Útboðsstefnan þarfnast endurskoðunar Unnur Pétursdóttir skrifar 7. október 2019 16:23 Nú á haustdögum hefur verið talsverður titringur innan stéttar sjúkraþjálfara og skjólstæðinga þeirra vegna útboðs Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á þjónustu sjúkraþjálfara á höfuðborgarsvæðinu. Útboðið er byggt á lögum um opinber innkaup frá árinu 2016, en sjúkraþjálfurum var ekki tilkynnt um framkvæmd útboðsins fyrr en í lok ágústmánaðar. Útboðsfrestur var til 17. október. Mikil óánægja hefur verið í röðum sjúkraþjálfara en jafnframt samstaða um að leita lausna til framtíðar. Þess vegna er fagnaðarefni að SÍ hafi nú tekið þá ákvörðun að lengja útboðsfrestinn fram yfir áramót, eða til 15. janúar 2020. Þannig gefst svigrúm til að fara yfir mikilvæga þætti málsins, þar á meðal atriði sem hafa valdið sjúkraþjálfurum og skjólstæðingum þeirra verulegum áhyggjum. Það ætti öllum að vera ljóst að eitt það mikilvægasta í meðferð langvinnra sjúkdóma og fötlunar er samfella í þjónustu. Að ætla heilbrigðisstarfsfólki að tjalda til þriggja ára í senn, og geta svo ekki tryggt skjólstæðingum áframhaldandi þjónustu því nýtt útboð sé væntanlegt, er afar skaðlegt fyrir slík meðferðarsambönd. Hætta er á að tjón einstaklinga og samfélags verði mikið. Samkvæmt útboðsgögnum er ekkert mat lagt á gæði umfram lágmarkskröfur. Það er áhyggjuefni fyrir bæði fagið og skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Sjúkraþjálfarar sem sinnt hafa göngudeildarþjónustu á hjúkrunarheimilum munu ekki uppfylla útboðsskilyrði og því hætt við að þjónustan muni leggjast af. Ekki virðist gert ráð fyrir að nemar í sjúkraþjálfun geti lengur fengið þjálfun á starfsstofum sjúkraþjálfara. Fari svo er um að ræða mikla afturför í klínískri kennslu nema í sjúkraþjálfun. Þá er ekki tekið tillit til þess í útboðslýsingu að húsnæðiskostnaður er misjafn eftir staðsetningu innan höfuðborgarsvæðis. Ef ekki verður gerð breyting á því er líklegt að sjúkraþjálfunarstöðvar hrekjist út á jaðra svæðisins og aðgengi fyrir marga versnar til muna. Mörgum fleiri spurningum sjúkraþjálfara er enn ósvarað. Nú gefst tækifæri til að fara vel yfir þessi mál og gera betur. Ekki síst er mikilvægt að alþingismenn íhugi stöðuna og velti fyrir sér hvort þetta sé það sem þeir vilja. Viljum við heilbrigðiskerfi sem byggt er á útboðum? Af hverju fóru lögin um opinber innkaup aldrei til velferðarnefndar Alþingis? Var ef til vill ekki vakin athygli á því að lögin ná ekki aðeins yfir hluti heldur fólk? Er búið að fara í gegnum það hvort verið sé að fara óþarflega íþyngjandi leið í litlu landi? Við þurfum að fá svör við þessum spurningum.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á haustdögum hefur verið talsverður titringur innan stéttar sjúkraþjálfara og skjólstæðinga þeirra vegna útboðs Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á þjónustu sjúkraþjálfara á höfuðborgarsvæðinu. Útboðið er byggt á lögum um opinber innkaup frá árinu 2016, en sjúkraþjálfurum var ekki tilkynnt um framkvæmd útboðsins fyrr en í lok ágústmánaðar. Útboðsfrestur var til 17. október. Mikil óánægja hefur verið í röðum sjúkraþjálfara en jafnframt samstaða um að leita lausna til framtíðar. Þess vegna er fagnaðarefni að SÍ hafi nú tekið þá ákvörðun að lengja útboðsfrestinn fram yfir áramót, eða til 15. janúar 2020. Þannig gefst svigrúm til að fara yfir mikilvæga þætti málsins, þar á meðal atriði sem hafa valdið sjúkraþjálfurum og skjólstæðingum þeirra verulegum áhyggjum. Það ætti öllum að vera ljóst að eitt það mikilvægasta í meðferð langvinnra sjúkdóma og fötlunar er samfella í þjónustu. Að ætla heilbrigðisstarfsfólki að tjalda til þriggja ára í senn, og geta svo ekki tryggt skjólstæðingum áframhaldandi þjónustu því nýtt útboð sé væntanlegt, er afar skaðlegt fyrir slík meðferðarsambönd. Hætta er á að tjón einstaklinga og samfélags verði mikið. Samkvæmt útboðsgögnum er ekkert mat lagt á gæði umfram lágmarkskröfur. Það er áhyggjuefni fyrir bæði fagið og skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Sjúkraþjálfarar sem sinnt hafa göngudeildarþjónustu á hjúkrunarheimilum munu ekki uppfylla útboðsskilyrði og því hætt við að þjónustan muni leggjast af. Ekki virðist gert ráð fyrir að nemar í sjúkraþjálfun geti lengur fengið þjálfun á starfsstofum sjúkraþjálfara. Fari svo er um að ræða mikla afturför í klínískri kennslu nema í sjúkraþjálfun. Þá er ekki tekið tillit til þess í útboðslýsingu að húsnæðiskostnaður er misjafn eftir staðsetningu innan höfuðborgarsvæðis. Ef ekki verður gerð breyting á því er líklegt að sjúkraþjálfunarstöðvar hrekjist út á jaðra svæðisins og aðgengi fyrir marga versnar til muna. Mörgum fleiri spurningum sjúkraþjálfara er enn ósvarað. Nú gefst tækifæri til að fara vel yfir þessi mál og gera betur. Ekki síst er mikilvægt að alþingismenn íhugi stöðuna og velti fyrir sér hvort þetta sé það sem þeir vilja. Viljum við heilbrigðiskerfi sem byggt er á útboðum? Af hverju fóru lögin um opinber innkaup aldrei til velferðarnefndar Alþingis? Var ef til vill ekki vakin athygli á því að lögin ná ekki aðeins yfir hluti heldur fólk? Er búið að fara í gegnum það hvort verið sé að fara óþarflega íþyngjandi leið í litlu landi? Við þurfum að fá svör við þessum spurningum.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun