Trump þrýsti á forseta Úkraínu að rannsaka son Joe Biden Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2019 10:20 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, (t.v.) og Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, (t.h.) munu funda í næstu viku. getty/Sergei Chuzavkov/Olivier Douliery Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa beitt úkraínska forsetann, Volodymyr Zelensky, þrýstingi til að láta rannsaka son Joseph Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Þetta segja vitni að símtalinu í júlí þegar málið kom upp en talið er að rannsóknin sé liður í framboðsundirbúningi forsetans fyrir forsetakosningar árið 2020. Trump á þá að hafa ítrekað beðið Zelensky að ræða við lögmann sinn, Rudolph W. Giuliani, en hann hafði þá hvatt yfirvöld í Kænugarði að hefja rannsókn á Biden og fjölskyldu hans. Þá á meðlimur bandarísku leyniþjónustunnar að hafa kvartað yfir þessari beiðni Trumps og samkvæmt heimildum New York Times tengist kvörtunin einnig afskiptum Trumps af Úkraínu.Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna.getty/Mark WilsonBiden er einn frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta. Forsetinn núverandi hefur ekki farið leynt með það að hann vilji að Úkraína rannsaki hvort eitthvað misjafnt hafi farið fram á meðan Biden sinnti pólitísku starfi í Úkraínu og sonur hans starfaði fyrir gas fyrirtæki sem er í eigu úkraínsk valdamanns. Trump sagði í samtali við fréttamenn á föstudag að „einhver ætti að rannsaka Biden“ þegar hann var spurður út í símtalið. Þá hafa vaknað upp spurningar í kjölfarið um afskipti Trumps í Úkraínu sem enn stendur í átökum við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins sem hljóta stuðning Rússa. Þá hafði hernaðaraðstoð Bandaríkjanna í Úkraínu ekki verið virk í margar vikur þegar forsetinn kallaði eftir rannsókninni.Hunter Biden (t.v.) ásamt föður sínum Joe Biden (t.h.).getty/ Teresa KroegerBandaríkin drógu til baka hernaðaraðstoð í Úkraínu í byrjun júlí en það var ekki rætt í símtalinu þann 25. júlí. Ríkisstjórn Zelensky komst ekki að því fyrr en í ágúst að hernaðaraðstoð hafði verið hætt. Fulltrúar Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa þegar hafið rannsókn á því hvort Trump hafi breytt utanríkisstefnu Bandaríkjanna til þess að hún hagnaðist honum persónulega og hafa rannsakendur óskað eftir afriti af símtalinu við Zelensky. Trump og lögmaður hans, Guiliani, hafa krafist rannsókna á Biden fjölskylduna í margar vikur eftir að fréttamiðlar vestanhafs rannsökuðu hvort úkraínskt orkufyrirtæki hafi leitast eftir áhrifum í Washington með því að ráða son Bidens, Hunter Biden, til starfa. Hunter Biden starfaði í Úkraínu á meðan faðir hans var varaforseti.Rudolph W. Giuliani, lögmaður Donalds Trump stendur fyrir miðju.getty/ J. KempinÁ meðan Biden var varaforseti sá hann um mál Obama stjórnar í Úkraínu og sá að hluta til um hernaðaraðstoð Bandaríkjanna þar í landi auk þess sem hann lagði mikla áherslu á spillingarmál innan Úkraínskra stjórnvalda. Snemma árs 2016 hótaði hann því að Bandaríkin myndu frysta lán upp á 1 milljarð Bandaríkjadala, sem nemur 125 milljörðum íslenskra króna, ef ríkissaksóknara Úkraínu yrði ekki sagt upp störfum. Hann hafði verið sakaður um að hundsa gríðarlega spillingu innan stjórnkerfisins. Úkraína varð við kröfum Biden sem kom Hunter Biden vel en hann var stjórnarmeðlimur orkufyrirtækis sem ríkissaksóknarinn hugðist rannsaka. Á föstudag sakaði Biden Trump um að nota völd Bandaríkjanna til að fá „pólitískan greiða.“ Þá krafðist hann þess að forsetinn birti afrit af símtali hans við Zelensky og sagði að ef sögusagnir væru sannar „væru engin takmörk fyrir því hve Trump væri ákveðinn að misnota vald sitt og auðmýkja landið.“ Trump og Zelensky munu funda í næstu viku þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í New York. Bandaríkjastjórn segir ekki víst að forsetarnir munu funda í Hvíta húsinu, sem Zelensky telur mjög mikilvægt til að halda sambandi ríkjanna góðu. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa beitt úkraínska forsetann, Volodymyr Zelensky, þrýstingi til að láta rannsaka son Joseph Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Þetta segja vitni að símtalinu í júlí þegar málið kom upp en talið er að rannsóknin sé liður í framboðsundirbúningi forsetans fyrir forsetakosningar árið 2020. Trump á þá að hafa ítrekað beðið Zelensky að ræða við lögmann sinn, Rudolph W. Giuliani, en hann hafði þá hvatt yfirvöld í Kænugarði að hefja rannsókn á Biden og fjölskyldu hans. Þá á meðlimur bandarísku leyniþjónustunnar að hafa kvartað yfir þessari beiðni Trumps og samkvæmt heimildum New York Times tengist kvörtunin einnig afskiptum Trumps af Úkraínu.Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna.getty/Mark WilsonBiden er einn frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta. Forsetinn núverandi hefur ekki farið leynt með það að hann vilji að Úkraína rannsaki hvort eitthvað misjafnt hafi farið fram á meðan Biden sinnti pólitísku starfi í Úkraínu og sonur hans starfaði fyrir gas fyrirtæki sem er í eigu úkraínsk valdamanns. Trump sagði í samtali við fréttamenn á föstudag að „einhver ætti að rannsaka Biden“ þegar hann var spurður út í símtalið. Þá hafa vaknað upp spurningar í kjölfarið um afskipti Trumps í Úkraínu sem enn stendur í átökum við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins sem hljóta stuðning Rússa. Þá hafði hernaðaraðstoð Bandaríkjanna í Úkraínu ekki verið virk í margar vikur þegar forsetinn kallaði eftir rannsókninni.Hunter Biden (t.v.) ásamt föður sínum Joe Biden (t.h.).getty/ Teresa KroegerBandaríkin drógu til baka hernaðaraðstoð í Úkraínu í byrjun júlí en það var ekki rætt í símtalinu þann 25. júlí. Ríkisstjórn Zelensky komst ekki að því fyrr en í ágúst að hernaðaraðstoð hafði verið hætt. Fulltrúar Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa þegar hafið rannsókn á því hvort Trump hafi breytt utanríkisstefnu Bandaríkjanna til þess að hún hagnaðist honum persónulega og hafa rannsakendur óskað eftir afriti af símtalinu við Zelensky. Trump og lögmaður hans, Guiliani, hafa krafist rannsókna á Biden fjölskylduna í margar vikur eftir að fréttamiðlar vestanhafs rannsökuðu hvort úkraínskt orkufyrirtæki hafi leitast eftir áhrifum í Washington með því að ráða son Bidens, Hunter Biden, til starfa. Hunter Biden starfaði í Úkraínu á meðan faðir hans var varaforseti.Rudolph W. Giuliani, lögmaður Donalds Trump stendur fyrir miðju.getty/ J. KempinÁ meðan Biden var varaforseti sá hann um mál Obama stjórnar í Úkraínu og sá að hluta til um hernaðaraðstoð Bandaríkjanna þar í landi auk þess sem hann lagði mikla áherslu á spillingarmál innan Úkraínskra stjórnvalda. Snemma árs 2016 hótaði hann því að Bandaríkin myndu frysta lán upp á 1 milljarð Bandaríkjadala, sem nemur 125 milljörðum íslenskra króna, ef ríkissaksóknara Úkraínu yrði ekki sagt upp störfum. Hann hafði verið sakaður um að hundsa gríðarlega spillingu innan stjórnkerfisins. Úkraína varð við kröfum Biden sem kom Hunter Biden vel en hann var stjórnarmeðlimur orkufyrirtækis sem ríkissaksóknarinn hugðist rannsaka. Á föstudag sakaði Biden Trump um að nota völd Bandaríkjanna til að fá „pólitískan greiða.“ Þá krafðist hann þess að forsetinn birti afrit af símtali hans við Zelensky og sagði að ef sögusagnir væru sannar „væru engin takmörk fyrir því hve Trump væri ákveðinn að misnota vald sitt og auðmýkja landið.“ Trump og Zelensky munu funda í næstu viku þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í New York. Bandaríkjastjórn segir ekki víst að forsetarnir munu funda í Hvíta húsinu, sem Zelensky telur mjög mikilvægt til að halda sambandi ríkjanna góðu.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira