Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2019 20:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, ræðir við Stöðvar 2-menn í dag. Vísir/Vilhelm, Icelandair hefur frestað ákvörðun um endurnýjun flugflotans, sem til stóð að taka fyrir mánaðamót, vegna óvissu um Boeing 737 MAX-vélarnar. Forstjórinn segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að það muni fara leikandi í gegnum MAX-kyrrsetninguna. Rætt var við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, í fréttum Stöðvar 2. Icelandair tilkynnti síðdegis að félagið hefði gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem það hefði orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. Upplýsingar um samkomulagið eru trúnaðarmál og munu viðræður við Boeing halda áfram um að fá heildartjónið bætt.Sjá nánar hér: Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur. Ráðamenn Icelandair skýrðu frá því fyrr á árinu að þeir væru að skoða þrjá möguleika við endurskoðun flotastefnu félagsins: Í fyrsta lagi óbreyttan flota næstu fimm árin með nýju MAX-vélunum og halda lengur í gömlu 757 og 767-vélarnar. Í öðru lagi að fara fyrr úr 757 vélunum en taka Airbus A321 inn með MAX-vélunum. Og í þriðja lagi að skipta alfarið yfir í Airbus-vélar.Boeing 767 og 757-vélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Félagið leitar að heppilegum arftaka þeirra.Vísir/Vilhelm.Þegar hver vél kostar í kringum tíu milljarða króna, jafnvel meira, er ljóst að verið er að tala um ákvörðun upp á kannski 100-200 milljarða króna, - ákvörðun sem til stóð að taka á þriðja ársfjórðungi, fyrir lok septembermánaðar, - en hefur núna verið frestað. Forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, segir ástæðuna vera óvissuna vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. En hvenær er líklegt að niðurstaða um nýja flotastefnu liggi fyrir? „Ja, bara þegar við höfum svona skýrari mynd á MAX-málið, þá mun þessi ákvörðun verða tekin.“Boeing 797, breiðþota af minni gerðinni, hefur verið talin mögulegur valkostur fyrir Icelandair. Boeing hefur frestað ákvörðun um smíði hennar meðan óvissa er um MAX-vélina.En vill Icelandair bíða eftir því hvort Boeing ákveði smíði nýrrar þotu sem nefnd er 797? „Nei, það er ekki hluti af þessari vinnu, sem við erum að vinna núna, hvorki að bíða eftir henni né í rauninni að skoða hana.“ Forstjóri Icelandair hafði raunar áður lýst því yfir að Airbus byði fram besta arftaka Boeing 757. „Ja, þessi Airbus-vél, 321 LR og svo XLR, hún getur gert ansi margt í okkar leiðakerfi og við erum þessvegna að skoða hana mjög vel,“ segir Bogi Nils.Airbus A321XLR var kynnt til leiks á flugsýningunni í París í vor. Hún þykir einhver sterkasti arftaki Boeing 757.Teikning/Airbus.Kyrrsetning MAX-vélanna gæti dregist enn frekar. Þannig sagðist forstjóri Ryanair í gær telja raunhæft að fá þær í notkun í kringum mánaðamótin febrúar-mars. Icelandair miðar við janúar. „Það er náttúrulega alltaf með hverjum deginum sem líður, án þess að við fáum einhverjar svona upplýsingar sem hönd er á festandi, þá getur verið að þetta tefjist enn lengra. En janúar er ennþá sú dagsetning sem við erum að miða við,“ segir Bogi.Bogi Nils Bogason í viðtali við Stöð 2 í dag.Vísir/Vilhelm.Athygli vakti í gær að hagfræðiprófessorinn Gylfi Zoëga velti upp þeirri spurningu á þingnefndarfundi hvenær eiginfjárstaða Icelandair kæmist á hættulegt stig. Sjá hér: Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing „Að mínu mati voru þessi ummæli hans mjög ógætileg fyrir mann í hans stöðu á þessum vettvangi. Við höfum haft þá stefnu að vera með mjög sterka lausafjárstöðu og eiginfjárstöðu. Ef við kíkjum á efnahagsreikning félagsins í síðasta uppgjöri 30. júní þá er staðan sterk. MAX-málið er náttúrlega að hafa mikil áhrif og við erum í viðræðum við Boeing hvað varðar bætur og þeim miðar ágætlega. En staðan er það sterk að við förum alveg í gegnum þetta leikandi,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Icelandair hefur frestað ákvörðun um endurnýjun flugflotans, sem til stóð að taka fyrir mánaðamót, vegna óvissu um Boeing 737 MAX-vélarnar. Forstjórinn segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að það muni fara leikandi í gegnum MAX-kyrrsetninguna. Rætt var við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, í fréttum Stöðvar 2. Icelandair tilkynnti síðdegis að félagið hefði gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem það hefði orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. Upplýsingar um samkomulagið eru trúnaðarmál og munu viðræður við Boeing halda áfram um að fá heildartjónið bætt.Sjá nánar hér: Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur. Ráðamenn Icelandair skýrðu frá því fyrr á árinu að þeir væru að skoða þrjá möguleika við endurskoðun flotastefnu félagsins: Í fyrsta lagi óbreyttan flota næstu fimm árin með nýju MAX-vélunum og halda lengur í gömlu 757 og 767-vélarnar. Í öðru lagi að fara fyrr úr 757 vélunum en taka Airbus A321 inn með MAX-vélunum. Og í þriðja lagi að skipta alfarið yfir í Airbus-vélar.Boeing 767 og 757-vélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Félagið leitar að heppilegum arftaka þeirra.Vísir/Vilhelm.Þegar hver vél kostar í kringum tíu milljarða króna, jafnvel meira, er ljóst að verið er að tala um ákvörðun upp á kannski 100-200 milljarða króna, - ákvörðun sem til stóð að taka á þriðja ársfjórðungi, fyrir lok septembermánaðar, - en hefur núna verið frestað. Forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, segir ástæðuna vera óvissuna vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. En hvenær er líklegt að niðurstaða um nýja flotastefnu liggi fyrir? „Ja, bara þegar við höfum svona skýrari mynd á MAX-málið, þá mun þessi ákvörðun verða tekin.“Boeing 797, breiðþota af minni gerðinni, hefur verið talin mögulegur valkostur fyrir Icelandair. Boeing hefur frestað ákvörðun um smíði hennar meðan óvissa er um MAX-vélina.En vill Icelandair bíða eftir því hvort Boeing ákveði smíði nýrrar þotu sem nefnd er 797? „Nei, það er ekki hluti af þessari vinnu, sem við erum að vinna núna, hvorki að bíða eftir henni né í rauninni að skoða hana.“ Forstjóri Icelandair hafði raunar áður lýst því yfir að Airbus byði fram besta arftaka Boeing 757. „Ja, þessi Airbus-vél, 321 LR og svo XLR, hún getur gert ansi margt í okkar leiðakerfi og við erum þessvegna að skoða hana mjög vel,“ segir Bogi Nils.Airbus A321XLR var kynnt til leiks á flugsýningunni í París í vor. Hún þykir einhver sterkasti arftaki Boeing 757.Teikning/Airbus.Kyrrsetning MAX-vélanna gæti dregist enn frekar. Þannig sagðist forstjóri Ryanair í gær telja raunhæft að fá þær í notkun í kringum mánaðamótin febrúar-mars. Icelandair miðar við janúar. „Það er náttúrulega alltaf með hverjum deginum sem líður, án þess að við fáum einhverjar svona upplýsingar sem hönd er á festandi, þá getur verið að þetta tefjist enn lengra. En janúar er ennþá sú dagsetning sem við erum að miða við,“ segir Bogi.Bogi Nils Bogason í viðtali við Stöð 2 í dag.Vísir/Vilhelm.Athygli vakti í gær að hagfræðiprófessorinn Gylfi Zoëga velti upp þeirri spurningu á þingnefndarfundi hvenær eiginfjárstaða Icelandair kæmist á hættulegt stig. Sjá hér: Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing „Að mínu mati voru þessi ummæli hans mjög ógætileg fyrir mann í hans stöðu á þessum vettvangi. Við höfum haft þá stefnu að vera með mjög sterka lausafjárstöðu og eiginfjárstöðu. Ef við kíkjum á efnahagsreikning félagsins í síðasta uppgjöri 30. júní þá er staðan sterk. MAX-málið er náttúrlega að hafa mikil áhrif og við erum í viðræðum við Boeing hvað varðar bætur og þeim miðar ágætlega. En staðan er það sterk að við förum alveg í gegnum þetta leikandi,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28
Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00