Bankarnir boða breytingar á vöxtum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. október 2019 13:03 Stóru bankarnir þrír hafa 98 prósent hlutdeild hér á landi þegar kemur að bankastarfsemi. Vísir Viðskiptabankarnir þrír bjóða um 100 prósent hærri vexti á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum en þrír lífeyrissjóðir hér á landi. Þá eru slíkir vextir frá 18 prósent til 60 prósent lægri í sjö öðrum lífeyrissjóðum en vextir í bönkunum. Von er á nýrri vaxtaákvörðun hjá Íslandsbanka og Landbanka á næstu dögum. Arion banki kannar málið. Hægt er að nálgast greinagóðar upplýsingar um vaxtakjör hjá bönkum og lífeyrissjóðum á húsnæðislánum á heimasíðum á borð við aurbjorg.is og herborg.is. Athygli vekur að þegar vextir á verðtryggðum breytilegum húsnæðislánum eru skoðaðir að lífeyrisjóðirnir bjóða allt að 50 prósent lægri vextir en bankarnir. Slík lán geta breyst út lánstímann en þegar lán eru tekin með föstum vöxtum þá breytast þeir ekki á lánstímanum.Af vefsíðunni Herborg.is.Vilhjálmur Bjarnason varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna benti fólki á að skipta frekar við lífeyrissjóði en banka í fréttum okkar í gær. „Bankarnir eru með t.d. 100 hærri vexti en til dæmis lífeyrissjóðirnir. Ef fólk vill „verðlauna“ einhvern annan sem er að gera eitthvað rétt þá eru það lífeyrissjóðirnir í dag. Miðað við að bankarnir eru með 100 prósent hærri vexti. Þannig að ég hvet alla, ef þið þurfið að endurfjármagna eða kaupa eign, að fara í lífeyrissjóðinn.“Rætt var við ráðherra og Vilhjálm Bjarnason í fréttum Stöðvar 2 í gær.Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í síðustu viku og hefur vaxtaákvörðunin venjulega bein áhrif á óverðtryggða vexti. Viðskipabankarnir þrír hafa hins vegar ekki enn þá brugðist við vaxtaákvörðuninni. Fréttastofa sendi fyrirspurn á bankana í morgun hver viðbrögð þeirra væru við þessari ábendingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna og hvort bankarnir hyggist lækka vexti eftir strýivaxtalækkunina. Í svari frá bönknum kom fram að bankaskattur og ýmis gjöld skekki samkeppnisstöðu banka við lífeyrissjóði. Íslandsbanki kannar vaxtamálin þessa dagana og vænta má frekari upplýsinga þaðan næstu daga. Landsbankinn hefur ekki enn tekið ákvörðun um breytingu á vöxtum sem byggir á nýjustu vaxtaákvörðun Seðlabankans en von er á vaxtaákvörðun fljótlega. Arion banki er að fara yfir viðbögð við síðustu stýrivaxtalækkun og segir að almennt hafi vextir lækkað í kjölfar vaxtalækkunar hjá Seðlabankanum. Húsnæðismál Íslenskir bankar Neytendur Seðlabankinn Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Viðskiptabankarnir þrír bjóða um 100 prósent hærri vexti á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum en þrír lífeyrissjóðir hér á landi. Þá eru slíkir vextir frá 18 prósent til 60 prósent lægri í sjö öðrum lífeyrissjóðum en vextir í bönkunum. Von er á nýrri vaxtaákvörðun hjá Íslandsbanka og Landbanka á næstu dögum. Arion banki kannar málið. Hægt er að nálgast greinagóðar upplýsingar um vaxtakjör hjá bönkum og lífeyrissjóðum á húsnæðislánum á heimasíðum á borð við aurbjorg.is og herborg.is. Athygli vekur að þegar vextir á verðtryggðum breytilegum húsnæðislánum eru skoðaðir að lífeyrisjóðirnir bjóða allt að 50 prósent lægri vextir en bankarnir. Slík lán geta breyst út lánstímann en þegar lán eru tekin með föstum vöxtum þá breytast þeir ekki á lánstímanum.Af vefsíðunni Herborg.is.Vilhjálmur Bjarnason varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna benti fólki á að skipta frekar við lífeyrissjóði en banka í fréttum okkar í gær. „Bankarnir eru með t.d. 100 hærri vexti en til dæmis lífeyrissjóðirnir. Ef fólk vill „verðlauna“ einhvern annan sem er að gera eitthvað rétt þá eru það lífeyrissjóðirnir í dag. Miðað við að bankarnir eru með 100 prósent hærri vexti. Þannig að ég hvet alla, ef þið þurfið að endurfjármagna eða kaupa eign, að fara í lífeyrissjóðinn.“Rætt var við ráðherra og Vilhjálm Bjarnason í fréttum Stöðvar 2 í gær.Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í síðustu viku og hefur vaxtaákvörðunin venjulega bein áhrif á óverðtryggða vexti. Viðskipabankarnir þrír hafa hins vegar ekki enn þá brugðist við vaxtaákvörðuninni. Fréttastofa sendi fyrirspurn á bankana í morgun hver viðbrögð þeirra væru við þessari ábendingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna og hvort bankarnir hyggist lækka vexti eftir strýivaxtalækkunina. Í svari frá bönknum kom fram að bankaskattur og ýmis gjöld skekki samkeppnisstöðu banka við lífeyrissjóði. Íslandsbanki kannar vaxtamálin þessa dagana og vænta má frekari upplýsinga þaðan næstu daga. Landsbankinn hefur ekki enn tekið ákvörðun um breytingu á vöxtum sem byggir á nýjustu vaxtaákvörðun Seðlabankans en von er á vaxtaákvörðun fljótlega. Arion banki er að fara yfir viðbögð við síðustu stýrivaxtalækkun og segir að almennt hafi vextir lækkað í kjölfar vaxtalækkunar hjá Seðlabankanum.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Neytendur Seðlabankinn Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira