Gyðingahatur talið hafa ráðið för í Halle Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2019 17:29 Tveir eru látnir og tveir sárir. EPA/FILIP SINGER Alríkissaksóknarar hafa tekið yfir rannsókn skotárásar í Halle í Þýskalandi þar sem minnst tveir létu lífið og tveir eru særðir. Það þykir til marks um að árásin sé álitin vera hryðjuverk en einn árásarmaður skaut fólk til bana fyrir utan bænahús gyðinga í borginni. Horst Seehofer, innanríkisráðherra, segir gengið út frá því að gyðingahatur hafi leitt til árásarinnar. Hann reyndi að komast inn þar sem 70 til 80 manns voru við bænir en tókst það ekki. Hann mun hafa skotið á hurðina og kastað bensínsprengju eða handsprengju í hana en án árangurs. Árásarmaðurinn var handtekinn af lögreglu. Spiegel segir manninn heita Stephan B og vera 27 ára gamlan. Þá var hann með hjálm og myndavél á honum sem hann notaði til að sýna beint frá árásinni. Enn fremur segir í frétt Spiegel að árásarmaðurinn hafi sýnt gyðingahatur í útsendingunni og er hann sagður vera hægri-öfgamaður. Hann var þó ekki kunnugur lögreglu, samkvæmt Spiegel.Lögreglan í Halle hafði varað við því að mögulega væru árásarmennirnir fleiri en einn og er enn verið að rannsaka hvort einhver hafi hjálpað árásarmanninum. Í fyrstu var talið að annar aðili hafi flúið af vettvangi í bíl en það þykir nú ólíklegt.Terrorist in #Halle : pic.twitter.com/lXtJuH4kAA— Wierd Duk (@wierdduk) October 9, 2019 #BREAKING Gunman in #Halle was live-streaming the attack, said the "root of all problems are the Jews": SITE pic.twitter.com/nNrIuXmcwo— Guy Elster (@guyelster) October 9, 2019 Þýskaland Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í Halle Lögregla í Þýskalandi segir að tveir séu látnir hið minnsta og margir hafi særst í eftir skotárás í bænum Halle fyrr í dag. 9. október 2019 11:40 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Sjá meira
Alríkissaksóknarar hafa tekið yfir rannsókn skotárásar í Halle í Þýskalandi þar sem minnst tveir létu lífið og tveir eru særðir. Það þykir til marks um að árásin sé álitin vera hryðjuverk en einn árásarmaður skaut fólk til bana fyrir utan bænahús gyðinga í borginni. Horst Seehofer, innanríkisráðherra, segir gengið út frá því að gyðingahatur hafi leitt til árásarinnar. Hann reyndi að komast inn þar sem 70 til 80 manns voru við bænir en tókst það ekki. Hann mun hafa skotið á hurðina og kastað bensínsprengju eða handsprengju í hana en án árangurs. Árásarmaðurinn var handtekinn af lögreglu. Spiegel segir manninn heita Stephan B og vera 27 ára gamlan. Þá var hann með hjálm og myndavél á honum sem hann notaði til að sýna beint frá árásinni. Enn fremur segir í frétt Spiegel að árásarmaðurinn hafi sýnt gyðingahatur í útsendingunni og er hann sagður vera hægri-öfgamaður. Hann var þó ekki kunnugur lögreglu, samkvæmt Spiegel.Lögreglan í Halle hafði varað við því að mögulega væru árásarmennirnir fleiri en einn og er enn verið að rannsaka hvort einhver hafi hjálpað árásarmanninum. Í fyrstu var talið að annar aðili hafi flúið af vettvangi í bíl en það þykir nú ólíklegt.Terrorist in #Halle : pic.twitter.com/lXtJuH4kAA— Wierd Duk (@wierdduk) October 9, 2019 #BREAKING Gunman in #Halle was live-streaming the attack, said the "root of all problems are the Jews": SITE pic.twitter.com/nNrIuXmcwo— Guy Elster (@guyelster) October 9, 2019
Þýskaland Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í Halle Lögregla í Þýskalandi segir að tveir séu látnir hið minnsta og margir hafi særst í eftir skotárás í bænum Halle fyrr í dag. 9. október 2019 11:40 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Sjá meira
Tveir látnir eftir skotárás í Halle Lögregla í Þýskalandi segir að tveir séu látnir hið minnsta og margir hafi særst í eftir skotárás í bænum Halle fyrr í dag. 9. október 2019 11:40