Árið hefur farið í bið eftir uppbyggingu á brjóstum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2019 19:16 Elísa Dagmar Andrésdóttir fór í fyrirbyggjandi brjóstnám í mars eftir að brakkagenið fannst í henni á síðasta ári. Í kjölfarið átti hún að fara í uppbyggingu á brjóstum. Þeirri aðgerð hefur verið frestað ítrekað og hefur Elísa í raun beðið eftir svörum frá því í júní. Aðgerðin er nú áætluð í næstu viku og vonar Elísa að það standist enda hefur biðin tekið á. „Hún er búin að vera erfið. Ég er með mikla verki og hef mjög takmarkaða getu til að gera ýmislegt. Ég sef líka illa og hef verið einangruð. Þetta er bara alltof langur tími fyrir fólk að vera í svona ferli,“ segir Elísa. Aðstæðurnar hafa orðið til þess að hún hefur ekkert unnið síðustu sjö mánuði. „Ég fór bara í veikindaleyfi og sagði svo bara starfi mínu lausu því ég vissi ekki hvað þetta tæki langan tíma. Ef ég hefði vitað að aðgerðin myndi frestast fram á haust þá hefði ég mögulega gert aðrar ráðstafanir.“ Eftir brjóstnám eru brjóst þanin út til að undirbúa uppbyggingu, þ.e. að fá varanlega púða í brjóstin. Þessi þensla getur verið sársaukafull. „Brjóstin eru mjög þrútin og þau eru grjóthörð. Það er eins og ég sé með harða melónu þarna,“ segir hún. Óvissan er ekki síður erfið að sögn Elísu. Hún telur þó heilbrigðisstarfsfólk vera að gera sitt allra besta en það hafi bara ekki tíma og rúm til samskipta og eftirfylgni.Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir eftirfylgni og stuðning mun betri þar.vísir/egill„Það er engin eftirfylgni. Það er enginn að tala við mann á meðan maður bíður. Ég fór í þenslu fyrstu vikurnar eftir aðgerð en svo hef ég ekki talað við neinn.Konur að gefast upp á Landspítalanum Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, segir sögu Elísu eina af fjölmörgum. „Bið og frestanir. Þetta er eitthvað sem við heyrum ítrekað. Dæmi eru um að viðtölum sé frestað ítrekað svo biðin er komin upp í heilt ár," segir hún. Margrét segist skilja að konur með krabbamein gangi fyrir í aðgerðir. Það sé þó engin afsökun fyrir óþarfa álagi og óvissu. Hún fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir ferlið þar til fyrirmyndar hvað varðar eftirfylgni og stuðning. Landspítalinn ætti að semja við sérfræðingana þar ef spítalinn veldur ekki verkefninu. „Því miður þá held ég að margar konur séu hættar að reyna við Landspítalann. Sérstaklega konur utan af landi enda hefur maður heyrt af konum sem hafa pantað flug utan af landi til Reykjavíkur og fá svo frestun. Þær fá ekkert endurgreitt og sitja uppi með kostnað auk þess sem þetta er mikið óþarfa álag.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Lýtalækningar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Elísa Dagmar Andrésdóttir fór í fyrirbyggjandi brjóstnám í mars eftir að brakkagenið fannst í henni á síðasta ári. Í kjölfarið átti hún að fara í uppbyggingu á brjóstum. Þeirri aðgerð hefur verið frestað ítrekað og hefur Elísa í raun beðið eftir svörum frá því í júní. Aðgerðin er nú áætluð í næstu viku og vonar Elísa að það standist enda hefur biðin tekið á. „Hún er búin að vera erfið. Ég er með mikla verki og hef mjög takmarkaða getu til að gera ýmislegt. Ég sef líka illa og hef verið einangruð. Þetta er bara alltof langur tími fyrir fólk að vera í svona ferli,“ segir Elísa. Aðstæðurnar hafa orðið til þess að hún hefur ekkert unnið síðustu sjö mánuði. „Ég fór bara í veikindaleyfi og sagði svo bara starfi mínu lausu því ég vissi ekki hvað þetta tæki langan tíma. Ef ég hefði vitað að aðgerðin myndi frestast fram á haust þá hefði ég mögulega gert aðrar ráðstafanir.“ Eftir brjóstnám eru brjóst þanin út til að undirbúa uppbyggingu, þ.e. að fá varanlega púða í brjóstin. Þessi þensla getur verið sársaukafull. „Brjóstin eru mjög þrútin og þau eru grjóthörð. Það er eins og ég sé með harða melónu þarna,“ segir hún. Óvissan er ekki síður erfið að sögn Elísu. Hún telur þó heilbrigðisstarfsfólk vera að gera sitt allra besta en það hafi bara ekki tíma og rúm til samskipta og eftirfylgni.Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir eftirfylgni og stuðning mun betri þar.vísir/egill„Það er engin eftirfylgni. Það er enginn að tala við mann á meðan maður bíður. Ég fór í þenslu fyrstu vikurnar eftir aðgerð en svo hef ég ekki talað við neinn.Konur að gefast upp á Landspítalanum Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, segir sögu Elísu eina af fjölmörgum. „Bið og frestanir. Þetta er eitthvað sem við heyrum ítrekað. Dæmi eru um að viðtölum sé frestað ítrekað svo biðin er komin upp í heilt ár," segir hún. Margrét segist skilja að konur með krabbamein gangi fyrir í aðgerðir. Það sé þó engin afsökun fyrir óþarfa álagi og óvissu. Hún fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir ferlið þar til fyrirmyndar hvað varðar eftirfylgni og stuðning. Landspítalinn ætti að semja við sérfræðingana þar ef spítalinn veldur ekki verkefninu. „Því miður þá held ég að margar konur séu hættar að reyna við Landspítalann. Sérstaklega konur utan af landi enda hefur maður heyrt af konum sem hafa pantað flug utan af landi til Reykjavíkur og fá svo frestun. Þær fá ekkert endurgreitt og sitja uppi með kostnað auk þess sem þetta er mikið óþarfa álag.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Lýtalækningar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira