Mál SGS og SÍS fyrir Hæstarétt Sighvatur Arnmundsson skrifar 5. október 2019 07:45 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. Í yfirlýsingu SGS er lýst yfir miklum vonbrigðum. Vísir/vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur kært til Hæstaréttar úrskurð Félagsdóms í máli sem Starfsgreinasambandið (SGS) höfðaði til að knýja fram viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda. Með úrskurði í síðustu viku féllst Félagsdómur á að yfirlýsing sem gefin var út í tengslum við kjarasamninga 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda lyti að kjaraatriðum. Forsaga málsins er sú að í yfirstandandi kjaraviðræðum aðila vildi SGS að gengið yrði til viðræðna um hvernig ná megi fram jöfnuði milli almenna og opinbera lífeyriskerfisins. Var þar vísað til áðurnefndrar yfirlýsingar frá 2009. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur hins vegar ekki viljað ræða þetta í viðræðunum nú. Af þeim sökum ákvað SGS í ágústmánuði að höfða mál fyrir Félagsdómi. Voru þar settar fram aðal- og varakröfur um að sveitarfélögin tryggðu starfsmönnum sínum sem eiga aðild að SGS greiðslu á sérstöku viðbótariðgjaldi til að jafna lífeyrisréttindi. Þessum kröfum var í síðustu viku vísað frá Félagsdómi þar sem þær voru ekki taldar lúta að réttarágreiningi um skilning eða gildi kjarasamnings. Til þrautavara krafðist SGS þess að aðilar hæfu viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda en eins og fyrr segir hafnaði Félagsdómur frávísunarkröfu SÍS í þeim lið. Til stóð að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar í Félagsdómi í næstu viku. SÍS ákvað hins vegar að nýta sér heimild til að vísa málinu til Hæstaréttar. Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, rekur málið fyrir hönd Starfsgreinasambandsins. Hann segir sveitarfélögin byggja á því að samkomulagið frá 2009 hafi ekkert skuldbindandi gildi. „Sveitarfélögin eru að svara af fullri hörku í þessu efni og það er ekkert rosalega gott innlegg í samningaviðræðurnar,“ segir Magnús. Hann hafnar alfarið málflutningi SÍS um að hér sé um „skúffuskjal“ að ræða sem sé ekki hluti af undirrituðum kjarasamningi. „Þessi samningur um lífeyrismálin er gerður sérstaklega. Þar er skuldbinding um að aðilar ætli að setjast niður og ræða lífeyrismálin. Það er bara verkefni sem menn þurfa að fara í. Það verður ekkert komist undan því.“ Samningurinn sé ótímabundinn en sé uppsegjanlegur með mánaðar fyrirvara einu sinni á ári. Hann sé því enn í gildi. „Samningur er samningur og samninga ber að virða,“ segir Magnús. Gera má ráð fyrir að SÍS fái vikufrest til að skila Hæstarétti kærumálsgögnum í málinu. Að því loknu fær SGS vikufrest til að skila sínum gögnum. Það gæti svo tekið Hæstarétt aðra viku að komast að niðurstöðu. Það gætu því liðið um þrjár vikur þangað til það liggur fyrir hvort Félagsdómur muni fjalla efnislega um málið. Í yfirlýsingu SGS segir að málflutningur SÍS veki upp spurningar um hvernig hægt sé að gera samninga við aðila sem kalli samninga sem þeir sjálfir skrifi undir „skúffuskjal“. „Þessi harða og ósveigjanlega afstaða gagnvart starfsmönnum sveitarfélaganna er gríðarlega mikil vonbrigði og getur haft afar alvarlegar afleiðingar á næstu vikum,“ segir í yfirlýsingu SGS. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kjaramál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur kært til Hæstaréttar úrskurð Félagsdóms í máli sem Starfsgreinasambandið (SGS) höfðaði til að knýja fram viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda. Með úrskurði í síðustu viku féllst Félagsdómur á að yfirlýsing sem gefin var út í tengslum við kjarasamninga 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda lyti að kjaraatriðum. Forsaga málsins er sú að í yfirstandandi kjaraviðræðum aðila vildi SGS að gengið yrði til viðræðna um hvernig ná megi fram jöfnuði milli almenna og opinbera lífeyriskerfisins. Var þar vísað til áðurnefndrar yfirlýsingar frá 2009. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur hins vegar ekki viljað ræða þetta í viðræðunum nú. Af þeim sökum ákvað SGS í ágústmánuði að höfða mál fyrir Félagsdómi. Voru þar settar fram aðal- og varakröfur um að sveitarfélögin tryggðu starfsmönnum sínum sem eiga aðild að SGS greiðslu á sérstöku viðbótariðgjaldi til að jafna lífeyrisréttindi. Þessum kröfum var í síðustu viku vísað frá Félagsdómi þar sem þær voru ekki taldar lúta að réttarágreiningi um skilning eða gildi kjarasamnings. Til þrautavara krafðist SGS þess að aðilar hæfu viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda en eins og fyrr segir hafnaði Félagsdómur frávísunarkröfu SÍS í þeim lið. Til stóð að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar í Félagsdómi í næstu viku. SÍS ákvað hins vegar að nýta sér heimild til að vísa málinu til Hæstaréttar. Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, rekur málið fyrir hönd Starfsgreinasambandsins. Hann segir sveitarfélögin byggja á því að samkomulagið frá 2009 hafi ekkert skuldbindandi gildi. „Sveitarfélögin eru að svara af fullri hörku í þessu efni og það er ekkert rosalega gott innlegg í samningaviðræðurnar,“ segir Magnús. Hann hafnar alfarið málflutningi SÍS um að hér sé um „skúffuskjal“ að ræða sem sé ekki hluti af undirrituðum kjarasamningi. „Þessi samningur um lífeyrismálin er gerður sérstaklega. Þar er skuldbinding um að aðilar ætli að setjast niður og ræða lífeyrismálin. Það er bara verkefni sem menn þurfa að fara í. Það verður ekkert komist undan því.“ Samningurinn sé ótímabundinn en sé uppsegjanlegur með mánaðar fyrirvara einu sinni á ári. Hann sé því enn í gildi. „Samningur er samningur og samninga ber að virða,“ segir Magnús. Gera má ráð fyrir að SÍS fái vikufrest til að skila Hæstarétti kærumálsgögnum í málinu. Að því loknu fær SGS vikufrest til að skila sínum gögnum. Það gæti svo tekið Hæstarétt aðra viku að komast að niðurstöðu. Það gætu því liðið um þrjár vikur þangað til það liggur fyrir hvort Félagsdómur muni fjalla efnislega um málið. Í yfirlýsingu SGS segir að málflutningur SÍS veki upp spurningar um hvernig hægt sé að gera samninga við aðila sem kalli samninga sem þeir sjálfir skrifi undir „skúffuskjal“. „Þessi harða og ósveigjanlega afstaða gagnvart starfsmönnum sveitarfélaganna er gríðarlega mikil vonbrigði og getur haft afar alvarlegar afleiðingar á næstu vikum,“ segir í yfirlýsingu SGS.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kjaramál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira