Útboðsstefnan þarfnast endurskoðunar Unnur Pétursdóttir skrifar 7. október 2019 16:23 Nú á haustdögum hefur verið talsverður titringur innan stéttar sjúkraþjálfara og skjólstæðinga þeirra vegna útboðs Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á þjónustu sjúkraþjálfara á höfuðborgarsvæðinu. Útboðið er byggt á lögum um opinber innkaup frá árinu 2016, en sjúkraþjálfurum var ekki tilkynnt um framkvæmd útboðsins fyrr en í lok ágústmánaðar. Útboðsfrestur var til 17. október. Mikil óánægja hefur verið í röðum sjúkraþjálfara en jafnframt samstaða um að leita lausna til framtíðar. Þess vegna er fagnaðarefni að SÍ hafi nú tekið þá ákvörðun að lengja útboðsfrestinn fram yfir áramót, eða til 15. janúar 2020. Þannig gefst svigrúm til að fara yfir mikilvæga þætti málsins, þar á meðal atriði sem hafa valdið sjúkraþjálfurum og skjólstæðingum þeirra verulegum áhyggjum. Það ætti öllum að vera ljóst að eitt það mikilvægasta í meðferð langvinnra sjúkdóma og fötlunar er samfella í þjónustu. Að ætla heilbrigðisstarfsfólki að tjalda til þriggja ára í senn, og geta svo ekki tryggt skjólstæðingum áframhaldandi þjónustu því nýtt útboð sé væntanlegt, er afar skaðlegt fyrir slík meðferðarsambönd. Hætta er á að tjón einstaklinga og samfélags verði mikið. Samkvæmt útboðsgögnum er ekkert mat lagt á gæði umfram lágmarkskröfur. Það er áhyggjuefni fyrir bæði fagið og skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Sjúkraþjálfarar sem sinnt hafa göngudeildarþjónustu á hjúkrunarheimilum munu ekki uppfylla útboðsskilyrði og því hætt við að þjónustan muni leggjast af. Ekki virðist gert ráð fyrir að nemar í sjúkraþjálfun geti lengur fengið þjálfun á starfsstofum sjúkraþjálfara. Fari svo er um að ræða mikla afturför í klínískri kennslu nema í sjúkraþjálfun. Þá er ekki tekið tillit til þess í útboðslýsingu að húsnæðiskostnaður er misjafn eftir staðsetningu innan höfuðborgarsvæðis. Ef ekki verður gerð breyting á því er líklegt að sjúkraþjálfunarstöðvar hrekjist út á jaðra svæðisins og aðgengi fyrir marga versnar til muna. Mörgum fleiri spurningum sjúkraþjálfara er enn ósvarað. Nú gefst tækifæri til að fara vel yfir þessi mál og gera betur. Ekki síst er mikilvægt að alþingismenn íhugi stöðuna og velti fyrir sér hvort þetta sé það sem þeir vilja. Viljum við heilbrigðiskerfi sem byggt er á útboðum? Af hverju fóru lögin um opinber innkaup aldrei til velferðarnefndar Alþingis? Var ef til vill ekki vakin athygli á því að lögin ná ekki aðeins yfir hluti heldur fólk? Er búið að fara í gegnum það hvort verið sé að fara óþarflega íþyngjandi leið í litlu landi? Við þurfum að fá svör við þessum spurningum.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á haustdögum hefur verið talsverður titringur innan stéttar sjúkraþjálfara og skjólstæðinga þeirra vegna útboðs Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á þjónustu sjúkraþjálfara á höfuðborgarsvæðinu. Útboðið er byggt á lögum um opinber innkaup frá árinu 2016, en sjúkraþjálfurum var ekki tilkynnt um framkvæmd útboðsins fyrr en í lok ágústmánaðar. Útboðsfrestur var til 17. október. Mikil óánægja hefur verið í röðum sjúkraþjálfara en jafnframt samstaða um að leita lausna til framtíðar. Þess vegna er fagnaðarefni að SÍ hafi nú tekið þá ákvörðun að lengja útboðsfrestinn fram yfir áramót, eða til 15. janúar 2020. Þannig gefst svigrúm til að fara yfir mikilvæga þætti málsins, þar á meðal atriði sem hafa valdið sjúkraþjálfurum og skjólstæðingum þeirra verulegum áhyggjum. Það ætti öllum að vera ljóst að eitt það mikilvægasta í meðferð langvinnra sjúkdóma og fötlunar er samfella í þjónustu. Að ætla heilbrigðisstarfsfólki að tjalda til þriggja ára í senn, og geta svo ekki tryggt skjólstæðingum áframhaldandi þjónustu því nýtt útboð sé væntanlegt, er afar skaðlegt fyrir slík meðferðarsambönd. Hætta er á að tjón einstaklinga og samfélags verði mikið. Samkvæmt útboðsgögnum er ekkert mat lagt á gæði umfram lágmarkskröfur. Það er áhyggjuefni fyrir bæði fagið og skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Sjúkraþjálfarar sem sinnt hafa göngudeildarþjónustu á hjúkrunarheimilum munu ekki uppfylla útboðsskilyrði og því hætt við að þjónustan muni leggjast af. Ekki virðist gert ráð fyrir að nemar í sjúkraþjálfun geti lengur fengið þjálfun á starfsstofum sjúkraþjálfara. Fari svo er um að ræða mikla afturför í klínískri kennslu nema í sjúkraþjálfun. Þá er ekki tekið tillit til þess í útboðslýsingu að húsnæðiskostnaður er misjafn eftir staðsetningu innan höfuðborgarsvæðis. Ef ekki verður gerð breyting á því er líklegt að sjúkraþjálfunarstöðvar hrekjist út á jaðra svæðisins og aðgengi fyrir marga versnar til muna. Mörgum fleiri spurningum sjúkraþjálfara er enn ósvarað. Nú gefst tækifæri til að fara vel yfir þessi mál og gera betur. Ekki síst er mikilvægt að alþingismenn íhugi stöðuna og velti fyrir sér hvort þetta sé það sem þeir vilja. Viljum við heilbrigðiskerfi sem byggt er á útboðum? Af hverju fóru lögin um opinber innkaup aldrei til velferðarnefndar Alþingis? Var ef til vill ekki vakin athygli á því að lögin ná ekki aðeins yfir hluti heldur fólk? Er búið að fara í gegnum það hvort verið sé að fara óþarflega íþyngjandi leið í litlu landi? Við þurfum að fá svör við þessum spurningum.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun