Allir tapa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2019 07:00 Ríkið féll á prófinu, enn eina ferðina, í liðinni viku. Meintu skattsvikamáli heimsfrægrar hljómsveitar var vísað frá dómi, eftir að hafa velkst um í kerfinu í rúmlega 1.300 daga. Mál, sem er eitt af fjölmörgum af sama meiði og hefur orðið til þess að líf ungs og efnilegs fólks er hreinlega sett í biðstöðu á meðan hver stofnunin á fætur annarri finnur því flest til foráttu, efnir til sífellt nýrra rannsókna, kyrrsetur allar þess eignir, leggur á það tugmilljóna sektir og dregur það að lokum fyrir dómstóla. Mál Sigur Rósar var rannsakað af þremur embættum; ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Rannsóknin stóð yfir í 712 daga, eða þar til ákæra var gefin út. Síðan liðu 622 dagar til viðbótar áður en málið komst loks til kasta dómstóla. Á þessum rúmu þremur árum höfðu meðlimir sveitarinnar unað refsingu ríkisskattstjóra um að greiða rúmlega 70 milljónir króna í sekt en næsta stjórnvaldi fannst það ekki nóg og vildi þá bak við lás og slá. Ítrekað hefur verið bent á að þessi margfalda málsmeðferð er andstæð lögum og gengur í berhögg við Mannréttindasáttmála Evrópu. Þrátt fyrir hvern áfellisdóminn á fætur öðrum þráast íslensk stjórnvöld við að viðurkenna eigin mistök á meðan aðrar þjóðir á borð við Finna, Norðmenn og Svía hafa fyrir löngu breytt fyrirkomulagi sínu á meðferð skattrannsóknarmála með góðum árangri. „Ég hef engan hitt, hvorki verjanda, sækjanda, né dómara, sem telur að þetta sé í lagi,“ sagði Guðjón St. Marteinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, í þingfestingu sem blaðamaður Fréttablaðsins sat nýverið, þar sem meðferð skattamála var til umræðu. Þessir ágallar á kerfinu leiða til þess að mál verða aldrei leidd almennilega til lykta og engin niðurstaða fæst í þau. Það einfaldlega tekur því ekki að dæma í þeim enda samræmist meðferð þeirra ekki lögum og er vísað frá jafnharðan. Þetta eru ágallar sem ríkinu hefur verið bent á árum saman, hvort sem er af ráðherrum, embættismönnum, dómurum, skattrannsóknarstjóra eða lögmönnum, og ágallar sem leiða til þess að ríkið brýtur á fólki og þarf síðan að borga því bætur eftir áralanga þrautagöngu þess í gegnum úrelt réttarkerfið. Þeir sem koma að þessum málum verða að vita að þeir eru með lífsgæði fólks í höndum sér. Sá sem bíður niðurstöðu dómstóla milli vonar og ótta þarf oft að líða óþarfar vítiskvalir vegna seinagangs í réttarkerfinu, sem er ólíðandi og oft og tíðum, líkt og raun hefur borið vitni, með öllu óþarft. Þessi tregða við að fylgja dómum Mannréttindadómstólsins hefur ekkert upp á sig. Ávinningurinn er enginn og allir tapa. Hættum að gera sömu mistökin aftur og aftur – það borgar sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Ríkið féll á prófinu, enn eina ferðina, í liðinni viku. Meintu skattsvikamáli heimsfrægrar hljómsveitar var vísað frá dómi, eftir að hafa velkst um í kerfinu í rúmlega 1.300 daga. Mál, sem er eitt af fjölmörgum af sama meiði og hefur orðið til þess að líf ungs og efnilegs fólks er hreinlega sett í biðstöðu á meðan hver stofnunin á fætur annarri finnur því flest til foráttu, efnir til sífellt nýrra rannsókna, kyrrsetur allar þess eignir, leggur á það tugmilljóna sektir og dregur það að lokum fyrir dómstóla. Mál Sigur Rósar var rannsakað af þremur embættum; ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Rannsóknin stóð yfir í 712 daga, eða þar til ákæra var gefin út. Síðan liðu 622 dagar til viðbótar áður en málið komst loks til kasta dómstóla. Á þessum rúmu þremur árum höfðu meðlimir sveitarinnar unað refsingu ríkisskattstjóra um að greiða rúmlega 70 milljónir króna í sekt en næsta stjórnvaldi fannst það ekki nóg og vildi þá bak við lás og slá. Ítrekað hefur verið bent á að þessi margfalda málsmeðferð er andstæð lögum og gengur í berhögg við Mannréttindasáttmála Evrópu. Þrátt fyrir hvern áfellisdóminn á fætur öðrum þráast íslensk stjórnvöld við að viðurkenna eigin mistök á meðan aðrar þjóðir á borð við Finna, Norðmenn og Svía hafa fyrir löngu breytt fyrirkomulagi sínu á meðferð skattrannsóknarmála með góðum árangri. „Ég hef engan hitt, hvorki verjanda, sækjanda, né dómara, sem telur að þetta sé í lagi,“ sagði Guðjón St. Marteinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, í þingfestingu sem blaðamaður Fréttablaðsins sat nýverið, þar sem meðferð skattamála var til umræðu. Þessir ágallar á kerfinu leiða til þess að mál verða aldrei leidd almennilega til lykta og engin niðurstaða fæst í þau. Það einfaldlega tekur því ekki að dæma í þeim enda samræmist meðferð þeirra ekki lögum og er vísað frá jafnharðan. Þetta eru ágallar sem ríkinu hefur verið bent á árum saman, hvort sem er af ráðherrum, embættismönnum, dómurum, skattrannsóknarstjóra eða lögmönnum, og ágallar sem leiða til þess að ríkið brýtur á fólki og þarf síðan að borga því bætur eftir áralanga þrautagöngu þess í gegnum úrelt réttarkerfið. Þeir sem koma að þessum málum verða að vita að þeir eru með lífsgæði fólks í höndum sér. Sá sem bíður niðurstöðu dómstóla milli vonar og ótta þarf oft að líða óþarfar vítiskvalir vegna seinagangs í réttarkerfinu, sem er ólíðandi og oft og tíðum, líkt og raun hefur borið vitni, með öllu óþarft. Þessi tregða við að fylgja dómum Mannréttindadómstólsins hefur ekkert upp á sig. Ávinningurinn er enginn og allir tapa. Hættum að gera sömu mistökin aftur og aftur – það borgar sig.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun