Hundruð loftslagsaðgerðasinna handteknir um allan heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2019 19:12 Hundruð mótmælenda voru handteknir í dag. EPA/CLEMENS BILAN Hundruð aðgerðarsinna, sem eru meðlimir í Extinction Rebellion hreyfingunni, voru handteknir á mótmælum sem fóru fram úti um allan heim. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þrjátíu voru ákærðir fyrir lögbrot í Sydney í Ástralíu eftir að hundruð mótmælenda stöðvuðu umferð en meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam. Mótmælt var í tugum landa, þar á meðal Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Frakklandi og Nýja Sjálandi. Gert er ráð fyrir að loftslagsmótmæli muni verða haldin í meira en sextíu borgum á næstu tveimur vikum. Hópurinn hefur einnig raskað daglegu lífi í Lundúnum en þar voru meira en 200 handteknir á mánudag. Extinction Rebellion krefst þess að ríkisstjórnir ráðist í róttækar aðgerðir hið snarasta til að bregðast við loftslagsbreytingum. „Við höfum reynt að safna undirskriftum, beita þrýstingi og fara í kröfugöngur en nú er tíminn að renna út,“ ástralski aðgerðasinninn Jane Morton í samtali við fréttastofu AFP.Extinction Rebellion hefur breiðst út um allan heim frá því hópurinn mótmælti fyrst í Lundúnum.EPa/vickie flores„Við eigum engra kosta völ en að rísa upp þar til ríkisstjórnir okkar lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bregðist við til að bjarga okkur.“ Áströlsk yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum en þau hafa haldið því statt og stöðugt fram að þau leggi sitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun. Innanríkisráðherra landsins, Peter Dutton, sagði í síðustu viku að dreifa ætti nöfnum og myndum af mótmælendum hreyfingarinnar til að „niðurlægja“ þá.Gerviblóði hellt á Wall Street nautið Mótmælendur í Sydney stöðvuðu umferð þegar þeir héldu setu mótmæli á einni helstu umferðaræð borgarinnar. Hundruð voru dregnir í burtu og þrjátíu ákærðir. Einnig hefur verið mótmælt í Melbourne og Brisbane. Tugir voru handteknir í Nýja Sjálandi þar sem mótmælendur umkringdu ráðuneytisbyggingu þar sem leyfi eru gefin út fyrir því að bora eftir olíu- og gasi. Meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam eftir að mótmælendur tjölduðu á stórri umferðaræð fyrir utan Rijksmuseum, hollenska ríkissafnið. Einstaklingar voru handteknir í New York eftir að mótmælendur helltu gerviblóði yfir styttu af nauti sem stendur á Wall Street. Mótmælendur hömluðu umferð í Berlín en þar hafa yfirvöld lýst því yfir að enginn verði handtekinn eins og er. Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman í verslunarmiðstöð í París en þeir njóta stuðnings gulvesta hreyfingarinnar. Nærri 150 mótmælendur hafa verið teknir í hald lögreglu í Lundúnum en skipuleggjendur mótmælanna hafa lýst því yfir að þau muni loka mikilvægum svæðum í borginni, þar á meðal þinghúsinu og Trafalgar torgi. Ástralía Bandaríkin Frakkland Holland Loftslagsmál Nýja-Sjáland Umhverfismál Þýskaland Tengdar fréttir Handtóku loftlagsaðgerðasinna í London Sjö konur og þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í London í gær. 6. október 2019 10:01 Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum "Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. 25. maí 2019 16:59 Ungir umhverfisaðgerðasinnar mótmæla við Heathrow flugvöll Ungir aðgerðasinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. 19. apríl 2019 10:33 Tíu handteknir vegna drónaflugs við Heathrow Loftslagsaðgerðasinnar í Englandi segja að þeim hafi tekist að fljúga dróna inn á bannsvæði í kringum Heathrow-flugvöll í London í þeim tilgangi að trufla flugsamgöngur. 13. september 2019 08:59 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Hundruð aðgerðarsinna, sem eru meðlimir í Extinction Rebellion hreyfingunni, voru handteknir á mótmælum sem fóru fram úti um allan heim. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þrjátíu voru ákærðir fyrir lögbrot í Sydney í Ástralíu eftir að hundruð mótmælenda stöðvuðu umferð en meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam. Mótmælt var í tugum landa, þar á meðal Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Frakklandi og Nýja Sjálandi. Gert er ráð fyrir að loftslagsmótmæli muni verða haldin í meira en sextíu borgum á næstu tveimur vikum. Hópurinn hefur einnig raskað daglegu lífi í Lundúnum en þar voru meira en 200 handteknir á mánudag. Extinction Rebellion krefst þess að ríkisstjórnir ráðist í róttækar aðgerðir hið snarasta til að bregðast við loftslagsbreytingum. „Við höfum reynt að safna undirskriftum, beita þrýstingi og fara í kröfugöngur en nú er tíminn að renna út,“ ástralski aðgerðasinninn Jane Morton í samtali við fréttastofu AFP.Extinction Rebellion hefur breiðst út um allan heim frá því hópurinn mótmælti fyrst í Lundúnum.EPa/vickie flores„Við eigum engra kosta völ en að rísa upp þar til ríkisstjórnir okkar lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bregðist við til að bjarga okkur.“ Áströlsk yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum en þau hafa haldið því statt og stöðugt fram að þau leggi sitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun. Innanríkisráðherra landsins, Peter Dutton, sagði í síðustu viku að dreifa ætti nöfnum og myndum af mótmælendum hreyfingarinnar til að „niðurlægja“ þá.Gerviblóði hellt á Wall Street nautið Mótmælendur í Sydney stöðvuðu umferð þegar þeir héldu setu mótmæli á einni helstu umferðaræð borgarinnar. Hundruð voru dregnir í burtu og þrjátíu ákærðir. Einnig hefur verið mótmælt í Melbourne og Brisbane. Tugir voru handteknir í Nýja Sjálandi þar sem mótmælendur umkringdu ráðuneytisbyggingu þar sem leyfi eru gefin út fyrir því að bora eftir olíu- og gasi. Meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam eftir að mótmælendur tjölduðu á stórri umferðaræð fyrir utan Rijksmuseum, hollenska ríkissafnið. Einstaklingar voru handteknir í New York eftir að mótmælendur helltu gerviblóði yfir styttu af nauti sem stendur á Wall Street. Mótmælendur hömluðu umferð í Berlín en þar hafa yfirvöld lýst því yfir að enginn verði handtekinn eins og er. Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman í verslunarmiðstöð í París en þeir njóta stuðnings gulvesta hreyfingarinnar. Nærri 150 mótmælendur hafa verið teknir í hald lögreglu í Lundúnum en skipuleggjendur mótmælanna hafa lýst því yfir að þau muni loka mikilvægum svæðum í borginni, þar á meðal þinghúsinu og Trafalgar torgi.
Ástralía Bandaríkin Frakkland Holland Loftslagsmál Nýja-Sjáland Umhverfismál Þýskaland Tengdar fréttir Handtóku loftlagsaðgerðasinna í London Sjö konur og þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í London í gær. 6. október 2019 10:01 Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum "Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. 25. maí 2019 16:59 Ungir umhverfisaðgerðasinnar mótmæla við Heathrow flugvöll Ungir aðgerðasinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. 19. apríl 2019 10:33 Tíu handteknir vegna drónaflugs við Heathrow Loftslagsaðgerðasinnar í Englandi segja að þeim hafi tekist að fljúga dróna inn á bannsvæði í kringum Heathrow-flugvöll í London í þeim tilgangi að trufla flugsamgöngur. 13. september 2019 08:59 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Handtóku loftlagsaðgerðasinna í London Sjö konur og þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í London í gær. 6. október 2019 10:01
Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum "Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. 25. maí 2019 16:59
Ungir umhverfisaðgerðasinnar mótmæla við Heathrow flugvöll Ungir aðgerðasinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. 19. apríl 2019 10:33
Tíu handteknir vegna drónaflugs við Heathrow Loftslagsaðgerðasinnar í Englandi segja að þeim hafi tekist að fljúga dróna inn á bannsvæði í kringum Heathrow-flugvöll í London í þeim tilgangi að trufla flugsamgöngur. 13. september 2019 08:59
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent