Gerir enn gæfumun þrátt fyrir mótlæti Hjörvar Ólafsson skrifar 30. september 2019 16:45 Neymar. VÍSIR/GETTY Sóknarmaðurinn umdeildi, Neymar, fór ekki í neinar felur með það eftir að síðasta keppnistímabili lauk að hann þráði það heitt að komast burt frá franska stórveldinu PSG. Barcelona reyndi allt sem í þeirra valdi stóð til þess að sækja stórstjörnuna aftur til Katalóníu en eftir langar og strangar samningaviðræður varð niðurstaðan sú að Neymar yrði um kyrrt hjá PSG. Eftir að í ljós kom að Barcelona myndi ekki klófesta framherjann ákvað Neymar að fara í hart við spænska stórveldið og krafðist þess að Barcelona myndi greiða sér bónus sem hann taldi sig eiga inni hjá félaginu. Forráðamenn Barcelona telja hins vegar að eftir að Neymar yfirgaf félagið og gekk til liðs við PSG hafi ákvæði samningsins við Brasilíumanninn um bónusgreiðsluna fallið úr gildi. Málið verður útkljáð í réttarsal. Stuðningsmenn PSG voru eðlilega ekki sáttir við framgöngu Neymar og þankagang hans í garð félagsins og hafa baulað á hann í fyrstu leikjum hans með liðinu á tímabilinu. Neymar skoraði sigurmark PSG í 1-0 sigri gegn Bordeaux um helgina. Nú er svo komið að Neymar hefur tryggt PSG sigur í síðustu þremur deildarsigrum liðsins. Telur að ástríðan muni líta dagsins ljós á nýjan leik Hann kom meiddur til liðs við leikmannahóp PSG eftir sumarfrí og var fjarri góðu gamni í fyrstu leikjum liðsins. Neymar hefur svo skorað þrjú mörk í þeim fjórum leikjum sem hann hefur spilað eftir að hann hristi af sér meiðslin. Þrátt fyrir að Neymar hafi tryggt PSG níu af þeim átján liðum sem liðið hefur innbyrt virðast stuðningsmenn Parísarliðsins ekki hafa fyrirgefið honum og halda áfram að baula. „Ég er hérna staddur til þess að aðstoða PSG eins mikið og ég get. Ég er í vinnu sem íþróttamaður hjá félaginu og mun gefa allt sem ég á til þess að PSG fari með sigur af hólmi í þeim leikjum sem ég spila fyrir félagið. Við getum vonandi fagnað saman og lyft bikurum í lok tímabilsins. Þetta er eins og samband með kærustu sem þú ert ekki í samskiptum við í einhvern tíma. Síðan kemur ástríðan aftur og allt verður eðlilegt á ný,“ segir Neymar í samtali við L'Équipe um samband sitt við stuðningsmenn PSG eftir sigurleikinn gegn Bordeaux um helgina. Mörk og sigrar í Meistaradeild Evrópu gætu lagað stöðuna Athyglin hefur verið mikl á lífi Neymar utan vallar síðustu ár. Hann hefur líkt og fleiri launaháir leikmenn lent í stappi við spænsk skattayfirvöld, hann var kærður fyrir nauðgun fyrr á þessu ári og þá hefur leikstíll hans farið verulega á taugarnar á andstæðingum hans. Eftir að PSG féll úr leik í Meistaradeild Evrópu fyrir Manchester United í 16 liða úrslitum keppninnar síðasta vor jós hann svo úr skálum reiði sinnar og fékk fyrir þann reiðilestur þriggja leikja bann í keppninni sem hann situr af sér í fyrstu leikjum riðlakeppninnar. Nauðgunarkæran á hendur Neymar hefur verið látin niður falla og búið er að leysa úr ágreningi hans við skattayfirvöld á Spáni með sektargreiðslu hans. Nú er spurningin hvort Neymar nái að vinna stuðningsmenn PSG á sitt band eftir því sem líður á leiktíðina. Stuðningsmenn liðsins eru orðnir vanir velgengni heima fyrir eftir mikla sigurgöngu þar síðasta áratuginn tæpan þar sem liðið hefur orðið franskur meistari sex sinnum og jafn oft bikarmeistari. Eigendur liðsins og stuðningsmenn þess vilja hins vegar sjá liðið gera betur í Meistaradeild Evrópu en síðustu ár. Takist Neymar að gera gæfumuninn þegar hann er búinn að sitja af sér leikbannið í Meistaradeildinni er líklegt að baulið muni umbreytast í sigurhróp þegar það fer að vora á næsta ári. Annars þarf hann að gera meira inni á vellinum og sýna frekari merki um tryggð sína og hollustu við félagið til þess að breyta stemningunni hjá stuðningsmönnunum. Birtist í Fréttablaðinu Franski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Sjá meira
Sóknarmaðurinn umdeildi, Neymar, fór ekki í neinar felur með það eftir að síðasta keppnistímabili lauk að hann þráði það heitt að komast burt frá franska stórveldinu PSG. Barcelona reyndi allt sem í þeirra valdi stóð til þess að sækja stórstjörnuna aftur til Katalóníu en eftir langar og strangar samningaviðræður varð niðurstaðan sú að Neymar yrði um kyrrt hjá PSG. Eftir að í ljós kom að Barcelona myndi ekki klófesta framherjann ákvað Neymar að fara í hart við spænska stórveldið og krafðist þess að Barcelona myndi greiða sér bónus sem hann taldi sig eiga inni hjá félaginu. Forráðamenn Barcelona telja hins vegar að eftir að Neymar yfirgaf félagið og gekk til liðs við PSG hafi ákvæði samningsins við Brasilíumanninn um bónusgreiðsluna fallið úr gildi. Málið verður útkljáð í réttarsal. Stuðningsmenn PSG voru eðlilega ekki sáttir við framgöngu Neymar og þankagang hans í garð félagsins og hafa baulað á hann í fyrstu leikjum hans með liðinu á tímabilinu. Neymar skoraði sigurmark PSG í 1-0 sigri gegn Bordeaux um helgina. Nú er svo komið að Neymar hefur tryggt PSG sigur í síðustu þremur deildarsigrum liðsins. Telur að ástríðan muni líta dagsins ljós á nýjan leik Hann kom meiddur til liðs við leikmannahóp PSG eftir sumarfrí og var fjarri góðu gamni í fyrstu leikjum liðsins. Neymar hefur svo skorað þrjú mörk í þeim fjórum leikjum sem hann hefur spilað eftir að hann hristi af sér meiðslin. Þrátt fyrir að Neymar hafi tryggt PSG níu af þeim átján liðum sem liðið hefur innbyrt virðast stuðningsmenn Parísarliðsins ekki hafa fyrirgefið honum og halda áfram að baula. „Ég er hérna staddur til þess að aðstoða PSG eins mikið og ég get. Ég er í vinnu sem íþróttamaður hjá félaginu og mun gefa allt sem ég á til þess að PSG fari með sigur af hólmi í þeim leikjum sem ég spila fyrir félagið. Við getum vonandi fagnað saman og lyft bikurum í lok tímabilsins. Þetta er eins og samband með kærustu sem þú ert ekki í samskiptum við í einhvern tíma. Síðan kemur ástríðan aftur og allt verður eðlilegt á ný,“ segir Neymar í samtali við L'Équipe um samband sitt við stuðningsmenn PSG eftir sigurleikinn gegn Bordeaux um helgina. Mörk og sigrar í Meistaradeild Evrópu gætu lagað stöðuna Athyglin hefur verið mikl á lífi Neymar utan vallar síðustu ár. Hann hefur líkt og fleiri launaháir leikmenn lent í stappi við spænsk skattayfirvöld, hann var kærður fyrir nauðgun fyrr á þessu ári og þá hefur leikstíll hans farið verulega á taugarnar á andstæðingum hans. Eftir að PSG féll úr leik í Meistaradeild Evrópu fyrir Manchester United í 16 liða úrslitum keppninnar síðasta vor jós hann svo úr skálum reiði sinnar og fékk fyrir þann reiðilestur þriggja leikja bann í keppninni sem hann situr af sér í fyrstu leikjum riðlakeppninnar. Nauðgunarkæran á hendur Neymar hefur verið látin niður falla og búið er að leysa úr ágreningi hans við skattayfirvöld á Spáni með sektargreiðslu hans. Nú er spurningin hvort Neymar nái að vinna stuðningsmenn PSG á sitt band eftir því sem líður á leiktíðina. Stuðningsmenn liðsins eru orðnir vanir velgengni heima fyrir eftir mikla sigurgöngu þar síðasta áratuginn tæpan þar sem liðið hefur orðið franskur meistari sex sinnum og jafn oft bikarmeistari. Eigendur liðsins og stuðningsmenn þess vilja hins vegar sjá liðið gera betur í Meistaradeild Evrópu en síðustu ár. Takist Neymar að gera gæfumuninn þegar hann er búinn að sitja af sér leikbannið í Meistaradeildinni er líklegt að baulið muni umbreytast í sigurhróp þegar það fer að vora á næsta ári. Annars þarf hann að gera meira inni á vellinum og sýna frekari merki um tryggð sína og hollustu við félagið til þess að breyta stemningunni hjá stuðningsmönnunum.
Birtist í Fréttablaðinu Franski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Sjá meira