Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 20. september 2019 22:30 Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. Lögmaðurinn sem hefur árangurslaust leitað sátta segir orð og gjörðir ekki fara saman hjá forystu Eflingar. Efling hefur enn ekki samið um starfslok við fjármálastjóra og bókara hjá Eflingu stéttarfélagi en þær fóru í veikindaleyfi síðasta haust. Í viðtali við Stöð 2 sögðust þær hafa hrökklast úr starfi vegna framkomu nýrrar forystu félagsins. Þær hafa leitað til hæstaréttarlögmanns vegna málsins auk fyrrverandi skrifstofustjóra og sviðsstjóra hjá Eflingu sem voru reknir úr starfi.Sjá einnig: Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot „Sem að var tilkynnt um að hann myndi ekki verða áfram skrifstofustjóri, það var gert á starfsmannafundi án þess að það hafi verið sérstaklega rætt við hann áður,“ segir Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður starfsmannanna. Skrifstofustjórinn gekk frá starfslokasamningi. „Sem hann óskaði síðan eftir að yrði tekinn upp vegna ákveðinna forsendna sem að urðu, breytingar sem urðu á hans högum sem hann óskaði leiðréttingar á.“ Lára segir að fjórða málið hafi svo komið á sitt borð eftir að aðstoðarmanni sviðsstjóra og þjónustufulltrúa í fræðslussjóði var fyrirvaralaust sagt upp störfum á dögunum. Hún segir að ekki hafi verið farið að reglum Eflingar við uppsögnina. „Annað hvort að veita starfsmanni áminningu vegna ófullnægjandi starfa og fylgja því ferli eftir eða þá verða að vera raunverulegar skipulagsbreytingar á ferðinni til að hægt sé að beita því ákvæði og við getum ekki séð að það sé um neitt slíkt að ræða í þessu tilviki.“ Lára sem hefur haft mál skrifstofustjórans, fjármálastjóra og bókara hjá sér síðan síðasta haust segir ekkert hafa sáttaumleitun við Eflingu. Þá hafi verið leitað til Starfsgreinasambandsins, VR og Alþýðusambandsins en ekkert hafi miðað áfram í málunum. Ef sættir takist ekki þurfi að fara annað með málin. „Það er ekki alveg það sama sem fólk predikar og hvað fólk iðkar og því miður að þá virðast þau sjónarmið sem verið er að ræða um að skorti á hjá öðrum atvinnurekendum ekkert síður eiga við á þessum stað, því miður.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. Lögmaðurinn sem hefur árangurslaust leitað sátta segir orð og gjörðir ekki fara saman hjá forystu Eflingar. Efling hefur enn ekki samið um starfslok við fjármálastjóra og bókara hjá Eflingu stéttarfélagi en þær fóru í veikindaleyfi síðasta haust. Í viðtali við Stöð 2 sögðust þær hafa hrökklast úr starfi vegna framkomu nýrrar forystu félagsins. Þær hafa leitað til hæstaréttarlögmanns vegna málsins auk fyrrverandi skrifstofustjóra og sviðsstjóra hjá Eflingu sem voru reknir úr starfi.Sjá einnig: Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot „Sem að var tilkynnt um að hann myndi ekki verða áfram skrifstofustjóri, það var gert á starfsmannafundi án þess að það hafi verið sérstaklega rætt við hann áður,“ segir Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður starfsmannanna. Skrifstofustjórinn gekk frá starfslokasamningi. „Sem hann óskaði síðan eftir að yrði tekinn upp vegna ákveðinna forsendna sem að urðu, breytingar sem urðu á hans högum sem hann óskaði leiðréttingar á.“ Lára segir að fjórða málið hafi svo komið á sitt borð eftir að aðstoðarmanni sviðsstjóra og þjónustufulltrúa í fræðslussjóði var fyrirvaralaust sagt upp störfum á dögunum. Hún segir að ekki hafi verið farið að reglum Eflingar við uppsögnina. „Annað hvort að veita starfsmanni áminningu vegna ófullnægjandi starfa og fylgja því ferli eftir eða þá verða að vera raunverulegar skipulagsbreytingar á ferðinni til að hægt sé að beita því ákvæði og við getum ekki séð að það sé um neitt slíkt að ræða í þessu tilviki.“ Lára sem hefur haft mál skrifstofustjórans, fjármálastjóra og bókara hjá sér síðan síðasta haust segir ekkert hafa sáttaumleitun við Eflingu. Þá hafi verið leitað til Starfsgreinasambandsins, VR og Alþýðusambandsins en ekkert hafi miðað áfram í málunum. Ef sættir takist ekki þurfi að fara annað með málin. „Það er ekki alveg það sama sem fólk predikar og hvað fólk iðkar og því miður að þá virðast þau sjónarmið sem verið er að ræða um að skorti á hjá öðrum atvinnurekendum ekkert síður eiga við á þessum stað, því miður.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45