Fjölbreytt úrræði í þágu borgarbúa Geir Finnsson skrifar 3. október 2019 07:00 Umferðarmenning okkar hefur hingað til miðast við nánast óhjákvæmilega nauðsyn fyrir einkabílinn og er notkun hans orðin það mikil að hún teppir umferð, torveldar samgöngur og eykur mengun. Við stöndum því frammi fyrir brýnni nauðsyn þess að horfa til framtíðar og gera gagngerar úrbætur í samgöngumálum borgarbúa. Umræðan um almenningssamgöngur og umferð hjólandi og gangandi hefur litast of mikið af þeirri hugmynd að Reykjavík sé á einhvern hátt frábrugðin öðrum borgum og ekki sé hægt að leggja sömu áherslu á virka ferðamáta og annars staðar. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt. Skipulagið sem hefur verið ráðandi síðustu áratugi tók mið af bílaumferð. Borgarbúum hefur því aðeins verið boðinn einn valkostur í samgöngum sem mætir ekki kröfum nútímasamfélags og þeirri frjálslyndu og víðsýnu borg sem Reykjavík er að öllu jöfnu. Það kom mér því skemmtilega á óvart að bæði ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hefðu náð að landa samkomulagi sem tryggir okkur höfuðborgarsvæði með fjölbreyttum samgönguúrræðum. Það er alls ekki sjálfgefið. Skipulags- og samgöngumál taka tíma og eru almennt flóknari en flest. Það er því ekki að ástæðulausu að við höfum lagt svo mikla vinnu í að endurskipuleggja borgina og breyta henni, svo að borgarbúum standi til boða að velja úr samgöngumátum. Við verðum að vanda til verka, því þær ákvarðanir sem við tökum um samgöngumál hér og nú varða ekki síst framtíðarkynslóð borgarbúa. Ekki er boðlegt að afhenda ungu fólki bílaborgina sem við búum í núna. Við þurfum að gera umhverfisvænni kosti fýsilegri í stað þess að leggja áherslu á að götur Reykjavíkur rúmi fleiri bíla. Krafan um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum kemur líka fyrst og fremst frá ungu fólki og það á varla að koma neinum á óvart. Þegar ég sat minn fyrsta borgarstjórnarfund í vikunni ollu ummæli fulltrúa minnihlutans mér vonbrigðum. Þau virtu þessar kröfur að vettugi og töluðu frekar fyrir hagsmunum einkabílsins en fólksins. Það eru ekki fleiri bílastæði sem fá fólk á mínum aldri til að flytjast aftur heim frá útlöndum! Samgöngusáttmálinn er ekki fullkominn. Mín vegna hefði mátt gera enn betur í þágu almenningssamgangna og umhverfismála. Borgaryfirvöld geta í það minnsta fagnað þessu samkomulagi þar sem það býður okkur raunverulegt tækifæri til að efla umhverfisvæna samgöngumáta, ekki síst þar sem um helmingur fyrirhugaðra fjárfestinga fer í grænar samgönguúrbætur. Það er framsýni að sjá fyrir okkur borg sem býður upp á fleiri en eitt raunhæft úrræði í samgöngum. Það er framsýni að taka þannig risastórt og djarft skref í átt að betri borg.Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Geir Finnsson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Umferðarmenning okkar hefur hingað til miðast við nánast óhjákvæmilega nauðsyn fyrir einkabílinn og er notkun hans orðin það mikil að hún teppir umferð, torveldar samgöngur og eykur mengun. Við stöndum því frammi fyrir brýnni nauðsyn þess að horfa til framtíðar og gera gagngerar úrbætur í samgöngumálum borgarbúa. Umræðan um almenningssamgöngur og umferð hjólandi og gangandi hefur litast of mikið af þeirri hugmynd að Reykjavík sé á einhvern hátt frábrugðin öðrum borgum og ekki sé hægt að leggja sömu áherslu á virka ferðamáta og annars staðar. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt. Skipulagið sem hefur verið ráðandi síðustu áratugi tók mið af bílaumferð. Borgarbúum hefur því aðeins verið boðinn einn valkostur í samgöngum sem mætir ekki kröfum nútímasamfélags og þeirri frjálslyndu og víðsýnu borg sem Reykjavík er að öllu jöfnu. Það kom mér því skemmtilega á óvart að bæði ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hefðu náð að landa samkomulagi sem tryggir okkur höfuðborgarsvæði með fjölbreyttum samgönguúrræðum. Það er alls ekki sjálfgefið. Skipulags- og samgöngumál taka tíma og eru almennt flóknari en flest. Það er því ekki að ástæðulausu að við höfum lagt svo mikla vinnu í að endurskipuleggja borgina og breyta henni, svo að borgarbúum standi til boða að velja úr samgöngumátum. Við verðum að vanda til verka, því þær ákvarðanir sem við tökum um samgöngumál hér og nú varða ekki síst framtíðarkynslóð borgarbúa. Ekki er boðlegt að afhenda ungu fólki bílaborgina sem við búum í núna. Við þurfum að gera umhverfisvænni kosti fýsilegri í stað þess að leggja áherslu á að götur Reykjavíkur rúmi fleiri bíla. Krafan um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum kemur líka fyrst og fremst frá ungu fólki og það á varla að koma neinum á óvart. Þegar ég sat minn fyrsta borgarstjórnarfund í vikunni ollu ummæli fulltrúa minnihlutans mér vonbrigðum. Þau virtu þessar kröfur að vettugi og töluðu frekar fyrir hagsmunum einkabílsins en fólksins. Það eru ekki fleiri bílastæði sem fá fólk á mínum aldri til að flytjast aftur heim frá útlöndum! Samgöngusáttmálinn er ekki fullkominn. Mín vegna hefði mátt gera enn betur í þágu almenningssamgangna og umhverfismála. Borgaryfirvöld geta í það minnsta fagnað þessu samkomulagi þar sem það býður okkur raunverulegt tækifæri til að efla umhverfisvæna samgöngumáta, ekki síst þar sem um helmingur fyrirhugaðra fjárfestinga fer í grænar samgönguúrbætur. Það er framsýni að sjá fyrir okkur borg sem býður upp á fleiri en eitt raunhæft úrræði í samgöngum. Það er framsýni að taka þannig risastórt og djarft skref í átt að betri borg.Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun