Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2019 20:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, ræðir við Stöðvar 2-menn í dag. Vísir/Vilhelm, Icelandair hefur frestað ákvörðun um endurnýjun flugflotans, sem til stóð að taka fyrir mánaðamót, vegna óvissu um Boeing 737 MAX-vélarnar. Forstjórinn segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að það muni fara leikandi í gegnum MAX-kyrrsetninguna. Rætt var við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, í fréttum Stöðvar 2. Icelandair tilkynnti síðdegis að félagið hefði gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem það hefði orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. Upplýsingar um samkomulagið eru trúnaðarmál og munu viðræður við Boeing halda áfram um að fá heildartjónið bætt.Sjá nánar hér: Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur. Ráðamenn Icelandair skýrðu frá því fyrr á árinu að þeir væru að skoða þrjá möguleika við endurskoðun flotastefnu félagsins: Í fyrsta lagi óbreyttan flota næstu fimm árin með nýju MAX-vélunum og halda lengur í gömlu 757 og 767-vélarnar. Í öðru lagi að fara fyrr úr 757 vélunum en taka Airbus A321 inn með MAX-vélunum. Og í þriðja lagi að skipta alfarið yfir í Airbus-vélar.Boeing 767 og 757-vélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Félagið leitar að heppilegum arftaka þeirra.Vísir/Vilhelm.Þegar hver vél kostar í kringum tíu milljarða króna, jafnvel meira, er ljóst að verið er að tala um ákvörðun upp á kannski 100-200 milljarða króna, - ákvörðun sem til stóð að taka á þriðja ársfjórðungi, fyrir lok septembermánaðar, - en hefur núna verið frestað. Forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, segir ástæðuna vera óvissuna vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. En hvenær er líklegt að niðurstaða um nýja flotastefnu liggi fyrir? „Ja, bara þegar við höfum svona skýrari mynd á MAX-málið, þá mun þessi ákvörðun verða tekin.“Boeing 797, breiðþota af minni gerðinni, hefur verið talin mögulegur valkostur fyrir Icelandair. Boeing hefur frestað ákvörðun um smíði hennar meðan óvissa er um MAX-vélina.En vill Icelandair bíða eftir því hvort Boeing ákveði smíði nýrrar þotu sem nefnd er 797? „Nei, það er ekki hluti af þessari vinnu, sem við erum að vinna núna, hvorki að bíða eftir henni né í rauninni að skoða hana.“ Forstjóri Icelandair hafði raunar áður lýst því yfir að Airbus byði fram besta arftaka Boeing 757. „Ja, þessi Airbus-vél, 321 LR og svo XLR, hún getur gert ansi margt í okkar leiðakerfi og við erum þessvegna að skoða hana mjög vel,“ segir Bogi Nils.Airbus A321XLR var kynnt til leiks á flugsýningunni í París í vor. Hún þykir einhver sterkasti arftaki Boeing 757.Teikning/Airbus.Kyrrsetning MAX-vélanna gæti dregist enn frekar. Þannig sagðist forstjóri Ryanair í gær telja raunhæft að fá þær í notkun í kringum mánaðamótin febrúar-mars. Icelandair miðar við janúar. „Það er náttúrulega alltaf með hverjum deginum sem líður, án þess að við fáum einhverjar svona upplýsingar sem hönd er á festandi, þá getur verið að þetta tefjist enn lengra. En janúar er ennþá sú dagsetning sem við erum að miða við,“ segir Bogi.Bogi Nils Bogason í viðtali við Stöð 2 í dag.Vísir/Vilhelm.Athygli vakti í gær að hagfræðiprófessorinn Gylfi Zoëga velti upp þeirri spurningu á þingnefndarfundi hvenær eiginfjárstaða Icelandair kæmist á hættulegt stig. Sjá hér: Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing „Að mínu mati voru þessi ummæli hans mjög ógætileg fyrir mann í hans stöðu á þessum vettvangi. Við höfum haft þá stefnu að vera með mjög sterka lausafjárstöðu og eiginfjárstöðu. Ef við kíkjum á efnahagsreikning félagsins í síðasta uppgjöri 30. júní þá er staðan sterk. MAX-málið er náttúrlega að hafa mikil áhrif og við erum í viðræðum við Boeing hvað varðar bætur og þeim miðar ágætlega. En staðan er það sterk að við förum alveg í gegnum þetta leikandi,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Icelandair hefur frestað ákvörðun um endurnýjun flugflotans, sem til stóð að taka fyrir mánaðamót, vegna óvissu um Boeing 737 MAX-vélarnar. Forstjórinn segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að það muni fara leikandi í gegnum MAX-kyrrsetninguna. Rætt var við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, í fréttum Stöðvar 2. Icelandair tilkynnti síðdegis að félagið hefði gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem það hefði orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. Upplýsingar um samkomulagið eru trúnaðarmál og munu viðræður við Boeing halda áfram um að fá heildartjónið bætt.Sjá nánar hér: Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur. Ráðamenn Icelandair skýrðu frá því fyrr á árinu að þeir væru að skoða þrjá möguleika við endurskoðun flotastefnu félagsins: Í fyrsta lagi óbreyttan flota næstu fimm árin með nýju MAX-vélunum og halda lengur í gömlu 757 og 767-vélarnar. Í öðru lagi að fara fyrr úr 757 vélunum en taka Airbus A321 inn með MAX-vélunum. Og í þriðja lagi að skipta alfarið yfir í Airbus-vélar.Boeing 767 og 757-vélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Félagið leitar að heppilegum arftaka þeirra.Vísir/Vilhelm.Þegar hver vél kostar í kringum tíu milljarða króna, jafnvel meira, er ljóst að verið er að tala um ákvörðun upp á kannski 100-200 milljarða króna, - ákvörðun sem til stóð að taka á þriðja ársfjórðungi, fyrir lok septembermánaðar, - en hefur núna verið frestað. Forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, segir ástæðuna vera óvissuna vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. En hvenær er líklegt að niðurstaða um nýja flotastefnu liggi fyrir? „Ja, bara þegar við höfum svona skýrari mynd á MAX-málið, þá mun þessi ákvörðun verða tekin.“Boeing 797, breiðþota af minni gerðinni, hefur verið talin mögulegur valkostur fyrir Icelandair. Boeing hefur frestað ákvörðun um smíði hennar meðan óvissa er um MAX-vélina.En vill Icelandair bíða eftir því hvort Boeing ákveði smíði nýrrar þotu sem nefnd er 797? „Nei, það er ekki hluti af þessari vinnu, sem við erum að vinna núna, hvorki að bíða eftir henni né í rauninni að skoða hana.“ Forstjóri Icelandair hafði raunar áður lýst því yfir að Airbus byði fram besta arftaka Boeing 757. „Ja, þessi Airbus-vél, 321 LR og svo XLR, hún getur gert ansi margt í okkar leiðakerfi og við erum þessvegna að skoða hana mjög vel,“ segir Bogi Nils.Airbus A321XLR var kynnt til leiks á flugsýningunni í París í vor. Hún þykir einhver sterkasti arftaki Boeing 757.Teikning/Airbus.Kyrrsetning MAX-vélanna gæti dregist enn frekar. Þannig sagðist forstjóri Ryanair í gær telja raunhæft að fá þær í notkun í kringum mánaðamótin febrúar-mars. Icelandair miðar við janúar. „Það er náttúrulega alltaf með hverjum deginum sem líður, án þess að við fáum einhverjar svona upplýsingar sem hönd er á festandi, þá getur verið að þetta tefjist enn lengra. En janúar er ennþá sú dagsetning sem við erum að miða við,“ segir Bogi.Bogi Nils Bogason í viðtali við Stöð 2 í dag.Vísir/Vilhelm.Athygli vakti í gær að hagfræðiprófessorinn Gylfi Zoëga velti upp þeirri spurningu á þingnefndarfundi hvenær eiginfjárstaða Icelandair kæmist á hættulegt stig. Sjá hér: Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing „Að mínu mati voru þessi ummæli hans mjög ógætileg fyrir mann í hans stöðu á þessum vettvangi. Við höfum haft þá stefnu að vera með mjög sterka lausafjárstöðu og eiginfjárstöðu. Ef við kíkjum á efnahagsreikning félagsins í síðasta uppgjöri 30. júní þá er staðan sterk. MAX-málið er náttúrlega að hafa mikil áhrif og við erum í viðræðum við Boeing hvað varðar bætur og þeim miðar ágætlega. En staðan er það sterk að við förum alveg í gegnum þetta leikandi,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28
Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00