Brynjar sakar stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2019 12:36 Brynjar, sem er lögmaður, var eini stjórnarþingmaðurinn fyrir utan forsætisráðherra sem tók þátt í umræðunum og gekk mjög hart fram í gagnrýni sinni á frumvarp forsætisráðherra og raunar allan málatilbúnað stjórnvalda gagnvart fyrrverandi sakborningum og dómstólum undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bætur til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á Alþingi í gær og sagði málsmeðferðina fullkomið hneyksli. Enginn stjórnarþingmaður kom forsætisráðherra til varnar í umræðunum sem klökknaði undir lok hennar í gærkvöldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar árið 2017 þar sem allir sakborningar nema Erla Bolladóttir í Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru sýknaðir. Í frumvarpinu felst viðurkenning á bótaskyldu ríkisins og tími gefinn fram í júní á næsta ári að ná samningum við sakborninga um bætur. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagðist telja að málið fæli í sér hættulegt fordæmi. Það væri dómstóla að skera úr um bætur til fyrrverandi sakborninga. Brynjar, sem er lögfræðingur, var eini stjórnarþingmaðurinn fyrir utan forsætisráðherra sem tók þátt í umræðunum og gekk mjög hart fram í gagnrýni sinni á frumvarp forsætisráðherra og raunar allan málatilbúnað stjórnvalda gagnvart fyrrverandi sakborningum og dómstólum undanfarin ár. „Þetta er raunverulega algerlega með ólíkindum og ég lít á alla þessa málsmeðferð sem aðför að dómsvaldinu í landinu. Hvað sem okkur kann að finnast um það. Það er ekki alltaf sem maður er sammála niðurstöðu dómstóla. En að stjórnmálamenn séu almennt á þeirri vegferð að taka fram fyrir hendur á þeim; ákveða að taka upp mál, ákveða að krefjast sýknu og koma svo og ákveða að greiða þeim bætur umfram allt sem lög gera ráð fyrir og hafa hingað til ekki gert ráð fyrir. Þessi málsmeðferð er fullkomið hneyksli að mínu viti,“ sagði Brynjar.Forsætisráðherra beygði af í lokaræðu Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig er lögmaður tók undir flest það sem Brynjar sagði varðandi lögfræðilega hlið málsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu flestir málatilbúnað forsætisráðherra en Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar lýsti sig þó sammála forsætisráðherra um að þörf væri á að leggja frumvarpið fram. „Ég er ekki viss um að það sé lögfræðilega nauðsynlegt. En ég held að það sé nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnvöld til að bjarga andlitinu,“ sagði Margrét. Hörð gagnrýni margra þingmanna hafði greinilega mikil áhrif á forsætisráðherra sem sagðist vera að fara að ráðleggingum helstu sérfræðinga sem komið hefðu að málinu fyrir hönd stjórnvalda. Katrín klökknaði undir lok síðustu ræðu sinnar og eftir að hún var sest í sæti sitt mátti sjá hana þerra tár af hvarmi og augljóst að málatilbúnaður þingmanna olli henni geðshræringu. „Hér er ekki verið að biðja háttvirta þingmenn að taka þátt í efnislegri umræðu um inntak máls eða fara hér í einhver yfirboð á fjárhæðum. Það er ekki ætlunin með þessu frumvarpi og mér þykir það leitt ef háttvirtir þingmenn gera mér það upp hér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Dómstólar Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 9. október 2019 01:19 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bætur til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á Alþingi í gær og sagði málsmeðferðina fullkomið hneyksli. Enginn stjórnarþingmaður kom forsætisráðherra til varnar í umræðunum sem klökknaði undir lok hennar í gærkvöldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar árið 2017 þar sem allir sakborningar nema Erla Bolladóttir í Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru sýknaðir. Í frumvarpinu felst viðurkenning á bótaskyldu ríkisins og tími gefinn fram í júní á næsta ári að ná samningum við sakborninga um bætur. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagðist telja að málið fæli í sér hættulegt fordæmi. Það væri dómstóla að skera úr um bætur til fyrrverandi sakborninga. Brynjar, sem er lögfræðingur, var eini stjórnarþingmaðurinn fyrir utan forsætisráðherra sem tók þátt í umræðunum og gekk mjög hart fram í gagnrýni sinni á frumvarp forsætisráðherra og raunar allan málatilbúnað stjórnvalda gagnvart fyrrverandi sakborningum og dómstólum undanfarin ár. „Þetta er raunverulega algerlega með ólíkindum og ég lít á alla þessa málsmeðferð sem aðför að dómsvaldinu í landinu. Hvað sem okkur kann að finnast um það. Það er ekki alltaf sem maður er sammála niðurstöðu dómstóla. En að stjórnmálamenn séu almennt á þeirri vegferð að taka fram fyrir hendur á þeim; ákveða að taka upp mál, ákveða að krefjast sýknu og koma svo og ákveða að greiða þeim bætur umfram allt sem lög gera ráð fyrir og hafa hingað til ekki gert ráð fyrir. Þessi málsmeðferð er fullkomið hneyksli að mínu viti,“ sagði Brynjar.Forsætisráðherra beygði af í lokaræðu Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig er lögmaður tók undir flest það sem Brynjar sagði varðandi lögfræðilega hlið málsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu flestir málatilbúnað forsætisráðherra en Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar lýsti sig þó sammála forsætisráðherra um að þörf væri á að leggja frumvarpið fram. „Ég er ekki viss um að það sé lögfræðilega nauðsynlegt. En ég held að það sé nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnvöld til að bjarga andlitinu,“ sagði Margrét. Hörð gagnrýni margra þingmanna hafði greinilega mikil áhrif á forsætisráðherra sem sagðist vera að fara að ráðleggingum helstu sérfræðinga sem komið hefðu að málinu fyrir hönd stjórnvalda. Katrín klökknaði undir lok síðustu ræðu sinnar og eftir að hún var sest í sæti sitt mátti sjá hana þerra tár af hvarmi og augljóst að málatilbúnaður þingmanna olli henni geðshræringu. „Hér er ekki verið að biðja háttvirta þingmenn að taka þátt í efnislegri umræðu um inntak máls eða fara hér í einhver yfirboð á fjárhæðum. Það er ekki ætlunin með þessu frumvarpi og mér þykir það leitt ef háttvirtir þingmenn gera mér það upp hér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Dómstólar Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 9. október 2019 01:19 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37
„Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30
Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 9. október 2019 01:19