„Eins og að láta NASA ekki vita af því að þú ætlir að sprengja tunglið í loft upp“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2019 09:03 Trevor Noah var harðorður í garð Trumps í þætti sínum í nótt. SKjáskot/Youtube Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu sér í nótt mat úr nýjust ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Háðfuglarnir túlka ákvörðunina sem svik forsetans við Kúrda. Ákvörðunin var tilkynnt skyndilega í gærkvöldi eftir símtal á milli Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Trevor Noah, stjórnandi The Daily Show, sagði Trump taka hina „sviksamlegu“ ákvörðun í viðleitni til að stýra kastljósi fjölmiðla frá „Úkraínuhneykslinu“. Um helgina steig annar uppljóstrari fram sem segist búa yfir frekari upplýsingum um símtal Trumps og forseta Úkraínu, þar sem sá fyrrnefndi þrýsti á forsetann að rannsaka Joe Biden, einn helsta andstæðing Trumps. „Ef þú stæðir frammi fyrir umfangsmesta vanda forsetatíðar þinnar, hvað myndirðu gera? Fara líklega með veggjum og einbeita þér að því að slökkva eldinn. En, sjáðu til, þú ert ekki Donald Trump, vegna þess að ef þú værir Donald Trump myndirðu kveikja glænýjan eld,“ sagði Noah. „Ókei. Þetta er hreinlega sturlað. Trump forseti tilkynnti klukkan ellefu í gærkvöldi – klukkan ellefu – að Bandaríkin myndu draga her sinn út úr lykilhluta Sýrlands. Og hann sagði Pentagon [höfuðstöðvum bandaríska varnarmálaráðuneytisins] ekki frá því, sem gerir það enn brjálaðra. Þetta kom þeim algjörlega á óvart. Þetta er eins og að láta NASA ekki vita af því að þú ætlir að sprengja tunglið í loft upp.“Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hóf þátt gærkvöldsins á því að spyrja hvort hægt væri að taka síma forsetans af honum. „Vegna þess að allt sem hann gerir með síma sínum er slæmt. Tísta, tala, áreita hann kynferðislega. „Siri, í hverju ertu?“,“ sagði Colbert. „Þetta eru algjör svik við hermenn Kúrda sem aðstoðuðu Bandaríkin við að sigra ISIS. Það er aðeins ein leið út úr þessu. Kúrdar, þið hafið sólarhring til að koma óorði á Joe Biden.“Ákvörðun Trumps gerir Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda. Gagnrýni á ákvörðunina er ekki bundin við frjálslynda spjallþáttastjórnendur en nokkrir af helstu bandamönnum Trumps hafa lýst yfir óánægju með hana, þar á meðal öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay Graham. Hann sagði ákvörðunina „stórslys“. Trump hefur reynt að lægja öldurnar með því að hóta Tyrkjum efnahagslegri eyðileggingu. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu sér í nótt mat úr nýjust ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Háðfuglarnir túlka ákvörðunina sem svik forsetans við Kúrda. Ákvörðunin var tilkynnt skyndilega í gærkvöldi eftir símtal á milli Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Trevor Noah, stjórnandi The Daily Show, sagði Trump taka hina „sviksamlegu“ ákvörðun í viðleitni til að stýra kastljósi fjölmiðla frá „Úkraínuhneykslinu“. Um helgina steig annar uppljóstrari fram sem segist búa yfir frekari upplýsingum um símtal Trumps og forseta Úkraínu, þar sem sá fyrrnefndi þrýsti á forsetann að rannsaka Joe Biden, einn helsta andstæðing Trumps. „Ef þú stæðir frammi fyrir umfangsmesta vanda forsetatíðar þinnar, hvað myndirðu gera? Fara líklega með veggjum og einbeita þér að því að slökkva eldinn. En, sjáðu til, þú ert ekki Donald Trump, vegna þess að ef þú værir Donald Trump myndirðu kveikja glænýjan eld,“ sagði Noah. „Ókei. Þetta er hreinlega sturlað. Trump forseti tilkynnti klukkan ellefu í gærkvöldi – klukkan ellefu – að Bandaríkin myndu draga her sinn út úr lykilhluta Sýrlands. Og hann sagði Pentagon [höfuðstöðvum bandaríska varnarmálaráðuneytisins] ekki frá því, sem gerir það enn brjálaðra. Þetta kom þeim algjörlega á óvart. Þetta er eins og að láta NASA ekki vita af því að þú ætlir að sprengja tunglið í loft upp.“Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hóf þátt gærkvöldsins á því að spyrja hvort hægt væri að taka síma forsetans af honum. „Vegna þess að allt sem hann gerir með síma sínum er slæmt. Tísta, tala, áreita hann kynferðislega. „Siri, í hverju ertu?“,“ sagði Colbert. „Þetta eru algjör svik við hermenn Kúrda sem aðstoðuðu Bandaríkin við að sigra ISIS. Það er aðeins ein leið út úr þessu. Kúrdar, þið hafið sólarhring til að koma óorði á Joe Biden.“Ákvörðun Trumps gerir Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda. Gagnrýni á ákvörðunina er ekki bundin við frjálslynda spjallþáttastjórnendur en nokkrir af helstu bandamönnum Trumps hafa lýst yfir óánægju með hana, þar á meðal öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay Graham. Hann sagði ákvörðunina „stórslys“. Trump hefur reynt að lægja öldurnar með því að hóta Tyrkjum efnahagslegri eyðileggingu.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01