Að fagna Everestförum hugans Ágúst Kristján Steinarrsson skrifar 20. september 2019 08:00 Everestfarinn og maraþonhlauparinn eiga það sameiginlegt að hafa yfirstigið ótrúlegar áskoranir, jafnvel ómannlegar, og upplifað algjöra líkamlega uppgjöf. Það sem þessir aðilar eiga jafnframt sameiginlegt er að þeim er gjarnan hampað fyrir erfiðið, fyrir að hafa mætt áskorunum sínum og náð markmiðum. Þeir komast gjarnan í blöðin og eru sýndir sem fyrirmynd okkar tíma, sem þeir vissulega eru. Sömu sögu má oft segja af krabbameinssjúklingunum sem þó völdu ekki að fara í gegnum sína raun. Svo er til annar hópur fólks sem fer í gegnum álíka raunir sem fáir taka eftir eða er sjaldan talað um. Áskoranir þeirra eru jafnvel lengri og erfiðari. Flestum tekst þeim að komast í gegnum þessa eldskírn en að henni lokinni er sjaldnast mikið um fögnuð, þrátt fyrir þó nokkurt afrek. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar eins og ég. Fólk sem hefur glímt við geðræna kvilla eins og geðhvörf, geðklofa, þunglyndi, örlyndi, kvíða, áráttu og fleira sem leggst þungt á huga fólks. Þannig hefur þessi hópur þurft að fást við eigin huga með misgóðum stuðningi heilbrigðiskerfisins á hátt sem ómögulegt er að skilja, hafi maður ekki upplifað áskorunina sjálfur. Sjálfur hef ég upplifað slíkt ferli nokkrum sinnum í mínu lífi, þar sem baráttan við geðheilbrigðiskerfið var á tíðum jafn erfið og baráttan við sjálfan mig. Þar sem ég reyndi að skilja hvar mörk raunveruleikans lágu samhliða því sem viðkvæmni mín fyrir umheiminum gerði hvern dag erfiðari, dag fyrir dag, á þann hátt að ég vildi oft gefast upp. Þegar því öllu lauk leið mér eins og hugur minn hefði hlaupið hringinn í kringum heiminn. Ég var gjörsamlega sigraður. En ég lauk áskoruninni, ég kleif Everest huga míns. En því var ekki fagnað. Að segja við mig „vel gert, Ágúst“ var ekki ofarlega í huga minna nánustu og enn síður í mínum brotna huga. Það sem sat eftir í huga mér var andstæðan. Að ég hefði alls ekki staðið mig vel. Að ég væri í reynd geðsjúklingur og þar með misheppnaður þegn þessa samfélags. Við tók krefjandi bataferli þar sem brotið sjálfstraust og beygður hugur þurftu mikla uppbyggingu. Það að ég sé fjallamaður og hafi glímt við krabbamein sjálfur setur þennan samanburð minn jafnvel í betra samhengi, þar sem fjallasigrum mínum og lífssigri var ætíð fagnað og bataferlið uppbyggjandi. En nú er sýn mín önnur. Það sem ég átta mig á í dag er að ég kleif mitt Everest og mér tókst það oftar en einu sinni. Því fagna ég í dag og leyfi mér að líta stoltur um öxl að vera hér, að vera til, virkur samfélagsþegn sem býr að þessari reynslu, sjálfum mér og öðrum til gagns. Nú er að hefjast Klikkuð menningarhátíð þar sem Íslendingar fagna einmitt þessu. Fagna klikkaða fólkinu sem er hér, er til, hefur klifið sitt fjall og lifir til þess að segja okkar sögu. Ég hvet þig, lesandi góður, til að nýta tækifæri þessarar hátíðar til að breyta um sið. Ef þú þekkir einhverja sem hafa upplifað geðræna kvilla, að gefa þeim gaum, heyra og skilja þeirra reynslu og hrósa þeim fyrir þeirra mikla afrek. Þú myndir aldrei trúa því hversu mikið þau hafa lagt á sig til þess að vera nákvæmlega hér.Ágúst Kristján Steinarrsson, rithöfundur og stjórnunarráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Everestfarinn og maraþonhlauparinn eiga það sameiginlegt að hafa yfirstigið ótrúlegar áskoranir, jafnvel ómannlegar, og upplifað algjöra líkamlega uppgjöf. Það sem þessir aðilar eiga jafnframt sameiginlegt er að þeim er gjarnan hampað fyrir erfiðið, fyrir að hafa mætt áskorunum sínum og náð markmiðum. Þeir komast gjarnan í blöðin og eru sýndir sem fyrirmynd okkar tíma, sem þeir vissulega eru. Sömu sögu má oft segja af krabbameinssjúklingunum sem þó völdu ekki að fara í gegnum sína raun. Svo er til annar hópur fólks sem fer í gegnum álíka raunir sem fáir taka eftir eða er sjaldan talað um. Áskoranir þeirra eru jafnvel lengri og erfiðari. Flestum tekst þeim að komast í gegnum þessa eldskírn en að henni lokinni er sjaldnast mikið um fögnuð, þrátt fyrir þó nokkurt afrek. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar eins og ég. Fólk sem hefur glímt við geðræna kvilla eins og geðhvörf, geðklofa, þunglyndi, örlyndi, kvíða, áráttu og fleira sem leggst þungt á huga fólks. Þannig hefur þessi hópur þurft að fást við eigin huga með misgóðum stuðningi heilbrigðiskerfisins á hátt sem ómögulegt er að skilja, hafi maður ekki upplifað áskorunina sjálfur. Sjálfur hef ég upplifað slíkt ferli nokkrum sinnum í mínu lífi, þar sem baráttan við geðheilbrigðiskerfið var á tíðum jafn erfið og baráttan við sjálfan mig. Þar sem ég reyndi að skilja hvar mörk raunveruleikans lágu samhliða því sem viðkvæmni mín fyrir umheiminum gerði hvern dag erfiðari, dag fyrir dag, á þann hátt að ég vildi oft gefast upp. Þegar því öllu lauk leið mér eins og hugur minn hefði hlaupið hringinn í kringum heiminn. Ég var gjörsamlega sigraður. En ég lauk áskoruninni, ég kleif Everest huga míns. En því var ekki fagnað. Að segja við mig „vel gert, Ágúst“ var ekki ofarlega í huga minna nánustu og enn síður í mínum brotna huga. Það sem sat eftir í huga mér var andstæðan. Að ég hefði alls ekki staðið mig vel. Að ég væri í reynd geðsjúklingur og þar með misheppnaður þegn þessa samfélags. Við tók krefjandi bataferli þar sem brotið sjálfstraust og beygður hugur þurftu mikla uppbyggingu. Það að ég sé fjallamaður og hafi glímt við krabbamein sjálfur setur þennan samanburð minn jafnvel í betra samhengi, þar sem fjallasigrum mínum og lífssigri var ætíð fagnað og bataferlið uppbyggjandi. En nú er sýn mín önnur. Það sem ég átta mig á í dag er að ég kleif mitt Everest og mér tókst það oftar en einu sinni. Því fagna ég í dag og leyfi mér að líta stoltur um öxl að vera hér, að vera til, virkur samfélagsþegn sem býr að þessari reynslu, sjálfum mér og öðrum til gagns. Nú er að hefjast Klikkuð menningarhátíð þar sem Íslendingar fagna einmitt þessu. Fagna klikkaða fólkinu sem er hér, er til, hefur klifið sitt fjall og lifir til þess að segja okkar sögu. Ég hvet þig, lesandi góður, til að nýta tækifæri þessarar hátíðar til að breyta um sið. Ef þú þekkir einhverja sem hafa upplifað geðræna kvilla, að gefa þeim gaum, heyra og skilja þeirra reynslu og hrósa þeim fyrir þeirra mikla afrek. Þú myndir aldrei trúa því hversu mikið þau hafa lagt á sig til þess að vera nákvæmlega hér.Ágúst Kristján Steinarrsson, rithöfundur og stjórnunarráðgjafi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun