Formaður Þingvallanefndar hefur ekki áhyggjur af ágangi köfunarfyrirtækja í Silfru Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2019 12:07 Forstjóri heimsminjaskrifstofunnar hefur sent íslenskum stjórnvöldum fyrirspurn vegna kvörtunar lögmanns yfir meintum ágangi köfunarfyrirtækja í Silfru. Vísir/Vilhelm Ari Trausti Guðmundsson, formaður þingvallanefndar, hefur ekki áhyggjur af umsvifum og ágangi köfunarfyrirtækja við gjánna Silfru í Þingvallaþjóðgarði. Hann telur köfun í Silfru rúmast innan þess sem telst ásættanlegt í þjóðgörðum.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Jónas Haraldsson, lögmaður, hefði sent kvörtun til Heimsminjaskrár. Hann sagði að umsvif og ágangur köfunarfyrirtækja væru algjört hneyksli, eins og hann kemst sjálfur að orði. Forstjóri heimsminjaskrifstofunnar sendi í kjölfarið íslenskum stjórnvöldum bréf og óskaði eftir skýringum. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir um eðlilegt ferli að ræða.Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Vísir/Baldur„Þetta á sér dálítið langa sögu. Það er lögmaður sem hefur áhyggjur af því að þessi starfsemi henti ekki í þjóðgarði sem er á heimsminjaskrá. Hann hefur verið lengi í sambandi við þingvallanefnd og þjóðgarðinn. Ég endaði nú einfaldlega á því að hvetja hann til þess að fara þessa hefðbundnu leið og leggja sitt mál fyrir UNESCO, þá skrifstofu sem hefur með heimsminjaskrána að gera og hann gerir það þá náttúrulega svarar skrifstofan því að leita eftir upplýsingum frá okkur, þetta er ósköp hefðbundið ferli,“ segir Ari Trausti. Stjórnvöld munu í samvinnu við þjóðgarðsvörð vinna að því að svara fyrirspurn skrifstofunnar. „Okkar viðbrögð eru einfaldlega þau að útskýra fyrir UNESCO að atvinnustarfsemi er auðvitað ákveðin í Þingvallaþjóðgarði af til þess bærum aðilum. Það er nýbúið að móta atvinnustefnu, og það er alls konar atvinnustarfsemi í þjóðgörðum almennt séð; þjónusta, afþreying og svo framvegis og þessi tiltekna afþreying, það er að segja köfunin í Silfru, teljum við rúmast innan þess sem er ásættanlegt í þjóðgarðinum.“Forstjóri heimsminkaskrifstofunnar hefur sent íslenskum stjórnvöldum fyrirspurn vegna köfunarfyrirtækja í Silfru.Vísir/vilhelmAri Trausti segist ekki hafa áhyggjur af ágangi fyrirtækjanna. „Ef ég hefði haft áhyggjur af því þá hefði ég náttúrulega beitt mér gegn þessu í þá tíð sem ég hef verið í forsvari, og svo sem bara áður líka því ég hef haft skoðanir á náttúruvernd í áratugi,“ segir Ari Trausti. „Þetta er auðvitað bara spursmál hvernig að þessu er staðið. Við höfum fengið mjög færa sérfræðinga til að vinna fyrir okkur þolmarkagreiningu varðandi fjölda og aðgengi og stýringu og mótvægisaðgerðir varðandi umhverfisálagið og þau plögg benda til þess að þetta sé í lagi svo framarlega sem farið er eftir þeim leiðbeiningum og þeim mótvægisaðgerðum sem verða hafðar uppi. Við erum með þetta í vöktun. Við förum eftir þessari áætlun og svo verður fylgst með því mjög nákvæmlega næstu árin hvernig þessu vindur fram.“ Hann segir að köfunin í Silfru sé afar merkileg upplifun. „Silfra er merkileg, þessi upplifun sem fólk fær þarna er eins og við getum hugsað okkur upplifanir gesta í öðrum þjóðgörðum; flúðasiglingar eða hvað eina. Við teljum þetta og höfum alltaf talið þetta vera ásættanlegt.“Hvað gerist næst?„Þetta er jú einstaklingur, það er ekki eins og það hafi komið fullt af kvörtunum. Þetta er einstaklingur sem er þarna að kvarta. Þessu verður svarað formlega,þ að getur dálítinn tíma til að gera þetta vel og vandlega og síðan sjáum við hvað gerist,“ segir Ari Trausti. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Skýri köfunina í Silfru fyrir UNESCO Forstjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO vill skýringar frá íslenskum yfirvöldum á starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru eftir kvörtun frá íslenskum lögmanni sem kveður umsvifin ekki samræmast stöðu Þingvalla á Heimsminjaskránni. Formaður Þingvallanefndar ósammála. 8. október 2019 06:00 Nýr Þingvallavegur opnaður í dag Kaflinn sem um ræðir er frá þjónustumiðstöðinni og að tengingu við Vallaveg. 16. september 2019 08:57 Þingvallahring lokað að nóttu Framkvæmdir við Þingvallaveg hafa gengið vel og verkið er á undan áætlun að því er kemur fram á vef Þingvallaþjóðgarðs. Eftir sé að endurgera um það bil fimm hundruð metra utan núverandi vinnusvæðis og því verði tímabundnar lokanir frá og með í dag á tilteknum vegköflum frá níu á kvöldin til átta á morgnana. 6. ágúst 2019 07:45 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson, formaður þingvallanefndar, hefur ekki áhyggjur af umsvifum og ágangi köfunarfyrirtækja við gjánna Silfru í Þingvallaþjóðgarði. Hann telur köfun í Silfru rúmast innan þess sem telst ásættanlegt í þjóðgörðum.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Jónas Haraldsson, lögmaður, hefði sent kvörtun til Heimsminjaskrár. Hann sagði að umsvif og ágangur köfunarfyrirtækja væru algjört hneyksli, eins og hann kemst sjálfur að orði. Forstjóri heimsminjaskrifstofunnar sendi í kjölfarið íslenskum stjórnvöldum bréf og óskaði eftir skýringum. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir um eðlilegt ferli að ræða.Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Vísir/Baldur„Þetta á sér dálítið langa sögu. Það er lögmaður sem hefur áhyggjur af því að þessi starfsemi henti ekki í þjóðgarði sem er á heimsminjaskrá. Hann hefur verið lengi í sambandi við þingvallanefnd og þjóðgarðinn. Ég endaði nú einfaldlega á því að hvetja hann til þess að fara þessa hefðbundnu leið og leggja sitt mál fyrir UNESCO, þá skrifstofu sem hefur með heimsminjaskrána að gera og hann gerir það þá náttúrulega svarar skrifstofan því að leita eftir upplýsingum frá okkur, þetta er ósköp hefðbundið ferli,“ segir Ari Trausti. Stjórnvöld munu í samvinnu við þjóðgarðsvörð vinna að því að svara fyrirspurn skrifstofunnar. „Okkar viðbrögð eru einfaldlega þau að útskýra fyrir UNESCO að atvinnustarfsemi er auðvitað ákveðin í Þingvallaþjóðgarði af til þess bærum aðilum. Það er nýbúið að móta atvinnustefnu, og það er alls konar atvinnustarfsemi í þjóðgörðum almennt séð; þjónusta, afþreying og svo framvegis og þessi tiltekna afþreying, það er að segja köfunin í Silfru, teljum við rúmast innan þess sem er ásættanlegt í þjóðgarðinum.“Forstjóri heimsminkaskrifstofunnar hefur sent íslenskum stjórnvöldum fyrirspurn vegna köfunarfyrirtækja í Silfru.Vísir/vilhelmAri Trausti segist ekki hafa áhyggjur af ágangi fyrirtækjanna. „Ef ég hefði haft áhyggjur af því þá hefði ég náttúrulega beitt mér gegn þessu í þá tíð sem ég hef verið í forsvari, og svo sem bara áður líka því ég hef haft skoðanir á náttúruvernd í áratugi,“ segir Ari Trausti. „Þetta er auðvitað bara spursmál hvernig að þessu er staðið. Við höfum fengið mjög færa sérfræðinga til að vinna fyrir okkur þolmarkagreiningu varðandi fjölda og aðgengi og stýringu og mótvægisaðgerðir varðandi umhverfisálagið og þau plögg benda til þess að þetta sé í lagi svo framarlega sem farið er eftir þeim leiðbeiningum og þeim mótvægisaðgerðum sem verða hafðar uppi. Við erum með þetta í vöktun. Við förum eftir þessari áætlun og svo verður fylgst með því mjög nákvæmlega næstu árin hvernig þessu vindur fram.“ Hann segir að köfunin í Silfru sé afar merkileg upplifun. „Silfra er merkileg, þessi upplifun sem fólk fær þarna er eins og við getum hugsað okkur upplifanir gesta í öðrum þjóðgörðum; flúðasiglingar eða hvað eina. Við teljum þetta og höfum alltaf talið þetta vera ásættanlegt.“Hvað gerist næst?„Þetta er jú einstaklingur, það er ekki eins og það hafi komið fullt af kvörtunum. Þetta er einstaklingur sem er þarna að kvarta. Þessu verður svarað formlega,þ að getur dálítinn tíma til að gera þetta vel og vandlega og síðan sjáum við hvað gerist,“ segir Ari Trausti.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Skýri köfunina í Silfru fyrir UNESCO Forstjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO vill skýringar frá íslenskum yfirvöldum á starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru eftir kvörtun frá íslenskum lögmanni sem kveður umsvifin ekki samræmast stöðu Þingvalla á Heimsminjaskránni. Formaður Þingvallanefndar ósammála. 8. október 2019 06:00 Nýr Þingvallavegur opnaður í dag Kaflinn sem um ræðir er frá þjónustumiðstöðinni og að tengingu við Vallaveg. 16. september 2019 08:57 Þingvallahring lokað að nóttu Framkvæmdir við Þingvallaveg hafa gengið vel og verkið er á undan áætlun að því er kemur fram á vef Þingvallaþjóðgarðs. Eftir sé að endurgera um það bil fimm hundruð metra utan núverandi vinnusvæðis og því verði tímabundnar lokanir frá og með í dag á tilteknum vegköflum frá níu á kvöldin til átta á morgnana. 6. ágúst 2019 07:45 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Skýri köfunina í Silfru fyrir UNESCO Forstjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO vill skýringar frá íslenskum yfirvöldum á starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru eftir kvörtun frá íslenskum lögmanni sem kveður umsvifin ekki samræmast stöðu Þingvalla á Heimsminjaskránni. Formaður Þingvallanefndar ósammála. 8. október 2019 06:00
Nýr Þingvallavegur opnaður í dag Kaflinn sem um ræðir er frá þjónustumiðstöðinni og að tengingu við Vallaveg. 16. september 2019 08:57
Þingvallahring lokað að nóttu Framkvæmdir við Þingvallaveg hafa gengið vel og verkið er á undan áætlun að því er kemur fram á vef Þingvallaþjóðgarðs. Eftir sé að endurgera um það bil fimm hundruð metra utan núverandi vinnusvæðis og því verði tímabundnar lokanir frá og með í dag á tilteknum vegköflum frá níu á kvöldin til átta á morgnana. 6. ágúst 2019 07:45