Trump þrýsti á forseta Úkraínu að rannsaka son Joe Biden Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2019 10:20 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, (t.v.) og Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, (t.h.) munu funda í næstu viku. getty/Sergei Chuzavkov/Olivier Douliery Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa beitt úkraínska forsetann, Volodymyr Zelensky, þrýstingi til að láta rannsaka son Joseph Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Þetta segja vitni að símtalinu í júlí þegar málið kom upp en talið er að rannsóknin sé liður í framboðsundirbúningi forsetans fyrir forsetakosningar árið 2020. Trump á þá að hafa ítrekað beðið Zelensky að ræða við lögmann sinn, Rudolph W. Giuliani, en hann hafði þá hvatt yfirvöld í Kænugarði að hefja rannsókn á Biden og fjölskyldu hans. Þá á meðlimur bandarísku leyniþjónustunnar að hafa kvartað yfir þessari beiðni Trumps og samkvæmt heimildum New York Times tengist kvörtunin einnig afskiptum Trumps af Úkraínu.Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna.getty/Mark WilsonBiden er einn frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta. Forsetinn núverandi hefur ekki farið leynt með það að hann vilji að Úkraína rannsaki hvort eitthvað misjafnt hafi farið fram á meðan Biden sinnti pólitísku starfi í Úkraínu og sonur hans starfaði fyrir gas fyrirtæki sem er í eigu úkraínsk valdamanns. Trump sagði í samtali við fréttamenn á föstudag að „einhver ætti að rannsaka Biden“ þegar hann var spurður út í símtalið. Þá hafa vaknað upp spurningar í kjölfarið um afskipti Trumps í Úkraínu sem enn stendur í átökum við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins sem hljóta stuðning Rússa. Þá hafði hernaðaraðstoð Bandaríkjanna í Úkraínu ekki verið virk í margar vikur þegar forsetinn kallaði eftir rannsókninni.Hunter Biden (t.v.) ásamt föður sínum Joe Biden (t.h.).getty/ Teresa KroegerBandaríkin drógu til baka hernaðaraðstoð í Úkraínu í byrjun júlí en það var ekki rætt í símtalinu þann 25. júlí. Ríkisstjórn Zelensky komst ekki að því fyrr en í ágúst að hernaðaraðstoð hafði verið hætt. Fulltrúar Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa þegar hafið rannsókn á því hvort Trump hafi breytt utanríkisstefnu Bandaríkjanna til þess að hún hagnaðist honum persónulega og hafa rannsakendur óskað eftir afriti af símtalinu við Zelensky. Trump og lögmaður hans, Guiliani, hafa krafist rannsókna á Biden fjölskylduna í margar vikur eftir að fréttamiðlar vestanhafs rannsökuðu hvort úkraínskt orkufyrirtæki hafi leitast eftir áhrifum í Washington með því að ráða son Bidens, Hunter Biden, til starfa. Hunter Biden starfaði í Úkraínu á meðan faðir hans var varaforseti.Rudolph W. Giuliani, lögmaður Donalds Trump stendur fyrir miðju.getty/ J. KempinÁ meðan Biden var varaforseti sá hann um mál Obama stjórnar í Úkraínu og sá að hluta til um hernaðaraðstoð Bandaríkjanna þar í landi auk þess sem hann lagði mikla áherslu á spillingarmál innan Úkraínskra stjórnvalda. Snemma árs 2016 hótaði hann því að Bandaríkin myndu frysta lán upp á 1 milljarð Bandaríkjadala, sem nemur 125 milljörðum íslenskra króna, ef ríkissaksóknara Úkraínu yrði ekki sagt upp störfum. Hann hafði verið sakaður um að hundsa gríðarlega spillingu innan stjórnkerfisins. Úkraína varð við kröfum Biden sem kom Hunter Biden vel en hann var stjórnarmeðlimur orkufyrirtækis sem ríkissaksóknarinn hugðist rannsaka. Á föstudag sakaði Biden Trump um að nota völd Bandaríkjanna til að fá „pólitískan greiða.“ Þá krafðist hann þess að forsetinn birti afrit af símtali hans við Zelensky og sagði að ef sögusagnir væru sannar „væru engin takmörk fyrir því hve Trump væri ákveðinn að misnota vald sitt og auðmýkja landið.“ Trump og Zelensky munu funda í næstu viku þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í New York. Bandaríkjastjórn segir ekki víst að forsetarnir munu funda í Hvíta húsinu, sem Zelensky telur mjög mikilvægt til að halda sambandi ríkjanna góðu. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa beitt úkraínska forsetann, Volodymyr Zelensky, þrýstingi til að láta rannsaka son Joseph Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Þetta segja vitni að símtalinu í júlí þegar málið kom upp en talið er að rannsóknin sé liður í framboðsundirbúningi forsetans fyrir forsetakosningar árið 2020. Trump á þá að hafa ítrekað beðið Zelensky að ræða við lögmann sinn, Rudolph W. Giuliani, en hann hafði þá hvatt yfirvöld í Kænugarði að hefja rannsókn á Biden og fjölskyldu hans. Þá á meðlimur bandarísku leyniþjónustunnar að hafa kvartað yfir þessari beiðni Trumps og samkvæmt heimildum New York Times tengist kvörtunin einnig afskiptum Trumps af Úkraínu.Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna.getty/Mark WilsonBiden er einn frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta. Forsetinn núverandi hefur ekki farið leynt með það að hann vilji að Úkraína rannsaki hvort eitthvað misjafnt hafi farið fram á meðan Biden sinnti pólitísku starfi í Úkraínu og sonur hans starfaði fyrir gas fyrirtæki sem er í eigu úkraínsk valdamanns. Trump sagði í samtali við fréttamenn á föstudag að „einhver ætti að rannsaka Biden“ þegar hann var spurður út í símtalið. Þá hafa vaknað upp spurningar í kjölfarið um afskipti Trumps í Úkraínu sem enn stendur í átökum við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins sem hljóta stuðning Rússa. Þá hafði hernaðaraðstoð Bandaríkjanna í Úkraínu ekki verið virk í margar vikur þegar forsetinn kallaði eftir rannsókninni.Hunter Biden (t.v.) ásamt föður sínum Joe Biden (t.h.).getty/ Teresa KroegerBandaríkin drógu til baka hernaðaraðstoð í Úkraínu í byrjun júlí en það var ekki rætt í símtalinu þann 25. júlí. Ríkisstjórn Zelensky komst ekki að því fyrr en í ágúst að hernaðaraðstoð hafði verið hætt. Fulltrúar Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa þegar hafið rannsókn á því hvort Trump hafi breytt utanríkisstefnu Bandaríkjanna til þess að hún hagnaðist honum persónulega og hafa rannsakendur óskað eftir afriti af símtalinu við Zelensky. Trump og lögmaður hans, Guiliani, hafa krafist rannsókna á Biden fjölskylduna í margar vikur eftir að fréttamiðlar vestanhafs rannsökuðu hvort úkraínskt orkufyrirtæki hafi leitast eftir áhrifum í Washington með því að ráða son Bidens, Hunter Biden, til starfa. Hunter Biden starfaði í Úkraínu á meðan faðir hans var varaforseti.Rudolph W. Giuliani, lögmaður Donalds Trump stendur fyrir miðju.getty/ J. KempinÁ meðan Biden var varaforseti sá hann um mál Obama stjórnar í Úkraínu og sá að hluta til um hernaðaraðstoð Bandaríkjanna þar í landi auk þess sem hann lagði mikla áherslu á spillingarmál innan Úkraínskra stjórnvalda. Snemma árs 2016 hótaði hann því að Bandaríkin myndu frysta lán upp á 1 milljarð Bandaríkjadala, sem nemur 125 milljörðum íslenskra króna, ef ríkissaksóknara Úkraínu yrði ekki sagt upp störfum. Hann hafði verið sakaður um að hundsa gríðarlega spillingu innan stjórnkerfisins. Úkraína varð við kröfum Biden sem kom Hunter Biden vel en hann var stjórnarmeðlimur orkufyrirtækis sem ríkissaksóknarinn hugðist rannsaka. Á föstudag sakaði Biden Trump um að nota völd Bandaríkjanna til að fá „pólitískan greiða.“ Þá krafðist hann þess að forsetinn birti afrit af símtali hans við Zelensky og sagði að ef sögusagnir væru sannar „væru engin takmörk fyrir því hve Trump væri ákveðinn að misnota vald sitt og auðmýkja landið.“ Trump og Zelensky munu funda í næstu viku þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í New York. Bandaríkjastjórn segir ekki víst að forsetarnir munu funda í Hvíta húsinu, sem Zelensky telur mjög mikilvægt til að halda sambandi ríkjanna góðu.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira