er ekki bara búmm, nú ert þú komin á hjúkrunarheimili. Þannig að þetta snýst líka um breytta hugmyndafræði“, segir heilbrigðisráðherra.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira