Rekja veikindi unglings til rafrettureykinga Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2019 15:44 Rafrettur hafa átt vaxandi vinsælda að fagna undanfarin ár, sérstaklega á meðal yngra fólks. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Grunur leikur á að veikindi unglings, sem greindist nýverið með lungnasjúkdóm hér á landi, megi rekja til rafrettunotkunar. Viðkomandi er þó á batavegi. Greint er frá grunsemdunum á vef Landlæknis og því bætt við að birtingarmynd sjúkdómsins svipi til þess sem lýst hefur verið í Bandaríkjunum, þar sem sambærileg tilvik eru um 500 talsins. Landlæknir segir að þó flest sé enn á huldu um faraldurinn vestanhaf sé hann allur rakinn til rafrettunotkunar. Að sama skapi er vitað að hluti þeirra sem veiktust hafi notað rafrettu-vökva sem innihélt afleiður kannabiss en svo virðist sem að veikindin séu ekki einungis bundin við það að sögn Landlæknis. Ekki fylgir sögunni hvort kannabisafleiða komi við sögu í íslenska tilfellinu. Embættið segist ætla að vera á varðbergi vegna þróunarinnar. Þekking á notkun á rafrettum sé af skornum skammti, auk þess sem börn og ungmenni séu farin að nota tækin í auknum mæli. Af þeim sökum útlistar Landlæknir níu atriði, sem embættið telur vert að hafa í huga:Börn eiga ekki að nota rafrettur, hvaða nöfnum sem þær nefnast og varar landlæknir sterklega við því. Vitað er að fjöldi barna hefur prófað rafrettur og umtalsverður hluti notar þær að staðaldri, eða um 10% ungmenna í 10. bekk. Kannanir gefa til kynna að hlutfall barna sem notar rafrettu hafi farið hratt hækkandi undanfarin ár. Foreldrar eru hvattir til að ræða þetta mál við börn sín.Skólastjórnendur og kennarar eru hvattir til að framfylgja banni við notkun rafretta á skólalóðum.Þeim sem vilja hætta tóbaksreykingum er bent á að nota viðurkennda meðferð við nikótínfíkn að viðhöfðu samráði við lækni; rafrettur eru ekki gagnreynd meðferð. Ekki er þó mælt með að fólk snúi frá rafrettum og aftur að tóbaksreykingum sem eru, miðað við núverandi þekkingu, skaðlegri.Þeir sem velja að nota rafrettur eru hvattir til að kaupa tæki og efni einungis af viðurkenndum söluaðilum. Hámarksstyrkleiki nikótínvökva er lögum samkvæmt 20 mg/ml og notendur rafretta sterklega varaðir við því að blanda vökva sjálfir.Einstaklingar sem nota rafrettur og fá einkenni frá lungum eins og hósta, uppgang, mæði og verk fyrir brjósti er ráðlagt að leita til læknis. Önnur einkenni sem lýst hefur verið í tengslum við rafrettunotkun í Bandaríkjunum eru einkenni frá meltingarvegi, líkt og ógleði, uppköst og niðurgangur, þreyta, hiti og þyngdartap.Læknar eru beðnir að vera á varðbergi gagnvart slíkum einkennum og spyrja skjólstæðinga sýna um rafrettunotkun (leiðbeiningar verða birtar um hvað skal spyrja). Læknar eru beðnir að tilkynna tilvik þar sem grunur er um veikindi tengd rafrettunotkun til landlæknis, í síma 510-1900. Ef margar tilkynningar berast kemur til álita að virkja sérstakan greiningarkóða.Heilbrigðisyfirvöld munu skoða hvort gripið verði til viðbragða vegna mikillar rafrettunotkunar barna, t.d. með því að takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða sérstaklega til þeirra.Neytendastofa sem fer með eftirlit með rafrettum hefur verið upplýst.Embætti landlæknis vinnur að skipan vinnuhóps sem ætlað er að skoða aðgerðir til að vinna gegn faraldri rafrettunotkunar hjá börnum. Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Tóku 100 tegundir af rafrettuvökvum úr sölu Fulltrúar Neytendastofu hafa tekið úr sölu um 100 tegundir af rafrettuáfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað. 20. september 2019 11:56 Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. 12. september 2019 14:57 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Grunur leikur á að veikindi unglings, sem greindist nýverið með lungnasjúkdóm hér á landi, megi rekja til rafrettunotkunar. Viðkomandi er þó á batavegi. Greint er frá grunsemdunum á vef Landlæknis og því bætt við að birtingarmynd sjúkdómsins svipi til þess sem lýst hefur verið í Bandaríkjunum, þar sem sambærileg tilvik eru um 500 talsins. Landlæknir segir að þó flest sé enn á huldu um faraldurinn vestanhaf sé hann allur rakinn til rafrettunotkunar. Að sama skapi er vitað að hluti þeirra sem veiktust hafi notað rafrettu-vökva sem innihélt afleiður kannabiss en svo virðist sem að veikindin séu ekki einungis bundin við það að sögn Landlæknis. Ekki fylgir sögunni hvort kannabisafleiða komi við sögu í íslenska tilfellinu. Embættið segist ætla að vera á varðbergi vegna þróunarinnar. Þekking á notkun á rafrettum sé af skornum skammti, auk þess sem börn og ungmenni séu farin að nota tækin í auknum mæli. Af þeim sökum útlistar Landlæknir níu atriði, sem embættið telur vert að hafa í huga:Börn eiga ekki að nota rafrettur, hvaða nöfnum sem þær nefnast og varar landlæknir sterklega við því. Vitað er að fjöldi barna hefur prófað rafrettur og umtalsverður hluti notar þær að staðaldri, eða um 10% ungmenna í 10. bekk. Kannanir gefa til kynna að hlutfall barna sem notar rafrettu hafi farið hratt hækkandi undanfarin ár. Foreldrar eru hvattir til að ræða þetta mál við börn sín.Skólastjórnendur og kennarar eru hvattir til að framfylgja banni við notkun rafretta á skólalóðum.Þeim sem vilja hætta tóbaksreykingum er bent á að nota viðurkennda meðferð við nikótínfíkn að viðhöfðu samráði við lækni; rafrettur eru ekki gagnreynd meðferð. Ekki er þó mælt með að fólk snúi frá rafrettum og aftur að tóbaksreykingum sem eru, miðað við núverandi þekkingu, skaðlegri.Þeir sem velja að nota rafrettur eru hvattir til að kaupa tæki og efni einungis af viðurkenndum söluaðilum. Hámarksstyrkleiki nikótínvökva er lögum samkvæmt 20 mg/ml og notendur rafretta sterklega varaðir við því að blanda vökva sjálfir.Einstaklingar sem nota rafrettur og fá einkenni frá lungum eins og hósta, uppgang, mæði og verk fyrir brjósti er ráðlagt að leita til læknis. Önnur einkenni sem lýst hefur verið í tengslum við rafrettunotkun í Bandaríkjunum eru einkenni frá meltingarvegi, líkt og ógleði, uppköst og niðurgangur, þreyta, hiti og þyngdartap.Læknar eru beðnir að vera á varðbergi gagnvart slíkum einkennum og spyrja skjólstæðinga sýna um rafrettunotkun (leiðbeiningar verða birtar um hvað skal spyrja). Læknar eru beðnir að tilkynna tilvik þar sem grunur er um veikindi tengd rafrettunotkun til landlæknis, í síma 510-1900. Ef margar tilkynningar berast kemur til álita að virkja sérstakan greiningarkóða.Heilbrigðisyfirvöld munu skoða hvort gripið verði til viðbragða vegna mikillar rafrettunotkunar barna, t.d. með því að takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða sérstaklega til þeirra.Neytendastofa sem fer með eftirlit með rafrettum hefur verið upplýst.Embætti landlæknis vinnur að skipan vinnuhóps sem ætlað er að skoða aðgerðir til að vinna gegn faraldri rafrettunotkunar hjá börnum.
Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Tóku 100 tegundir af rafrettuvökvum úr sölu Fulltrúar Neytendastofu hafa tekið úr sölu um 100 tegundir af rafrettuáfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað. 20. september 2019 11:56 Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. 12. september 2019 14:57 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07
Tóku 100 tegundir af rafrettuvökvum úr sölu Fulltrúar Neytendastofu hafa tekið úr sölu um 100 tegundir af rafrettuáfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað. 20. september 2019 11:56
Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. 12. september 2019 14:57