Einhverfur drengur sem gleymdist í rútu fær ekki aðra dagvistun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2019 22:06 Mikolaj Czerwonka er sex ára einhverfur nemandi íí 1. bekk í Klettaskóla. Hann gleymdist í rútu í ágúst á leið í frístundaheimilið Guluhlíð og var læstur inni í rútunni í nokkra klukkutíma vegna þess. Mikolaj Czerwonka, sex ára einhverfur drengur, fær ekki aðra dagvistun hjá Reykjavíkurborg en hann gleymdist í rútu í margar klukkustundir fyrr í haust. Samkvæmt frétt RÚV hætti móðir drengsins að vinna til þess að sinna drengnum eftir skóla. Vísir vakti fyrst athygli á málinu í ágúst. Vegna mistaka hjá starfsmönnum á frístundaheimilinu Guluhlíð gleymdist drengurinn í rútunni sem skutlar börnunum frá skólanum yfir á frístundaheimilið. Þegar Sylwia móðir drengsins kom að sækja hann klukkan 16:30 kom í ljós að hann hafði aldrei skilað sér þangað, hann fannst svo í rútunni eftir hálftíma leit. Drengurinn hafði þá verið læstur inni í rútunni í nokkra klukkutíma eða frá því klukkan 13:30. Fram kemur í frétt RÚV að Reykjavíkurborg hafi ekkert viljað koma til móts við fjölskylduna, eina frístundaheimilið sem standi honum til boða sé Gulahlíð. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir í samtali við RÚV að það geti verið erfitt að byggja upp traust eftir að það er brostið. „Það er allt of algengt að foreldrar fatlaðra barna þurfi að hætta að vinna til að sinna þeim af því að kerfið er of ósveigjanlegt. Oftast er það konan sem fer af vinnumarkaði, líklega vegna þess að það er algengara að þær séu í lægra launuðum störfum.“ Verkferlum breytt Mikolaj er mikið einhverfur, hann tjáir sig lítið sem ekkert, er með þroskahömlun og hreyfiþroskaröskun auk tvítyngis þar sem fjölskyldan er frá Póllandi. Atvikið átti sér stað í annarri viku skólagöngu hans. Enginn frá frístundaheimilinu hringdi í foreldrana þegar Mikolaj skilaði sér ekki þangað eftir skóla. Þegar Mikolaj fannst í rútunni, á bílastæði á Dalvegi, var augljóst að hann hafi verið hræddur og grátið mikið. „En hann var mjög glaður að sjá okkur. En hann var búinn að pissa á sig, greinilega nokkrum sinnum því hann var mjög blautur en við vorum sem betur fer með aukaföt með okkur og gátum sett hann í þau,“ sagði Michal faðir hans í samtali við Vísi. Eftir atvikið var skerpt á öllum verkferlum þannig að rúturnar yrðu grandskoðaðar eftir hverja ferð. Foreldrar Mikolaj sögðu samt strax eftir atvikið að þau ætli aldrei að senda hann aftur í Guluhlíð. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira
Mikolaj Czerwonka, sex ára einhverfur drengur, fær ekki aðra dagvistun hjá Reykjavíkurborg en hann gleymdist í rútu í margar klukkustundir fyrr í haust. Samkvæmt frétt RÚV hætti móðir drengsins að vinna til þess að sinna drengnum eftir skóla. Vísir vakti fyrst athygli á málinu í ágúst. Vegna mistaka hjá starfsmönnum á frístundaheimilinu Guluhlíð gleymdist drengurinn í rútunni sem skutlar börnunum frá skólanum yfir á frístundaheimilið. Þegar Sylwia móðir drengsins kom að sækja hann klukkan 16:30 kom í ljós að hann hafði aldrei skilað sér þangað, hann fannst svo í rútunni eftir hálftíma leit. Drengurinn hafði þá verið læstur inni í rútunni í nokkra klukkutíma eða frá því klukkan 13:30. Fram kemur í frétt RÚV að Reykjavíkurborg hafi ekkert viljað koma til móts við fjölskylduna, eina frístundaheimilið sem standi honum til boða sé Gulahlíð. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir í samtali við RÚV að það geti verið erfitt að byggja upp traust eftir að það er brostið. „Það er allt of algengt að foreldrar fatlaðra barna þurfi að hætta að vinna til að sinna þeim af því að kerfið er of ósveigjanlegt. Oftast er það konan sem fer af vinnumarkaði, líklega vegna þess að það er algengara að þær séu í lægra launuðum störfum.“ Verkferlum breytt Mikolaj er mikið einhverfur, hann tjáir sig lítið sem ekkert, er með þroskahömlun og hreyfiþroskaröskun auk tvítyngis þar sem fjölskyldan er frá Póllandi. Atvikið átti sér stað í annarri viku skólagöngu hans. Enginn frá frístundaheimilinu hringdi í foreldrana þegar Mikolaj skilaði sér ekki þangað eftir skóla. Þegar Mikolaj fannst í rútunni, á bílastæði á Dalvegi, var augljóst að hann hafi verið hræddur og grátið mikið. „En hann var mjög glaður að sjá okkur. En hann var búinn að pissa á sig, greinilega nokkrum sinnum því hann var mjög blautur en við vorum sem betur fer með aukaföt með okkur og gátum sett hann í þau,“ sagði Michal faðir hans í samtali við Vísi. Eftir atvikið var skerpt á öllum verkferlum þannig að rúturnar yrðu grandskoðaðar eftir hverja ferð. Foreldrar Mikolaj sögðu samt strax eftir atvikið að þau ætli aldrei að senda hann aftur í Guluhlíð.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira