Tvöfaldur vandi mannkynsins Böðvar Jónsson skrifar 8. október 2019 14:41 Þegar horft er til stöðu mannkynsins í dag blasir við tvíþættur vandi. Annars vegar loftslags- og umhverfisváin og hins vegar sú staðreynd að enn eru við lýði styrjaldir, borgarastyrjaldir grimmilegri og óhugnanlegri en áður hefur sést og hryllingsverkin oft og tíðum í beinni útsendingu. Á þessu virðist ekkert lát og nú virðist í uppsiglingu enn ein stríðsátökin, innrás inn í Sýrland, ákveðin af tveimur þjóðarleitogum án samráðs við þing sín og þjóðir. Átök sem munu að venju leiða til ómældra þjáninga og mannfalls almennra borgara meðal Kúrda. Í þessu sambandi vil ég benda á greinina „Veruleiki Kúrda“ á Vísir.is. Stríðsrekstur í heiminum er vissulega ógn við mannkynið eftir að stórveldin komu sér upp birgðum gereyðingarvopna sem dygðu til að tortíma mannkyninu mörgum sinnum. Blessunarlega hefur enginn leiðtogi þessara kjarnokuvelda látið verða af því að nýta þessar vopnabirgðir. Mannkynið á að baki ótölulegan fjölda borgarastyrjalda og tvær heimsstyrjaldir en hefur lifað þetta af með þeim hræðilegu þjáningum sem af þessu brjálæði leiddi. Þegar kemur að loftslags- og umhverfisvánni sem skyndilega birtist okkur svo alvarleg og að okkur óviðbúnum þá er kannski aðeins hluti mannkynsins sem viðurkennir hættuna sem steðjar að. Það er þó sextán ára stúlka sem á skömmum tíma hefur hrint af stað fjöldahreyfingu barna, unglinga og ungs fólks um allan heim, þeirra sem erfa heiminn, sem krefjast aðgerða til að snúa af þeirri vegferð sem mannkynið er á. Það er hægt að hefja stríð og ljúka stíði en það sem við stöndum frammi fyrir núna og arfleiðum komandi kynslóðir að er annars eðlis og upp koma í hugann þessi spámannlegu orð sem féllu um miðjai nítjándu öldina.Veröldin á í erfiðleikum og æsing hennar eflist dag frá degi. Ásjónu hennar er snúið í átt til villu og vantrúar. Slíkt verður ástand hennar, að ekki er rétt og sæmilegt að veita vitneskju um það nú. Spilling hennar mun lengi viðhaldast. En þegar hin tiltekna stund er komin, þá mun það skyndilega koma í ljós, sem veldur skjálfta í limum mannkynsins.Það hefur varla verið hægt að orða þetta betur miðað við það sem við okkur blasir. En mannskepnan er ótrúleg í hroka sínum og sjálfbyrginghætti sem birtist manni í því að einstaklingar halda því fram, að því er virðist, í alvöru að skjóta eigi sendiboðann, sextán ára unglingsstúlkuna Gretu. H.C. Andersen var glöggur á mannlegt eðli og fyrir mér er Greta Thunberg raunverulegur persónugerfingur barnsins í sögunni um Nýju fötin keisarans. En í dag er heimurinn eitt þorp og keisararnir margir en Greta opinberar nekt þeirra allra.Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Loftslagsmál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Þegar horft er til stöðu mannkynsins í dag blasir við tvíþættur vandi. Annars vegar loftslags- og umhverfisváin og hins vegar sú staðreynd að enn eru við lýði styrjaldir, borgarastyrjaldir grimmilegri og óhugnanlegri en áður hefur sést og hryllingsverkin oft og tíðum í beinni útsendingu. Á þessu virðist ekkert lát og nú virðist í uppsiglingu enn ein stríðsátökin, innrás inn í Sýrland, ákveðin af tveimur þjóðarleitogum án samráðs við þing sín og þjóðir. Átök sem munu að venju leiða til ómældra þjáninga og mannfalls almennra borgara meðal Kúrda. Í þessu sambandi vil ég benda á greinina „Veruleiki Kúrda“ á Vísir.is. Stríðsrekstur í heiminum er vissulega ógn við mannkynið eftir að stórveldin komu sér upp birgðum gereyðingarvopna sem dygðu til að tortíma mannkyninu mörgum sinnum. Blessunarlega hefur enginn leiðtogi þessara kjarnokuvelda látið verða af því að nýta þessar vopnabirgðir. Mannkynið á að baki ótölulegan fjölda borgarastyrjalda og tvær heimsstyrjaldir en hefur lifað þetta af með þeim hræðilegu þjáningum sem af þessu brjálæði leiddi. Þegar kemur að loftslags- og umhverfisvánni sem skyndilega birtist okkur svo alvarleg og að okkur óviðbúnum þá er kannski aðeins hluti mannkynsins sem viðurkennir hættuna sem steðjar að. Það er þó sextán ára stúlka sem á skömmum tíma hefur hrint af stað fjöldahreyfingu barna, unglinga og ungs fólks um allan heim, þeirra sem erfa heiminn, sem krefjast aðgerða til að snúa af þeirri vegferð sem mannkynið er á. Það er hægt að hefja stríð og ljúka stíði en það sem við stöndum frammi fyrir núna og arfleiðum komandi kynslóðir að er annars eðlis og upp koma í hugann þessi spámannlegu orð sem féllu um miðjai nítjándu öldina.Veröldin á í erfiðleikum og æsing hennar eflist dag frá degi. Ásjónu hennar er snúið í átt til villu og vantrúar. Slíkt verður ástand hennar, að ekki er rétt og sæmilegt að veita vitneskju um það nú. Spilling hennar mun lengi viðhaldast. En þegar hin tiltekna stund er komin, þá mun það skyndilega koma í ljós, sem veldur skjálfta í limum mannkynsins.Það hefur varla verið hægt að orða þetta betur miðað við það sem við okkur blasir. En mannskepnan er ótrúleg í hroka sínum og sjálfbyrginghætti sem birtist manni í því að einstaklingar halda því fram, að því er virðist, í alvöru að skjóta eigi sendiboðann, sextán ára unglingsstúlkuna Gretu. H.C. Andersen var glöggur á mannlegt eðli og fyrir mér er Greta Thunberg raunverulegur persónugerfingur barnsins í sögunni um Nýju fötin keisarans. En í dag er heimurinn eitt þorp og keisararnir margir en Greta opinberar nekt þeirra allra.Höfundur er lyfjafræðingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun