Lygilegur aðdragandi handtöku ökuníðings í Grafarvogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2019 15:33 Lögreglumenn höfðu hendur í hári mannsins í Grafarvogi. Fréttablaðið/Anton Brink Landsréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á mánudaginn í Grafarvogi vegna ráns, þjófnaðar, háskaaksturs, eignaspjalla og umferðarlagabrota.Í greinagerð aðstoðarsaksóknara sem fylgir kröfu um gæsluvarðhald má lesa lýsingar á akstri mannsins í aðdraganda þess að lögregla hafði hendur í hári hans. Lýsingarnar minna á atriði í bíómynd þar sem maðurinn virðist hafa ekið um götur og stíga þar sem fólk átti fótum sínum fjör að launa. Fram hefur komið að tveir til viðbótar voru með manninum í för. Þau voru yfirheyrð en ganga laus.Ók næstum á mann Þar segir að ökumaðurinn sé undir rökstuddum grun að hafa á mánudaginn stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi eða heilsu annarra í hættu með akstri Volkswagen Golf bíls sviptur ökurétti. Þannig hafi hann ekið um göngustíg við ónefnt skíðasvæði með miklum hraða að gangandi vegfaranda sem vék sér undan með því að hoppa frá bifreiðinni. Þá hafi hann ekið bílnum inn í garð í Reykjavík og valdið skemmdum á gróðri. Þá ók hann um Laxalón í Reykjavík þar sem aksturinn endaði með umferðaróhappi þegar hann ók á annan bíl. Skipti engum toga heldur sparkaði ökumaðurinn í bílinn og réðst með ofbeldi á ökumann hins bílsins, kýldi í öxlina og hrinti í jörðina. Ökumaður hins bílsins féll við árásina á kantstein en kærði settist upp í bíl hans, tók ófrjálsri hendi og ók á brott. Börn í hættu Ökumaðurinn er ennfremur undir sterkum grun um að hafa ekið bíl hins mannsins á ófyrirleitinn hátt um Reykjavík, meðal annars um göngustíga við þannig að litlu munaði að börn yrðu fyrir bifreiðinni. Ók hann utan í annan bíl án þess að nema staðar og sinna skyldum sínum við umferðaróhappið. Ók hann umferðareyjar og gegn umferðarljósi. Var maðurinn handtekinn þennan sama dag og viðurkenndi hann háttsemi sína. Gekkst hann jafnframt við því að hafa stolið farsíma á hárgreiðslustofu í verslunarkjarnanum við Gullöldina í Foldahverfinu í Reykjavík. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi fengið reynslulausn í ágúst 2018. Hann var hins vegar úrskurðaður til að afplána eftirstöðvarnar sem hann lauk 31. ágúst síðastliðinn. Eftir það er hann talinn hafa brotið sjö sinnum af sér. Á við alvarlegan fíkniefnavanda að etja Um er að ræða þjófnað á spjaldtölvu, þjófnað og vörslu fíkniefna, innbrot í hús í Kópavogi, þjófnað í verslun í Kópavogi, þjófnað í íbúðarhúsnæði, fjársvik og fleira. Hefur hann játað hluta brotanna en mörg þeirra náðust á eftirlitsmyndavélar. Héraðsdómur bendir á í úrskurði sínum, sem Landsréttur staðfestir, að kærði eigi langan brotaferil að baki og hafi meðal annars hlotið dóma vegna auðgunarbrota. Þá kemur fram hjá kærða sjálfum að hann eigi við alvarlegan fíkniefnavanda að etja. Með vísan til þess að kærði er undir grun um að hafa framið alvarlegt ránsbrot og háskaakstursbrot, fíkniefnavanda hans og í ljósi fjölda þeirra mála sem upp hafa komið frá því að kærði lauk afplánun þann 31. ágúst síðastliðinn féllst dómurinn á kröfu um gæsluvarðhald til næstu fjögurra vikna. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi eftir bílránið í Grafarholti Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur grunaður um bílþjófnað og ógætilegan akstur. 1. október 2019 16:59 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á mánudaginn í Grafarvogi vegna ráns, þjófnaðar, háskaaksturs, eignaspjalla og umferðarlagabrota.Í greinagerð aðstoðarsaksóknara sem fylgir kröfu um gæsluvarðhald má lesa lýsingar á akstri mannsins í aðdraganda þess að lögregla hafði hendur í hári hans. Lýsingarnar minna á atriði í bíómynd þar sem maðurinn virðist hafa ekið um götur og stíga þar sem fólk átti fótum sínum fjör að launa. Fram hefur komið að tveir til viðbótar voru með manninum í för. Þau voru yfirheyrð en ganga laus.Ók næstum á mann Þar segir að ökumaðurinn sé undir rökstuddum grun að hafa á mánudaginn stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi eða heilsu annarra í hættu með akstri Volkswagen Golf bíls sviptur ökurétti. Þannig hafi hann ekið um göngustíg við ónefnt skíðasvæði með miklum hraða að gangandi vegfaranda sem vék sér undan með því að hoppa frá bifreiðinni. Þá hafi hann ekið bílnum inn í garð í Reykjavík og valdið skemmdum á gróðri. Þá ók hann um Laxalón í Reykjavík þar sem aksturinn endaði með umferðaróhappi þegar hann ók á annan bíl. Skipti engum toga heldur sparkaði ökumaðurinn í bílinn og réðst með ofbeldi á ökumann hins bílsins, kýldi í öxlina og hrinti í jörðina. Ökumaður hins bílsins féll við árásina á kantstein en kærði settist upp í bíl hans, tók ófrjálsri hendi og ók á brott. Börn í hættu Ökumaðurinn er ennfremur undir sterkum grun um að hafa ekið bíl hins mannsins á ófyrirleitinn hátt um Reykjavík, meðal annars um göngustíga við þannig að litlu munaði að börn yrðu fyrir bifreiðinni. Ók hann utan í annan bíl án þess að nema staðar og sinna skyldum sínum við umferðaróhappið. Ók hann umferðareyjar og gegn umferðarljósi. Var maðurinn handtekinn þennan sama dag og viðurkenndi hann háttsemi sína. Gekkst hann jafnframt við því að hafa stolið farsíma á hárgreiðslustofu í verslunarkjarnanum við Gullöldina í Foldahverfinu í Reykjavík. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi fengið reynslulausn í ágúst 2018. Hann var hins vegar úrskurðaður til að afplána eftirstöðvarnar sem hann lauk 31. ágúst síðastliðinn. Eftir það er hann talinn hafa brotið sjö sinnum af sér. Á við alvarlegan fíkniefnavanda að etja Um er að ræða þjófnað á spjaldtölvu, þjófnað og vörslu fíkniefna, innbrot í hús í Kópavogi, þjófnað í verslun í Kópavogi, þjófnað í íbúðarhúsnæði, fjársvik og fleira. Hefur hann játað hluta brotanna en mörg þeirra náðust á eftirlitsmyndavélar. Héraðsdómur bendir á í úrskurði sínum, sem Landsréttur staðfestir, að kærði eigi langan brotaferil að baki og hafi meðal annars hlotið dóma vegna auðgunarbrota. Þá kemur fram hjá kærða sjálfum að hann eigi við alvarlegan fíkniefnavanda að etja. Með vísan til þess að kærði er undir grun um að hafa framið alvarlegt ránsbrot og háskaakstursbrot, fíkniefnavanda hans og í ljósi fjölda þeirra mála sem upp hafa komið frá því að kærði lauk afplánun þann 31. ágúst síðastliðinn féllst dómurinn á kröfu um gæsluvarðhald til næstu fjögurra vikna.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi eftir bílránið í Grafarholti Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur grunaður um bílþjófnað og ógætilegan akstur. 1. október 2019 16:59 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Í gæsluvarðhaldi eftir bílránið í Grafarholti Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur grunaður um bílþjófnað og ógætilegan akstur. 1. október 2019 16:59