„Ég vil að við getum átt okkar líkama í friði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2019 21:30 Elísabet Ormslev segir að hún sé orðin dauðþreytt á að verja sig gegn áreitni karlmanna. Úr einkasafni „Nei andskotinn. Hvenær verðum við látnar í friði?“ spyr söngkonan Elísabet Ormslev í færslu sem hún birti á Facebook en hún hefur tvisvar sinnum á mjög stuttum tíma verið áreitt af karlmanni þegar hún hefur verið gangandi í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir í samtali við Vísi að það sé tímabært að karlmenn átti sig að því að þeir hafi ekki beinan aðgang að konum og að konur séu ekki hlutir sem megi ganga að eins og sjálfsögðum hlut. „Ég vil að við getum átt okkar líkama í friði“ Elísabet segir að hún upplifi ekki beint hræðslu í þessum atvikum. „Aðallega reiði. Svona eins og það væri brotið á mér. Mér fallast bara hendur að þetta skuli ennþá gerast.“ Hún vil halda opinni umræðunni um kynferðislega áreitni og vakti því athygli á málinu á samfélagsmiðlum. „Ég vil að fólk gleymi ekki allri vitundarvakningunni sem hefur átt sér stað síðastliðin ár. Þetta er augljóslega ennþá vandamál. Ég hvet fólk til að hafa þessa umræðu opna því þetta er ekkert búið, þetta er barátta sem er ekki búið að vinna,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Annað atvikið sem hún lýsir átti sér stað um kvöld en hitt um hábjartan dag. Hún segir að það virðist ekki skipta máli staður eða stund. „Í fyrra skiptið var ég stödd fyrir utan Noodle Station hjá Hlemmi að kvöldi til þegar að erlendur maður kom og strauk mér undir brjóstið og sagði mér að hann myndi ríða mér betur en hver sá sem væri að því núna,“ skrifar Elísabet í færslunni sinni. Seinna atvikið átti sér stað nú fyrr í dag. „Um hábjartan dag var ég að labba í Austurstræti og maður hljóp í áttina að mér, kleip í rassinn á mér og tjáði mér þær fréttir „að ég væri að fara heim með sér á stundinni og ég hefði ekkert val um það baby.“ Í bæði skiptin sló ég hendurnar á þeim frá mér og sagði þeim ekki að snerta mig og viðbrögðin voru eins í bæði skiptin: Ég er klikkuð tík,“ útskýrir Elísabet. „Ef ég svara fyrir mig og bregst við að þá einhvern veginn bregðast þeir illa við á móti og láta eins og það sé eitthvað frekar að mér heldur en að þeim og þeirra hegðun.“Ekki bara á djamminu Hún segir að konur séu að upplifa þetta alls staðar, alltaf. „Ekki bara þegar við erum kannski í flegnum bolum á djamminu.“ Í færslunni tekur Elísabet það sérstaklega fram að í dag var hún klædd í íþróttabuxur, bol sem náði upp í háls, ómáluð og með snúð í hárinu. Aðspurð af hverju hún tók það fram svaraði Elísabet: „Þetta eru rök sem fólk sem veit ekki mikið um málið notar oft. Það er bara þannig að sá hugsunargangur tíðkast ennþá í dag, að við séum í rauninni bara að biðja um að vera áreittar ef að við erum klæddar á einhvern ákveðinn hátt. Þetta er bara einn af punktunum sem er svo oft talað um eins og í tengslum við druslugönguna. Eins og bara í beinum tengslum við Druslugönguna, við megum vera klæddar eins og við viljum án þess að fá þessa áreitni á okkur.“ Elísabet segist ekki hafa tölu á því hversu oft hún hafi verið áreitt af karlmönnum enda segir hún í færslunni að hún sé orðin óstjórnlega þreytt á að þurfa að verja sig. „Þetta gerist ekkert bara á djamminu þegar það er áfengi um hönd heldur líka bara um hábjartan dag á laugardegi í Austurstræti, eins í dag eða fyrir framan Noodle Station eins og gerðist fyrir þremur vikum,“ segir Elísabet að lokum. Source code MeToo Reykjavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Nei andskotinn. Hvenær verðum við látnar í friði?“ spyr söngkonan Elísabet Ormslev í færslu sem hún birti á Facebook en hún hefur tvisvar sinnum á mjög stuttum tíma verið áreitt af karlmanni þegar hún hefur verið gangandi í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir í samtali við Vísi að það sé tímabært að karlmenn átti sig að því að þeir hafi ekki beinan aðgang að konum og að konur séu ekki hlutir sem megi ganga að eins og sjálfsögðum hlut. „Ég vil að við getum átt okkar líkama í friði“ Elísabet segir að hún upplifi ekki beint hræðslu í þessum atvikum. „Aðallega reiði. Svona eins og það væri brotið á mér. Mér fallast bara hendur að þetta skuli ennþá gerast.“ Hún vil halda opinni umræðunni um kynferðislega áreitni og vakti því athygli á málinu á samfélagsmiðlum. „Ég vil að fólk gleymi ekki allri vitundarvakningunni sem hefur átt sér stað síðastliðin ár. Þetta er augljóslega ennþá vandamál. Ég hvet fólk til að hafa þessa umræðu opna því þetta er ekkert búið, þetta er barátta sem er ekki búið að vinna,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Annað atvikið sem hún lýsir átti sér stað um kvöld en hitt um hábjartan dag. Hún segir að það virðist ekki skipta máli staður eða stund. „Í fyrra skiptið var ég stödd fyrir utan Noodle Station hjá Hlemmi að kvöldi til þegar að erlendur maður kom og strauk mér undir brjóstið og sagði mér að hann myndi ríða mér betur en hver sá sem væri að því núna,“ skrifar Elísabet í færslunni sinni. Seinna atvikið átti sér stað nú fyrr í dag. „Um hábjartan dag var ég að labba í Austurstræti og maður hljóp í áttina að mér, kleip í rassinn á mér og tjáði mér þær fréttir „að ég væri að fara heim með sér á stundinni og ég hefði ekkert val um það baby.“ Í bæði skiptin sló ég hendurnar á þeim frá mér og sagði þeim ekki að snerta mig og viðbrögðin voru eins í bæði skiptin: Ég er klikkuð tík,“ útskýrir Elísabet. „Ef ég svara fyrir mig og bregst við að þá einhvern veginn bregðast þeir illa við á móti og láta eins og það sé eitthvað frekar að mér heldur en að þeim og þeirra hegðun.“Ekki bara á djamminu Hún segir að konur séu að upplifa þetta alls staðar, alltaf. „Ekki bara þegar við erum kannski í flegnum bolum á djamminu.“ Í færslunni tekur Elísabet það sérstaklega fram að í dag var hún klædd í íþróttabuxur, bol sem náði upp í háls, ómáluð og með snúð í hárinu. Aðspurð af hverju hún tók það fram svaraði Elísabet: „Þetta eru rök sem fólk sem veit ekki mikið um málið notar oft. Það er bara þannig að sá hugsunargangur tíðkast ennþá í dag, að við séum í rauninni bara að biðja um að vera áreittar ef að við erum klæddar á einhvern ákveðinn hátt. Þetta er bara einn af punktunum sem er svo oft talað um eins og í tengslum við druslugönguna. Eins og bara í beinum tengslum við Druslugönguna, við megum vera klæddar eins og við viljum án þess að fá þessa áreitni á okkur.“ Elísabet segist ekki hafa tölu á því hversu oft hún hafi verið áreitt af karlmönnum enda segir hún í færslunni að hún sé orðin óstjórnlega þreytt á að þurfa að verja sig. „Þetta gerist ekkert bara á djamminu þegar það er áfengi um hönd heldur líka bara um hábjartan dag á laugardegi í Austurstræti, eins í dag eða fyrir framan Noodle Station eins og gerðist fyrir þremur vikum,“ segir Elísabet að lokum. Source code
MeToo Reykjavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira