Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. október 2019 18:30 Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. Konan var færð alvarlega slösuð á sjúkrahús en henni hefur nú verið komið í öruggt skjól að sögn lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti meint árás sér stað í gámum úti á Granda en um er að ræða úrræði á vegum borgarinnar fyrir langt leidda fíkla. „Lögregla var kölluð til vestur í bæ um hádegisbil í gær þar sem barst tilkynning um að þar kona væri slösuð líklegast eftir líkamsárás og kynferðisofbeldi og fyrstu lögreglumenn sem mættu á vettvang mátu það þannig að hún væri það slösuð að það þyrfti að flytja hana á brott með sjúkrabíl,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hafa fengið upplýsingar um hvort fólkið bjó í gámunum eða var þar af öðrum ástæðum en samkvæmt upplýsingum frá borginni búa engar konur þar. „Meintur gerandi var ekki að vettvangi þegar lögregla kom en hann fannst í miðbæ Reykjavíkur um klukkutíma seinna og var handtekinn og í ljósi aðstæðna var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur,“ segir Ævar. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október um hádegisbil í dag. „Í dag er til rannsóknar kynferðisbrot, brot í nánu sambandi og líkamsárás.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn meðal annars grunaður um að hafa haldið konunni kverkataki um tíma. „Við erum að skoða hvort þetta sé það alvarleg líkamsáras að það verði að skoða hana sem tilraun til manndráps,“ segir Ævar en tekin hefur verið ákvörðun um að svo verði gert. Maðurinn hefur samkvæmt heimildum fréttastofu margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma meðal annars fyrir ofbeldisbrot og heimilisofbeldi. Hann losnaði úr fangelsi nú síðast í sumar. Í dómi yfir manninum frá 2017 segir að hann sé verulega hættulegur. Iðulega sé notast við sérsveit þegar afskipti eru höfð af honum enda hafi hann margítrekað gerst sekur um ofbeldisbrot. Eins og fyrr segir var konan flutt á slysadeild en hefur verið útskrifuð þaðan. „Henni var komið fyrir þar sem öryggi hennar er tryggt.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. Konan var færð alvarlega slösuð á sjúkrahús en henni hefur nú verið komið í öruggt skjól að sögn lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti meint árás sér stað í gámum úti á Granda en um er að ræða úrræði á vegum borgarinnar fyrir langt leidda fíkla. „Lögregla var kölluð til vestur í bæ um hádegisbil í gær þar sem barst tilkynning um að þar kona væri slösuð líklegast eftir líkamsárás og kynferðisofbeldi og fyrstu lögreglumenn sem mættu á vettvang mátu það þannig að hún væri það slösuð að það þyrfti að flytja hana á brott með sjúkrabíl,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hafa fengið upplýsingar um hvort fólkið bjó í gámunum eða var þar af öðrum ástæðum en samkvæmt upplýsingum frá borginni búa engar konur þar. „Meintur gerandi var ekki að vettvangi þegar lögregla kom en hann fannst í miðbæ Reykjavíkur um klukkutíma seinna og var handtekinn og í ljósi aðstæðna var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur,“ segir Ævar. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október um hádegisbil í dag. „Í dag er til rannsóknar kynferðisbrot, brot í nánu sambandi og líkamsárás.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn meðal annars grunaður um að hafa haldið konunni kverkataki um tíma. „Við erum að skoða hvort þetta sé það alvarleg líkamsáras að það verði að skoða hana sem tilraun til manndráps,“ segir Ævar en tekin hefur verið ákvörðun um að svo verði gert. Maðurinn hefur samkvæmt heimildum fréttastofu margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma meðal annars fyrir ofbeldisbrot og heimilisofbeldi. Hann losnaði úr fangelsi nú síðast í sumar. Í dómi yfir manninum frá 2017 segir að hann sé verulega hættulegur. Iðulega sé notast við sérsveit þegar afskipti eru höfð af honum enda hafi hann margítrekað gerst sekur um ofbeldisbrot. Eins og fyrr segir var konan flutt á slysadeild en hefur verið útskrifuð þaðan. „Henni var komið fyrir þar sem öryggi hennar er tryggt.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira