Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2019 23:08 Trump var mikið niðri fyrir á sameiginlegum blaðamannafundi með forseta Finnlands í dag. Jós hann skömmum yfir blaðamenn. AP/Carolyn Kaster Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti Mike Pence, varaforseta sínum, fyrir sig í tilraunum sínum til að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing sinn. Pence er sagður hafa verið grunlaus um þær tilraunir Trump. Repúblikanar keppast nú við að reyna að gera uppljóstrara sem greindi frá þrýstingi Trump tortryggilegan. Tilraunir Trump til að fá Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, til að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda hans í forsetakosningum á næsta ári, hafa valdið miklu fjaðrafoki. Demókratar sem fara með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hófu rannsókn á mögulegum embættisbrotum vegna uppljóstrananna í síðustu viku. Nýjar fréttir með frekari upplýsingum um framferði Trump við úkraínsk stjórnvöld og fleiri erlend ríki til að koma höggi á Biden og Rússarannsóknina svonefndu hafa verið daglegt brauð frá því að út spurðist að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði tilkynnt um að Trump hefði mögulega misnotað vald sitt í símtali við erlendan þjóðarleiðtoga í síðustu viku. Hann greindi einnig frá því að Hvíta húsið hefði reynt að koma í veg fyrir að eftirrit símtalsins bærist víðar á óeðlilegan hátt. Hvíta húsið reyndi í fyrstu að koma í veg fyrir að þingið fengi kvörtun uppljóstrarans sem lög kveða á um að það eigi að gera. Hvíta húsið birti samantekt á símtalinu í síðustu viku þar sem Trump sást þrýsta ítrekað á Zelenskíj um að rannsaka Biden. Símtalið átti sér stað í júlí. Þrýstingurinn hefur verið settur í samhengi við að Trump skipaði um sama leyti fyrir um að hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu yrði sett á ís. Engar áreiðanlegar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna aðstoðinni var haldið eftir. Styrkurinn var veittur eftir að þingið byrjaði að spyrjast fyrir um afdrif hans í september. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sem hafði í fyrstu ekki þóst kannast við símtal Trump og Zelenskíj hefur nú viðurkennt að hafa verið viðstaddur þegar það átti sér stað. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur einnig komið við sögu í málinu en Trump bað Zelenskíj um að vera í sambandi við Barr í tengslum við rannsókn á Biden.Pence hitti Zelenskíj í Póllandi í september. Þar færði hann úkraínska forsetanum skilaboð frá Trump um að rannsaka spillingu og að hernaðaraðstoð hafi verið haldið eftir. Líklegt er talið að Zelenskíj hafi skilið það sem vísun í beiðni Trump um rannsókn á pólitískum andstæðingi.Vísir/EPAFlutti Zelenskíj skilaboð Trump í Varsjá Nú segir Washington Post frá því að Trump hafi blandað Mike Pence varaforseta inn á herferð sína til að þrýsta á Úkraínu að gera honum pólitískan greiða. Trump hafi skipað Pence að vera ekki viðstaddur embættistöku Zelenskíj í maí sem Hvíta húsið hafði áður lagt áherslu á að hann gerði. Nokkrum mánuðum síðar hafi forsetinn notað Pence til að koma þeim skilaboðum til Zelenskíj að hernaðaraðstoðinni yrði haldið eftir á sama tíma og hann krafðist frekari rannsóknar á „spillingu“. Það er orðalagið sem Trump hafði notað um rannsókn á Biden og syni hans Hunter sem sat í stjórn úkraínsks olíufyrirtæki á sama tíma og Biden var varaforseti. Pence og Zelenskíj hittust í Varsjá í Póllandi 1. september. Trump átti sjálfur að fara í þá ferð en hætti við vegna fellibyljar sem þá stefndi á suðausturströnd Bandaríkjanna. Heimildarmenn bandaríska blaðsins sem tengjast Pence hafna því þó að varaforsetinn hafi vitað af því að Trump þrýsti á Zelenskíj að rannsaka Biden-feðgana. Engu að síður var einn nánasti ráðgjafi Pence viðstaddur símtalið örlagaríka á milli Trump og Zelenskíj 25. júlí. Pence hafði ennfremur aðgang að eftirrit símtalsins strax á eftir. Embættismenn í kringum Pence segja ennfremur að hann hafi ekki vitað af því að símtal Trump og Zelenskíj hefði valdið hugarangri innan Hvíta hússins. Þeir þræta þó fyrir að Pence hafi verið illa undirbúinn fyrir fundinn með Zelenskíj í Varsjá. Þá segja þeir að Pence hafi ekki fengið að vita frá Hvíta húsinu um tilvist uppljóstrarans fyrr en daginn áður en hún varð opinber.Adam Schiff stýrir leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann fer að miklu leyti fyrir rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump forseta sem hófst formlega í síðustu viku.AP/Pablo Martinez MonsivaisLeitaði til þingnefndar þegar hann óttaðist að kvörtunin dagaði uppiNew York Times greindi frá því í dag að uppljóstrarinn hefði haft samband við aðstoðarmann Adams Schiff, formanns leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og demókrata, áður en hann lagði fram formlega uppljóstrarakvörtun til innri endurskoðanda leyniþjónustunnar. Washington Post staðfesti þær fréttir síðar í dag. Trump fullyrti í framhaldinu ranglega að Schiff hefði aðstoðað uppljóstrarann við að skrifa kvörtunina. Bandamenn forsetans hafa einnig stokkið á fréttina til að halda því fram að uppljóstrarinn hafi frá upphafi átt í samráði við demókrata um að koma höggi á Trump. Reglur um uppljóstrara innan leyniþjónustunnar gera engu að síður ráð fyrir því að leiðtogar leyniþjónustunefnda þingsins séu á meðal þeirra sem uppljóstrarar geta leitað til um að koma upplýsingum á framfæri. Í frétt New York Times kom fram að uppljóstrarinn hafi komið upplýsingum til Schiff eftir að hann hafði látið yfirlögfræðing leyniþjónustunnar CIA vita af mögulegu misferli í símtali Trump og Zelenskíj. Lögfræðingurinn hafði þá farið með kvörtunina til Hvíta hússins en óttaðist uppljóstrarinn á þeim tímapunkti að kvörtun hans yrði þögguð niður. Schiff hafi aðeins fengið að vita í grófum dráttum hvað kvörtun uppljóstrarans varðaði og að mögulegt væri að ríkisstjórnin héldi henni leyndri. Hann vissi ekki hver uppljóstrarinn var. Starfsmenn nefndarinnar eru sagðir hafa bent uppljóstraranum á að ráða sér lögfræðing og hafa samband við innri endurskoðanda ef hann vildi leggja fram formlega kvörtun. Þrátt fyrir ásakanir Trump og bandamanna hans varðandi að uppljóstrarinn hafi leitað til nefndar Schiff segja oddvitar beggja flokka í leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar að það séu stöðluð vinnubrögð að benda uppljóstrurum á innri endurskoðendur til að koma upplýsingum á framfæri.Trump og Niinistö takast í hendur í Hvíta húsinu í dag. Niinistö hvatti Trump meðal annars til að standa vörð um lýðræðið í Bandaríkjunum.AP/Carolyn KasterSvaraði ekki hvað hann vildi að Úkraína gerði varðandi Biden Trump hefur verið í miklum ham eftir að Úkraínumálið kom upp og demókratar hófu rannsókn á mögulegum embættisbrotum forsetans. Á furðulegum blaðamannafundi með Sauli Niinistö, forseta Finnlands, jós Trump úr skálum reiði sinnar og ýjaði meðal annars sterklega að því að Schiff væri með lítið typpi. Hótaði hann fjölda málsókna vegna rannsóknarinnar á meintu samráði forsetaframboðs hans við Rússa fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og vísaði til að hann væri búinn að láta rannsaka þá rannsókn. Fréttir hafa borist af því að Barr dómsmálaráðherra hafi meðal annars ferðast til Evrópu til að finna upplýsingar til að grafa undan rannsókn Robert Mueller sem lauk fyrr á þessu ári. Þá veik Trump sér undan að svara spurningum blaðmanns um hvað hann vildi nákvæmlega að úkraínski forsetinn gerði varðandi Biden-feðgana. Þess í stað helti forsetinn sér yfir blaðamanninna og fjölmiðla almennt og sakaði þá um að vera „spillta“.A reporter asked Trump what exactly he wanted the Ukrainian president to do in regard to the Bidens.Trump sidestepped the question with a tangent, but the reporter asked it again and again. He then berated the reporter https://t.co/lg2TUKKB5O pic.twitter.com/jxwCxW5k6F— POLITICO (@politico) October 2, 2019 Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01 Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Bað Boris einnig um hjálp við að grafa undan Rússarannsókninni Donald Trump hefur lengi staðið í þeirri trú að uppruna rannsóknarinnar megi að miklu leyti rekja til Bretlands og hefur hann meðal annars sakað breskar leyniþjónustur um að njósna um framboð sitt fyrir Barack Obama, forvera sinn. 2. október 2019 11:21 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti Mike Pence, varaforseta sínum, fyrir sig í tilraunum sínum til að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing sinn. Pence er sagður hafa verið grunlaus um þær tilraunir Trump. Repúblikanar keppast nú við að reyna að gera uppljóstrara sem greindi frá þrýstingi Trump tortryggilegan. Tilraunir Trump til að fá Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, til að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda hans í forsetakosningum á næsta ári, hafa valdið miklu fjaðrafoki. Demókratar sem fara með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hófu rannsókn á mögulegum embættisbrotum vegna uppljóstrananna í síðustu viku. Nýjar fréttir með frekari upplýsingum um framferði Trump við úkraínsk stjórnvöld og fleiri erlend ríki til að koma höggi á Biden og Rússarannsóknina svonefndu hafa verið daglegt brauð frá því að út spurðist að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði tilkynnt um að Trump hefði mögulega misnotað vald sitt í símtali við erlendan þjóðarleiðtoga í síðustu viku. Hann greindi einnig frá því að Hvíta húsið hefði reynt að koma í veg fyrir að eftirrit símtalsins bærist víðar á óeðlilegan hátt. Hvíta húsið reyndi í fyrstu að koma í veg fyrir að þingið fengi kvörtun uppljóstrarans sem lög kveða á um að það eigi að gera. Hvíta húsið birti samantekt á símtalinu í síðustu viku þar sem Trump sást þrýsta ítrekað á Zelenskíj um að rannsaka Biden. Símtalið átti sér stað í júlí. Þrýstingurinn hefur verið settur í samhengi við að Trump skipaði um sama leyti fyrir um að hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu yrði sett á ís. Engar áreiðanlegar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna aðstoðinni var haldið eftir. Styrkurinn var veittur eftir að þingið byrjaði að spyrjast fyrir um afdrif hans í september. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sem hafði í fyrstu ekki þóst kannast við símtal Trump og Zelenskíj hefur nú viðurkennt að hafa verið viðstaddur þegar það átti sér stað. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur einnig komið við sögu í málinu en Trump bað Zelenskíj um að vera í sambandi við Barr í tengslum við rannsókn á Biden.Pence hitti Zelenskíj í Póllandi í september. Þar færði hann úkraínska forsetanum skilaboð frá Trump um að rannsaka spillingu og að hernaðaraðstoð hafi verið haldið eftir. Líklegt er talið að Zelenskíj hafi skilið það sem vísun í beiðni Trump um rannsókn á pólitískum andstæðingi.Vísir/EPAFlutti Zelenskíj skilaboð Trump í Varsjá Nú segir Washington Post frá því að Trump hafi blandað Mike Pence varaforseta inn á herferð sína til að þrýsta á Úkraínu að gera honum pólitískan greiða. Trump hafi skipað Pence að vera ekki viðstaddur embættistöku Zelenskíj í maí sem Hvíta húsið hafði áður lagt áherslu á að hann gerði. Nokkrum mánuðum síðar hafi forsetinn notað Pence til að koma þeim skilaboðum til Zelenskíj að hernaðaraðstoðinni yrði haldið eftir á sama tíma og hann krafðist frekari rannsóknar á „spillingu“. Það er orðalagið sem Trump hafði notað um rannsókn á Biden og syni hans Hunter sem sat í stjórn úkraínsks olíufyrirtæki á sama tíma og Biden var varaforseti. Pence og Zelenskíj hittust í Varsjá í Póllandi 1. september. Trump átti sjálfur að fara í þá ferð en hætti við vegna fellibyljar sem þá stefndi á suðausturströnd Bandaríkjanna. Heimildarmenn bandaríska blaðsins sem tengjast Pence hafna því þó að varaforsetinn hafi vitað af því að Trump þrýsti á Zelenskíj að rannsaka Biden-feðgana. Engu að síður var einn nánasti ráðgjafi Pence viðstaddur símtalið örlagaríka á milli Trump og Zelenskíj 25. júlí. Pence hafði ennfremur aðgang að eftirrit símtalsins strax á eftir. Embættismenn í kringum Pence segja ennfremur að hann hafi ekki vitað af því að símtal Trump og Zelenskíj hefði valdið hugarangri innan Hvíta hússins. Þeir þræta þó fyrir að Pence hafi verið illa undirbúinn fyrir fundinn með Zelenskíj í Varsjá. Þá segja þeir að Pence hafi ekki fengið að vita frá Hvíta húsinu um tilvist uppljóstrarans fyrr en daginn áður en hún varð opinber.Adam Schiff stýrir leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann fer að miklu leyti fyrir rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump forseta sem hófst formlega í síðustu viku.AP/Pablo Martinez MonsivaisLeitaði til þingnefndar þegar hann óttaðist að kvörtunin dagaði uppiNew York Times greindi frá því í dag að uppljóstrarinn hefði haft samband við aðstoðarmann Adams Schiff, formanns leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og demókrata, áður en hann lagði fram formlega uppljóstrarakvörtun til innri endurskoðanda leyniþjónustunnar. Washington Post staðfesti þær fréttir síðar í dag. Trump fullyrti í framhaldinu ranglega að Schiff hefði aðstoðað uppljóstrarann við að skrifa kvörtunina. Bandamenn forsetans hafa einnig stokkið á fréttina til að halda því fram að uppljóstrarinn hafi frá upphafi átt í samráði við demókrata um að koma höggi á Trump. Reglur um uppljóstrara innan leyniþjónustunnar gera engu að síður ráð fyrir því að leiðtogar leyniþjónustunefnda þingsins séu á meðal þeirra sem uppljóstrarar geta leitað til um að koma upplýsingum á framfæri. Í frétt New York Times kom fram að uppljóstrarinn hafi komið upplýsingum til Schiff eftir að hann hafði látið yfirlögfræðing leyniþjónustunnar CIA vita af mögulegu misferli í símtali Trump og Zelenskíj. Lögfræðingurinn hafði þá farið með kvörtunina til Hvíta hússins en óttaðist uppljóstrarinn á þeim tímapunkti að kvörtun hans yrði þögguð niður. Schiff hafi aðeins fengið að vita í grófum dráttum hvað kvörtun uppljóstrarans varðaði og að mögulegt væri að ríkisstjórnin héldi henni leyndri. Hann vissi ekki hver uppljóstrarinn var. Starfsmenn nefndarinnar eru sagðir hafa bent uppljóstraranum á að ráða sér lögfræðing og hafa samband við innri endurskoðanda ef hann vildi leggja fram formlega kvörtun. Þrátt fyrir ásakanir Trump og bandamanna hans varðandi að uppljóstrarinn hafi leitað til nefndar Schiff segja oddvitar beggja flokka í leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar að það séu stöðluð vinnubrögð að benda uppljóstrurum á innri endurskoðendur til að koma upplýsingum á framfæri.Trump og Niinistö takast í hendur í Hvíta húsinu í dag. Niinistö hvatti Trump meðal annars til að standa vörð um lýðræðið í Bandaríkjunum.AP/Carolyn KasterSvaraði ekki hvað hann vildi að Úkraína gerði varðandi Biden Trump hefur verið í miklum ham eftir að Úkraínumálið kom upp og demókratar hófu rannsókn á mögulegum embættisbrotum forsetans. Á furðulegum blaðamannafundi með Sauli Niinistö, forseta Finnlands, jós Trump úr skálum reiði sinnar og ýjaði meðal annars sterklega að því að Schiff væri með lítið typpi. Hótaði hann fjölda málsókna vegna rannsóknarinnar á meintu samráði forsetaframboðs hans við Rússa fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og vísaði til að hann væri búinn að láta rannsaka þá rannsókn. Fréttir hafa borist af því að Barr dómsmálaráðherra hafi meðal annars ferðast til Evrópu til að finna upplýsingar til að grafa undan rannsókn Robert Mueller sem lauk fyrr á þessu ári. Þá veik Trump sér undan að svara spurningum blaðmanns um hvað hann vildi nákvæmlega að úkraínski forsetinn gerði varðandi Biden-feðgana. Þess í stað helti forsetinn sér yfir blaðamanninna og fjölmiðla almennt og sakaði þá um að vera „spillta“.A reporter asked Trump what exactly he wanted the Ukrainian president to do in regard to the Bidens.Trump sidestepped the question with a tangent, but the reporter asked it again and again. He then berated the reporter https://t.co/lg2TUKKB5O pic.twitter.com/jxwCxW5k6F— POLITICO (@politico) October 2, 2019
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01 Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Bað Boris einnig um hjálp við að grafa undan Rússarannsókninni Donald Trump hefur lengi staðið í þeirri trú að uppruna rannsóknarinnar megi að miklu leyti rekja til Bretlands og hefur hann meðal annars sakað breskar leyniþjónustur um að njósna um framboð sitt fyrir Barack Obama, forvera sinn. 2. október 2019 11:21 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01
Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27
Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45
Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30
Bað Boris einnig um hjálp við að grafa undan Rússarannsókninni Donald Trump hefur lengi staðið í þeirri trú að uppruna rannsóknarinnar megi að miklu leyti rekja til Bretlands og hefur hann meðal annars sakað breskar leyniþjónustur um að njósna um framboð sitt fyrir Barack Obama, forvera sinn. 2. október 2019 11:21