Guðmundur Ingi sat fastur í flugvél: Í loftköstum að reyna að ná sýningu í Borgarleikhúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 20:01 Guðmundur Ingi var á leið í leigubíl til Reykjavíkur þegar Vísir náði tali af honum. Þá voru innan við tíu mínútur í að sýning ætti að hefjast í Borgarleikhúsinu. Vísir/Stefán Raskanir á flugsamgöngum vegna veðurs setja ekki aðeins strik í reikninginn fyrir ferðalanga heldur einnig leiklistarlíf landsins. Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari, átti að stíga á svið í leiksýningunni „HÚH!“ í Borgarleikhúsinu klukkan 20:00 í kvöld en hann slapp ekki út úr flugvél fyrr en nú á áttunda tímanum. „Það á að láta á þetta reyna, að vera góður við fólkið sem er komið,“ sagði Guðmundur Ingi við Vísi þegar náðist í hann í síma skömmu fyrir klukkan átta í kvöld. Þá var hann komin í leigubíl á leið til höfuðborgarinnar. Flugvél hans lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan fjögur síðdegis en vegna veðurs hefur ekki verið hægt að nota landgöngubrýr til að afferma vélar þar. Guðmundur Ingi og aðrir farþegar þurftu því að bíða í þrjá tíma og fjörutíu mínútur eftir að komast frá borði. „Mitt eina hlutverk er að reyna að koma mér í bæinn. Ég hita upp í leigubílnum. Ég fer inn á í þessum fötum í versta falli,“ sagði leikarinn staðráðinn í að bregðast ekki leikhúsgestum. Guðmundur Ingi var að koma frá Edinborg þar sem hann var við tökur á kvikmynd um Júróvisjón með stórleikaranum Will Ferrell. Hann segist hafa bókað flug þannig að ekki átti að vera neitt mál að ná sýningunni. Það var áður en íslenskir veðurguðir gripu inn í.Keyrði á 180 í bæinn til að ná Hatti og Fatti Ótrúlegt en satt segir Guðmundur Ingi að þetta sé fjarri því einsdæmi eða það versta sem hann hefur lent í á sínum ferli. Við lok tíunda áratugarins hafi hann spilað með hljómsveit sinni á Akureyri og átt að leika í sýningunni „Hatti og Fatti“ í Loftkastalanum sáluga í Reykjavík daginn eftir. Hann hafi vaknað snemma til að kanna hvort ekki væri örugglega flogið og fékk þau svör að svo væri. Síðar um morguninn hafi hins vegar komið á daginn að ófært væri flugleiðina. „Það var ekki tauti við leikhússtjórann komandi. Þannig að við leigðum Subaru Impresa og keyrðum á 180 í bæinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann hafi mætt um fjörutíu mínútum of seint. „Enginn dó, það var sýning. En auðvitað eiga menn ekki að gera þetta,“ segir hann. Fréttir af flugi Leikhús Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Raskanir á flugsamgöngum vegna veðurs setja ekki aðeins strik í reikninginn fyrir ferðalanga heldur einnig leiklistarlíf landsins. Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari, átti að stíga á svið í leiksýningunni „HÚH!“ í Borgarleikhúsinu klukkan 20:00 í kvöld en hann slapp ekki út úr flugvél fyrr en nú á áttunda tímanum. „Það á að láta á þetta reyna, að vera góður við fólkið sem er komið,“ sagði Guðmundur Ingi við Vísi þegar náðist í hann í síma skömmu fyrir klukkan átta í kvöld. Þá var hann komin í leigubíl á leið til höfuðborgarinnar. Flugvél hans lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan fjögur síðdegis en vegna veðurs hefur ekki verið hægt að nota landgöngubrýr til að afferma vélar þar. Guðmundur Ingi og aðrir farþegar þurftu því að bíða í þrjá tíma og fjörutíu mínútur eftir að komast frá borði. „Mitt eina hlutverk er að reyna að koma mér í bæinn. Ég hita upp í leigubílnum. Ég fer inn á í þessum fötum í versta falli,“ sagði leikarinn staðráðinn í að bregðast ekki leikhúsgestum. Guðmundur Ingi var að koma frá Edinborg þar sem hann var við tökur á kvikmynd um Júróvisjón með stórleikaranum Will Ferrell. Hann segist hafa bókað flug þannig að ekki átti að vera neitt mál að ná sýningunni. Það var áður en íslenskir veðurguðir gripu inn í.Keyrði á 180 í bæinn til að ná Hatti og Fatti Ótrúlegt en satt segir Guðmundur Ingi að þetta sé fjarri því einsdæmi eða það versta sem hann hefur lent í á sínum ferli. Við lok tíunda áratugarins hafi hann spilað með hljómsveit sinni á Akureyri og átt að leika í sýningunni „Hatti og Fatti“ í Loftkastalanum sáluga í Reykjavík daginn eftir. Hann hafi vaknað snemma til að kanna hvort ekki væri örugglega flogið og fékk þau svör að svo væri. Síðar um morguninn hafi hins vegar komið á daginn að ófært væri flugleiðina. „Það var ekki tauti við leikhússtjórann komandi. Þannig að við leigðum Subaru Impresa og keyrðum á 180 í bæinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann hafi mætt um fjörutíu mínútum of seint. „Enginn dó, það var sýning. En auðvitað eiga menn ekki að gera þetta,“ segir hann.
Fréttir af flugi Leikhús Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira