Yfirvöld í Katar rannsaka ekki dauðsföll hundruð erlendra verkamanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2019 21:13 Suður-asískir verkamenn í Katar. getty/Jason Larkin Yfirvöld í Katar hafa ekki rannsakað skyndileg dauðsföll hundruð erlendra verkamanna þar í landi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hundruð verkamanna sem starfa í Katar deyja á hverju ári og segja yfirvöld í Katar að stór hluti dauðsfallanna séu af völdum hjartaáfalls eða annarra náttúrulegra orsaka. Margir hinna látnu voru ungir menn sem dóu í svefni. Í síðustu viku birti Guardan grein um að hundruð þúsunda verkamanna ynnu við mjög erfiðar aðstæður, við hitastig sem gætu verið banvæn eða allt að 45°C hita í meira en tíu klukkustundir á dag. Hár hiti veldur gríðarlegri streitu á hjarta- og æðakerfið og hjartalæknar segja fjölda dauðsfalla beina afleiðingu erfiðra aðstæðna. Í flestum tilfellum hafa krufningar ekki verið gerðar á líkum erlendu verkamannanna en dauðsföll þeirra hafa flest verið sögð af náttúrulegum orsökum.Verkamenn í Katar vinna við háan hita og mjög erfiðar aðstæður.getty/Lars BaronÁrið 2014 kom út skýrsla frá lögfræðingum katörsku stjórnarinnar, DLA Piper lögfræðistofunni, þar sem þeir mæltu mjög með því að ríkið rannsakaði dauðsföll verkamannanna. Enn hefur engin rannsókn verið gerð. Minnst 1.025 nepalskir verkamenn létust í Katar á árunum 2012 til 2017 og voru dauðsföll 676 þeirra sögð af náttúrulegum orsökum. Meðal dánarorsaka sem voru útlistaðar voru hjartaáfall, öndunarfærabilun og -veikindi. Þetta segja nokkrir heimildarmenn sem starfa fyrir stjórnvöld í Katar, þar á meðal Foreign Employment Board, sem er ríkisrekin stofnun í Nepal sem sér um hagsmuni verkamanna erlendis. Upplýsingar FEB eru byggðar á dánarvottorðum sem katörsk yfirvöld hafa gefið út. Samkvæmt upplýsingum frá indverskum yfirvöldum létust 1.678 indverskir verkamenn í Katar frá árinu 2012 þar til í ágúst 2018. Af þessum dauðsföllum voru 1.345 sögð vera af völdum náttúrlegra orsaka. Katörsk lög heimila ekki krufningu nema eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað eða ef sá látni átti við veikindi að stríða fyrir andlátið. Hins vegar mælti DLA Piper með því árið 2014 að lögunum yrði breytt svo hægt væri að framkvæma krufningu í „öllum tilvikum skyndilegra eða ófyrirséðra dauðsfalla.“ Indland Katar Nepal Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Yfirvöld í Katar hafa ekki rannsakað skyndileg dauðsföll hundruð erlendra verkamanna þar í landi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hundruð verkamanna sem starfa í Katar deyja á hverju ári og segja yfirvöld í Katar að stór hluti dauðsfallanna séu af völdum hjartaáfalls eða annarra náttúrulegra orsaka. Margir hinna látnu voru ungir menn sem dóu í svefni. Í síðustu viku birti Guardan grein um að hundruð þúsunda verkamanna ynnu við mjög erfiðar aðstæður, við hitastig sem gætu verið banvæn eða allt að 45°C hita í meira en tíu klukkustundir á dag. Hár hiti veldur gríðarlegri streitu á hjarta- og æðakerfið og hjartalæknar segja fjölda dauðsfalla beina afleiðingu erfiðra aðstæðna. Í flestum tilfellum hafa krufningar ekki verið gerðar á líkum erlendu verkamannanna en dauðsföll þeirra hafa flest verið sögð af náttúrulegum orsökum.Verkamenn í Katar vinna við háan hita og mjög erfiðar aðstæður.getty/Lars BaronÁrið 2014 kom út skýrsla frá lögfræðingum katörsku stjórnarinnar, DLA Piper lögfræðistofunni, þar sem þeir mæltu mjög með því að ríkið rannsakaði dauðsföll verkamannanna. Enn hefur engin rannsókn verið gerð. Minnst 1.025 nepalskir verkamenn létust í Katar á árunum 2012 til 2017 og voru dauðsföll 676 þeirra sögð af náttúrulegum orsökum. Meðal dánarorsaka sem voru útlistaðar voru hjartaáfall, öndunarfærabilun og -veikindi. Þetta segja nokkrir heimildarmenn sem starfa fyrir stjórnvöld í Katar, þar á meðal Foreign Employment Board, sem er ríkisrekin stofnun í Nepal sem sér um hagsmuni verkamanna erlendis. Upplýsingar FEB eru byggðar á dánarvottorðum sem katörsk yfirvöld hafa gefið út. Samkvæmt upplýsingum frá indverskum yfirvöldum létust 1.678 indverskir verkamenn í Katar frá árinu 2012 þar til í ágúst 2018. Af þessum dauðsföllum voru 1.345 sögð vera af völdum náttúrlegra orsaka. Katörsk lög heimila ekki krufningu nema eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað eða ef sá látni átti við veikindi að stríða fyrir andlátið. Hins vegar mælti DLA Piper með því árið 2014 að lögunum yrði breytt svo hægt væri að framkvæma krufningu í „öllum tilvikum skyndilegra eða ófyrirséðra dauðsfalla.“
Indland Katar Nepal Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira