Munar 371 þúsund krónum á launum varaborgarfulltrúa Björn Þorfinnsson skrifar 4. október 2019 08:00 Borgarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 í síðustu kosningum. Fyrstu varaborgarfulltrúar eru átta. fréttablaðið/Stefán Fjórir af átta fyrstu varaborgafulltrúum Reykjavíkur sinna öðrum launuðum störfum með fram störfum sínum sem kjörnir fulltrúar. Starfshlutfallið er misjafnt, frá 100% og niður í 15-20%. Laun varaborgarfulltrúa eru 534.683 krónur á mánuði auk þess sem flestir fá álagsgreiðslur ofan á laun sín sem og styrk vegna starfskostnaðar. Launahæstu varaborgarfulltrúarnir eru með 771 þúsund krónur á mánuði auk 55 þúsund króna starfskostnaðar. Starf varaborgarfulltrúa er metið sem 70% starf. Alls eru átta fyrstu varaborgarfulltrúarnir á föstum launum frá Reykjavíkurborg, einn fyrir hvern flokk sem á sæti í borgarstjórn. Upplýsingarnar um önnur launuð störf er að finna í fjárhagslegri hagsmunaskrá varaborgarfulltrúanna sem hluti þeirra hefur birt opinberlega á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þeir varaborgarfulltrúar sem ekki hafa enn birt upplýsingarnar á heimasíðu borgarinnar hyggjast allir gera það innan tíðar samkvæmt svörum við fyrirspurn Fréttablaðsins. Samkvæmt nýlegum úrskurði Persónuverndar er borgarfulltrúum ekki skylt að gefa upplýsingarnar upp heldur er hverjum og einum það í sjálfsvald sett. Ólíkt alþingismönnum þá skortir heimild í lögum til þess að gera upplýsingagjöfina að skyldu.Tveir varaborgarfulltrúar sinna fullu starfi samhliða stjórnmálunum. Annar þeirra er Diljá Ámundadóttir Zoëga, varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Er hún í fullu starfi hjá Þetta reddast ehf. Frá Reykjavíkurborg fær hún alls 725 þúsund krónur auk 55 þúsund króna starfstyrks. Hinn varaborgarfulltrúinn er Jórunn Pála Jónasdóttir frá Sjálfstæðisflokknum sem starfar sem lögmaður hjá lögmannsstofunni Rétti. Jórunn er launalægst varaborgarfulltrúa. Laun hennar skerðast vegna þess að hún situr ekki í nægilega mörgum nefndum og ráðum. Ásgerður Jóna Flosadóttir, varaborgarfulltrúi Flokks fólksins, er einnig í launuðu starfi hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Hún hefur ekki enn skilað inn hagsmunaskránni en í svari til Fréttablaðsins sagði hún um starfshlutfall sitt þar að hún væri „alltaf á vaktinni“. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, er launahæsti varaborgarfulltrúinn ásamt Daníel Erni Arnarssyni, fulltrúa Sósíalistaflokksins, og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur frá Vinstri grænum. Auk grunnlauna fá þau öll 190 þúsund króna álag vegna þess að þau eru þingflokksformenn sinna borgarstjórnarflokka. Þá eru þau öll varamenn í borgarráði sem þýðir greiðslur upp á 45 þúsund krónur á mánuði. Baldur er sá eini af þremenningunum sem stundar aðra launaða vinnu utan borgarstjórnar. Hann starfar sem einkaþjálfari og metur starfshlutfall sitt þar um 15-20%. Alexandra Briem frá Pírötum og nýjasti varaborgarfulltrúinn, Sigríður Arndís Jóhannesdóttir frá Samfylkingunni, eru ekki í launuðum störfum samhliða borgarstjórnarskyldum sínum.Uppfært kl.9:15Diljá Ámundadóttir Zoega hætti sem starfsmaður CCP fyrir átta árum síðan. Á skrá yfir fjárhagslega hagsmuni hennar hjá Reykjavíkurborg stendur þó enn að hún sé í 100% starfi fyrir fyrirtækið. Það verður uppfært á næstunni. Hið rétta er að Diljá starfar sem almannatengill hjá fyrirtæki sínu Þetta reddast ehf.Uppfært 18:40 Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er í 50% starfi hjá Rétti en ekki 100% eins og segir í töflu sem fylgdi frétt Fréttablaðsins í dag. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. 10. september 2019 14:15 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Fjórir af átta fyrstu varaborgafulltrúum Reykjavíkur sinna öðrum launuðum störfum með fram störfum sínum sem kjörnir fulltrúar. Starfshlutfallið er misjafnt, frá 100% og niður í 15-20%. Laun varaborgarfulltrúa eru 534.683 krónur á mánuði auk þess sem flestir fá álagsgreiðslur ofan á laun sín sem og styrk vegna starfskostnaðar. Launahæstu varaborgarfulltrúarnir eru með 771 þúsund krónur á mánuði auk 55 þúsund króna starfskostnaðar. Starf varaborgarfulltrúa er metið sem 70% starf. Alls eru átta fyrstu varaborgarfulltrúarnir á föstum launum frá Reykjavíkurborg, einn fyrir hvern flokk sem á sæti í borgarstjórn. Upplýsingarnar um önnur launuð störf er að finna í fjárhagslegri hagsmunaskrá varaborgarfulltrúanna sem hluti þeirra hefur birt opinberlega á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þeir varaborgarfulltrúar sem ekki hafa enn birt upplýsingarnar á heimasíðu borgarinnar hyggjast allir gera það innan tíðar samkvæmt svörum við fyrirspurn Fréttablaðsins. Samkvæmt nýlegum úrskurði Persónuverndar er borgarfulltrúum ekki skylt að gefa upplýsingarnar upp heldur er hverjum og einum það í sjálfsvald sett. Ólíkt alþingismönnum þá skortir heimild í lögum til þess að gera upplýsingagjöfina að skyldu.Tveir varaborgarfulltrúar sinna fullu starfi samhliða stjórnmálunum. Annar þeirra er Diljá Ámundadóttir Zoëga, varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Er hún í fullu starfi hjá Þetta reddast ehf. Frá Reykjavíkurborg fær hún alls 725 þúsund krónur auk 55 þúsund króna starfstyrks. Hinn varaborgarfulltrúinn er Jórunn Pála Jónasdóttir frá Sjálfstæðisflokknum sem starfar sem lögmaður hjá lögmannsstofunni Rétti. Jórunn er launalægst varaborgarfulltrúa. Laun hennar skerðast vegna þess að hún situr ekki í nægilega mörgum nefndum og ráðum. Ásgerður Jóna Flosadóttir, varaborgarfulltrúi Flokks fólksins, er einnig í launuðu starfi hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Hún hefur ekki enn skilað inn hagsmunaskránni en í svari til Fréttablaðsins sagði hún um starfshlutfall sitt þar að hún væri „alltaf á vaktinni“. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, er launahæsti varaborgarfulltrúinn ásamt Daníel Erni Arnarssyni, fulltrúa Sósíalistaflokksins, og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur frá Vinstri grænum. Auk grunnlauna fá þau öll 190 þúsund króna álag vegna þess að þau eru þingflokksformenn sinna borgarstjórnarflokka. Þá eru þau öll varamenn í borgarráði sem þýðir greiðslur upp á 45 þúsund krónur á mánuði. Baldur er sá eini af þremenningunum sem stundar aðra launaða vinnu utan borgarstjórnar. Hann starfar sem einkaþjálfari og metur starfshlutfall sitt þar um 15-20%. Alexandra Briem frá Pírötum og nýjasti varaborgarfulltrúinn, Sigríður Arndís Jóhannesdóttir frá Samfylkingunni, eru ekki í launuðum störfum samhliða borgarstjórnarskyldum sínum.Uppfært kl.9:15Diljá Ámundadóttir Zoega hætti sem starfsmaður CCP fyrir átta árum síðan. Á skrá yfir fjárhagslega hagsmuni hennar hjá Reykjavíkurborg stendur þó enn að hún sé í 100% starfi fyrir fyrirtækið. Það verður uppfært á næstunni. Hið rétta er að Diljá starfar sem almannatengill hjá fyrirtæki sínu Þetta reddast ehf.Uppfært 18:40 Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er í 50% starfi hjá Rétti en ekki 100% eins og segir í töflu sem fylgdi frétt Fréttablaðsins í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. 10. september 2019 14:15 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. 10. september 2019 14:15