Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2019 13:33 Donald Trump tilkynnti flestum að óvörum í fyrrakvöld að hann ætlaði að kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi þar sem þeir hafa barist við hlið hersveita Kúrda í landinu gegn ISIS. AP Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti flestum að óvörum í fyrrakvöld að hann ætlaði að kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi þar sem þeir hafa barist við hlið hersveita Kúrda í landinu gegn ISIS. Kúrdar hafa einnig verið helstu bandamenn Bandaríkjastjórnar í Írak eftir stríðið þar en þeir sóttu ofsóknum í valdatíð Saddam Hussein. Tyrkir hafa einnig barist gegn Kúrdum við landamæri að Írak og líta á hersveitir þeirra sem hryðjuverkasamtök. Þeir hafa ákveðið að senda hersveitir inn í Sýrland og munu þá væntanlega ráðast gegn hersveitum Kúrda þar. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, vill að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra komi fyrir nefndina vegna þessarar stefnubreytingar helstu bandalagsþjóðar Íslendinga í Atlantshafsbandalaginu. „Það er uppi alvarleg staða vegna ákvörðunar Trump sem í raun er tekin í einhvers konar fljótfærni og gefur forseta Tyrklands undir fótinn um að hann geti ráðist inn í Sýrland,“ segir Logi.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmÞað sé alvarlegt þegar munnurinn á forseta öflugasta ríkis heims sé orðinn helsta ógin við heimsfirðinn. Það sé erfitt að eiga við þann ófyrirsjánleika sem fylgi utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það sé ástæða til að óttast um hag Kúrda eftir þessa ákvörðun.En er eitthvað sem utanríkisráðherra Íslands getur gert til að breyta þessari stöðu? „Nei, í sjálfu sér getur hann kannski ekki breytt þessari stöðu svona einn, tveir og þrír. En hins vegar er sjálfsagt að hann eigi við okkur samræður um ástandið. Hvernig hann lítur á málin. Hvort það er eitthvað tilefni til að Ísland gefi út yfirlýsingu eða annað. Og síðan eins og ég sagði, í ljósi þessarar furðulegu samskipta Bandaríkjaforseta og núverandi Bandaríkjastjórnar við ráðamenn ýmissa ríkja á undanförnum mánuðum er full ástæða spyrja aðeins nánar út í þessa fundi sem hafa verið við okkar fólk,“ segir Logi Einarsson. Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti flestum að óvörum í fyrrakvöld að hann ætlaði að kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi þar sem þeir hafa barist við hlið hersveita Kúrda í landinu gegn ISIS. Kúrdar hafa einnig verið helstu bandamenn Bandaríkjastjórnar í Írak eftir stríðið þar en þeir sóttu ofsóknum í valdatíð Saddam Hussein. Tyrkir hafa einnig barist gegn Kúrdum við landamæri að Írak og líta á hersveitir þeirra sem hryðjuverkasamtök. Þeir hafa ákveðið að senda hersveitir inn í Sýrland og munu þá væntanlega ráðast gegn hersveitum Kúrda þar. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, vill að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra komi fyrir nefndina vegna þessarar stefnubreytingar helstu bandalagsþjóðar Íslendinga í Atlantshafsbandalaginu. „Það er uppi alvarleg staða vegna ákvörðunar Trump sem í raun er tekin í einhvers konar fljótfærni og gefur forseta Tyrklands undir fótinn um að hann geti ráðist inn í Sýrland,“ segir Logi.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmÞað sé alvarlegt þegar munnurinn á forseta öflugasta ríkis heims sé orðinn helsta ógin við heimsfirðinn. Það sé erfitt að eiga við þann ófyrirsjánleika sem fylgi utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það sé ástæða til að óttast um hag Kúrda eftir þessa ákvörðun.En er eitthvað sem utanríkisráðherra Íslands getur gert til að breyta þessari stöðu? „Nei, í sjálfu sér getur hann kannski ekki breytt þessari stöðu svona einn, tveir og þrír. En hins vegar er sjálfsagt að hann eigi við okkur samræður um ástandið. Hvernig hann lítur á málin. Hvort það er eitthvað tilefni til að Ísland gefi út yfirlýsingu eða annað. Og síðan eins og ég sagði, í ljósi þessarar furðulegu samskipta Bandaríkjaforseta og núverandi Bandaríkjastjórnar við ráðamenn ýmissa ríkja á undanförnum mánuðum er full ástæða spyrja aðeins nánar út í þessa fundi sem hafa verið við okkar fólk,“ segir Logi Einarsson.
Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01