Fara í bóknám vegna þrýstings frá foreldrum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 4. október 2019 07:30 Heiður Hrund Jónsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, rannsakar nú áhrif foreldra á námsferil framhaldsskólanema. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Í dag fer fram árleg ráðstefna menntavísindasviðs Háskóla Íslands í húsnæði skólans í Stakkahlíð. Ráðstefnan ber heitið Menntakvika og er hlutverk hennar að miðla þekkingu og rannsóknum sem snúa að menntamálum og skóla- og frístundastarfi. Heiður Hrund Jónsdóttir er ein margra sem flytja erindi á ráðstefnunni. Þar kynnir hún doktorsverkefni sitt í félagsfræði sem hún vinnur nú að. „Aðalmarkmið verkefnisins er að skoða námsferil fólks,“ segir Heiður. „Það hvernig nemendur á Íslandi fara í gegnum framhaldsskólanám, námsval þeirra og hættu á brottfalli,“ bætir hún við. Heiður hefur rannsakað ástæður þess að nemendur á framhaldsskólastigi flosna upp úr námi og klára ekki skólagöngu sem þeir hafa hafið. Í erindi sínu í dag mun hún draga upp mynd af því hvort ástæða brottfallsins geti verið sú að nemendurnir séu ekki á réttum stað innan menntakerfisins. „Við sjáum að í samanburði við mörg önnur lönd þá eru hlutfallslega mjög fáir nemendur á Íslandi sem fara beint í starfsnám eftir grunnskóla og Ísland sker sig líka úr flestum OECD-löndum því hér er svo hátt brottfall, það eru svo margir sem annaðhvort ljúka ekki námi eða ljúka því ekki á þeim tíma sem miðað er við,“ segir Heiður. „Við spyrjum okkur að því hvort mikil áhersla sem lögð er á bóknám hér á landi auki hættuna á því að fólk fara í slíkt nám án þess að styrkleikar þeirra og áhugi liggi þar og þá flosni þau upp úr námi,“ segir Heiður. „Á móti því, ef þau hefðu mögulega farið inn á námsbraut sem hentaði þeim betur, bæði þeirra styrkleikum og áhugasviði, þá hefðu þau frekar átt möguleika á farsælli framhaldsskólagöngu og náð að klára,“ bætir hún við. Heiður segir foreldra eiga stóran þátt í þróun þess hversu mikill fjöldi nemenda velur bóknám í stað starfsnáms og segir mikilvægt að allir kynni sér þá möguleika sem í boði eru innan menntakerfisins. „Á Íslandi hefur bóknám alltaf verið hafið upp á kostnað starfsnáms og það er lögð mun meiri áhersla á það. Eldri rannsóknir sýna okkur að foreldrar vilja upp til hópa að börnin þeirra fari í bóknám og leggja áherslu á að krakkarnir þeirra taki stúdentspróf. Við erum því að skoða það hvort krakkar velji í mörgum tilfellum bóknám vegna þrýstings frá foreldrum sínum,“ útskýrir Heiður. „Við þurfum að fræða foreldra um þá möguleika á vinnumarkaði sem fylgja starfsnámi ásamt því að eyða þeirri mýtu að krakkar sem útskrifast úr starfsnámi eigi ekki möguleika á því að fara í háskólanám,“ segir Heiður. Erindi Heiðar fer fram í stofu H-101 klukkan 15.30-17 í dag. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Í dag fer fram árleg ráðstefna menntavísindasviðs Háskóla Íslands í húsnæði skólans í Stakkahlíð. Ráðstefnan ber heitið Menntakvika og er hlutverk hennar að miðla þekkingu og rannsóknum sem snúa að menntamálum og skóla- og frístundastarfi. Heiður Hrund Jónsdóttir er ein margra sem flytja erindi á ráðstefnunni. Þar kynnir hún doktorsverkefni sitt í félagsfræði sem hún vinnur nú að. „Aðalmarkmið verkefnisins er að skoða námsferil fólks,“ segir Heiður. „Það hvernig nemendur á Íslandi fara í gegnum framhaldsskólanám, námsval þeirra og hættu á brottfalli,“ bætir hún við. Heiður hefur rannsakað ástæður þess að nemendur á framhaldsskólastigi flosna upp úr námi og klára ekki skólagöngu sem þeir hafa hafið. Í erindi sínu í dag mun hún draga upp mynd af því hvort ástæða brottfallsins geti verið sú að nemendurnir séu ekki á réttum stað innan menntakerfisins. „Við sjáum að í samanburði við mörg önnur lönd þá eru hlutfallslega mjög fáir nemendur á Íslandi sem fara beint í starfsnám eftir grunnskóla og Ísland sker sig líka úr flestum OECD-löndum því hér er svo hátt brottfall, það eru svo margir sem annaðhvort ljúka ekki námi eða ljúka því ekki á þeim tíma sem miðað er við,“ segir Heiður. „Við spyrjum okkur að því hvort mikil áhersla sem lögð er á bóknám hér á landi auki hættuna á því að fólk fara í slíkt nám án þess að styrkleikar þeirra og áhugi liggi þar og þá flosni þau upp úr námi,“ segir Heiður. „Á móti því, ef þau hefðu mögulega farið inn á námsbraut sem hentaði þeim betur, bæði þeirra styrkleikum og áhugasviði, þá hefðu þau frekar átt möguleika á farsælli framhaldsskólagöngu og náð að klára,“ bætir hún við. Heiður segir foreldra eiga stóran þátt í þróun þess hversu mikill fjöldi nemenda velur bóknám í stað starfsnáms og segir mikilvægt að allir kynni sér þá möguleika sem í boði eru innan menntakerfisins. „Á Íslandi hefur bóknám alltaf verið hafið upp á kostnað starfsnáms og það er lögð mun meiri áhersla á það. Eldri rannsóknir sýna okkur að foreldrar vilja upp til hópa að börnin þeirra fari í bóknám og leggja áherslu á að krakkarnir þeirra taki stúdentspróf. Við erum því að skoða það hvort krakkar velji í mörgum tilfellum bóknám vegna þrýstings frá foreldrum sínum,“ útskýrir Heiður. „Við þurfum að fræða foreldra um þá möguleika á vinnumarkaði sem fylgja starfsnámi ásamt því að eyða þeirri mýtu að krakkar sem útskrifast úr starfsnámi eigi ekki möguleika á því að fara í háskólanám,“ segir Heiður. Erindi Heiðar fer fram í stofu H-101 klukkan 15.30-17 í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira