Fá að opna gröf Dillingers vegna „svikara“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2019 08:56 John Dillinger var skotinn til bana í Chicago árið 1934. Vísir/getty Ættingjar bandaríska glæpamannsins John Dillingers hafa fengið leyfi til að opna gröf hans í Indiana. Ættingjarnir halda því fram að svikari hafi verið jarðsettur á sínum tíma í stað Dillingers. Dillinger er einn alræmdasti glæpamaður Bandaríkjanna. Útsendarar Bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) skutu hann til bana í Chicago árið 1934. Hann var síðar jarðaður í Crown Hill-kirkjugarðinum í Indianapolis, höfuðborg Indiana-ríkis. Ættingjar Dillingers, þar á meðal frændi hans Michael Thompson, telja að alríkislögreglan hafi myrt rangan mann. Þeir segjast getað sannað það með augnlit og fingraförum „svikarans“ sem hvílir nú í gröf Dillingers. FBI hafnar þessum fullyrðingum og segir þær samsæriskenningar. Í tísti FBI frá því í ágúst kemur auk þess fram að alríkislögreglan hafi yfirgripsmiklar sannanir fyrir því að maðurinn í gröf Dillingers sé Dillinger sjálfur.#DYK some think a stand-in was killed at the Biograph Theater instead of Dillinger?If it sounds like a conspiracy theory, that's because it is. A wealth of information supports Dillinger's demise including 3 sets of fingerprints, all positively matched.— FBI Chicago (@FBIChicago) August 1, 2019 Áætlað er að ráðist verði í uppgröft líkamsleifanna á gamlársdag, 31. desember næstkomandi. Kirkjugarðurinn hefur þó sett sig upp á móti ákvörðun stjórnvalda um að gefa út leyfið. Dillinger leiddi umfangsmikla glæpastarfsemi undir merkjum Dillinger-gengisins í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Hann flúði tvisvar úr fangelsi og var tíður gestur á síðum dagblaðanna. Kvikmyndin Public Enemies með Johnny Depp í hlutverki Dillingers tekur fjallar um síðustu æviár glæpaforingjans. Stiklu myndarinnar má sjá hér að neðan. Bandaríkin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Ættingjar bandaríska glæpamannsins John Dillingers hafa fengið leyfi til að opna gröf hans í Indiana. Ættingjarnir halda því fram að svikari hafi verið jarðsettur á sínum tíma í stað Dillingers. Dillinger er einn alræmdasti glæpamaður Bandaríkjanna. Útsendarar Bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) skutu hann til bana í Chicago árið 1934. Hann var síðar jarðaður í Crown Hill-kirkjugarðinum í Indianapolis, höfuðborg Indiana-ríkis. Ættingjar Dillingers, þar á meðal frændi hans Michael Thompson, telja að alríkislögreglan hafi myrt rangan mann. Þeir segjast getað sannað það með augnlit og fingraförum „svikarans“ sem hvílir nú í gröf Dillingers. FBI hafnar þessum fullyrðingum og segir þær samsæriskenningar. Í tísti FBI frá því í ágúst kemur auk þess fram að alríkislögreglan hafi yfirgripsmiklar sannanir fyrir því að maðurinn í gröf Dillingers sé Dillinger sjálfur.#DYK some think a stand-in was killed at the Biograph Theater instead of Dillinger?If it sounds like a conspiracy theory, that's because it is. A wealth of information supports Dillinger's demise including 3 sets of fingerprints, all positively matched.— FBI Chicago (@FBIChicago) August 1, 2019 Áætlað er að ráðist verði í uppgröft líkamsleifanna á gamlársdag, 31. desember næstkomandi. Kirkjugarðurinn hefur þó sett sig upp á móti ákvörðun stjórnvalda um að gefa út leyfið. Dillinger leiddi umfangsmikla glæpastarfsemi undir merkjum Dillinger-gengisins í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Hann flúði tvisvar úr fangelsi og var tíður gestur á síðum dagblaðanna. Kvikmyndin Public Enemies með Johnny Depp í hlutverki Dillingers tekur fjallar um síðustu æviár glæpaforingjans. Stiklu myndarinnar má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira