Einhverfur drengur sem gleymdist í rútu fær ekki aðra dagvistun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2019 22:06 Mikolaj Czerwonka er sex ára einhverfur nemandi íí 1. bekk í Klettaskóla. Hann gleymdist í rútu í ágúst á leið í frístundaheimilið Guluhlíð og var læstur inni í rútunni í nokkra klukkutíma vegna þess. Mikolaj Czerwonka, sex ára einhverfur drengur, fær ekki aðra dagvistun hjá Reykjavíkurborg en hann gleymdist í rútu í margar klukkustundir fyrr í haust. Samkvæmt frétt RÚV hætti móðir drengsins að vinna til þess að sinna drengnum eftir skóla. Vísir vakti fyrst athygli á málinu í ágúst. Vegna mistaka hjá starfsmönnum á frístundaheimilinu Guluhlíð gleymdist drengurinn í rútunni sem skutlar börnunum frá skólanum yfir á frístundaheimilið. Þegar Sylwia móðir drengsins kom að sækja hann klukkan 16:30 kom í ljós að hann hafði aldrei skilað sér þangað, hann fannst svo í rútunni eftir hálftíma leit. Drengurinn hafði þá verið læstur inni í rútunni í nokkra klukkutíma eða frá því klukkan 13:30. Fram kemur í frétt RÚV að Reykjavíkurborg hafi ekkert viljað koma til móts við fjölskylduna, eina frístundaheimilið sem standi honum til boða sé Gulahlíð. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir í samtali við RÚV að það geti verið erfitt að byggja upp traust eftir að það er brostið. „Það er allt of algengt að foreldrar fatlaðra barna þurfi að hætta að vinna til að sinna þeim af því að kerfið er of ósveigjanlegt. Oftast er það konan sem fer af vinnumarkaði, líklega vegna þess að það er algengara að þær séu í lægra launuðum störfum.“ Verkferlum breytt Mikolaj er mikið einhverfur, hann tjáir sig lítið sem ekkert, er með þroskahömlun og hreyfiþroskaröskun auk tvítyngis þar sem fjölskyldan er frá Póllandi. Atvikið átti sér stað í annarri viku skólagöngu hans. Enginn frá frístundaheimilinu hringdi í foreldrana þegar Mikolaj skilaði sér ekki þangað eftir skóla. Þegar Mikolaj fannst í rútunni, á bílastæði á Dalvegi, var augljóst að hann hafi verið hræddur og grátið mikið. „En hann var mjög glaður að sjá okkur. En hann var búinn að pissa á sig, greinilega nokkrum sinnum því hann var mjög blautur en við vorum sem betur fer með aukaföt með okkur og gátum sett hann í þau,“ sagði Michal faðir hans í samtali við Vísi. Eftir atvikið var skerpt á öllum verkferlum þannig að rúturnar yrðu grandskoðaðar eftir hverja ferð. Foreldrar Mikolaj sögðu samt strax eftir atvikið að þau ætli aldrei að senda hann aftur í Guluhlíð. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Mikolaj Czerwonka, sex ára einhverfur drengur, fær ekki aðra dagvistun hjá Reykjavíkurborg en hann gleymdist í rútu í margar klukkustundir fyrr í haust. Samkvæmt frétt RÚV hætti móðir drengsins að vinna til þess að sinna drengnum eftir skóla. Vísir vakti fyrst athygli á málinu í ágúst. Vegna mistaka hjá starfsmönnum á frístundaheimilinu Guluhlíð gleymdist drengurinn í rútunni sem skutlar börnunum frá skólanum yfir á frístundaheimilið. Þegar Sylwia móðir drengsins kom að sækja hann klukkan 16:30 kom í ljós að hann hafði aldrei skilað sér þangað, hann fannst svo í rútunni eftir hálftíma leit. Drengurinn hafði þá verið læstur inni í rútunni í nokkra klukkutíma eða frá því klukkan 13:30. Fram kemur í frétt RÚV að Reykjavíkurborg hafi ekkert viljað koma til móts við fjölskylduna, eina frístundaheimilið sem standi honum til boða sé Gulahlíð. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir í samtali við RÚV að það geti verið erfitt að byggja upp traust eftir að það er brostið. „Það er allt of algengt að foreldrar fatlaðra barna þurfi að hætta að vinna til að sinna þeim af því að kerfið er of ósveigjanlegt. Oftast er það konan sem fer af vinnumarkaði, líklega vegna þess að það er algengara að þær séu í lægra launuðum störfum.“ Verkferlum breytt Mikolaj er mikið einhverfur, hann tjáir sig lítið sem ekkert, er með þroskahömlun og hreyfiþroskaröskun auk tvítyngis þar sem fjölskyldan er frá Póllandi. Atvikið átti sér stað í annarri viku skólagöngu hans. Enginn frá frístundaheimilinu hringdi í foreldrana þegar Mikolaj skilaði sér ekki þangað eftir skóla. Þegar Mikolaj fannst í rútunni, á bílastæði á Dalvegi, var augljóst að hann hafi verið hræddur og grátið mikið. „En hann var mjög glaður að sjá okkur. En hann var búinn að pissa á sig, greinilega nokkrum sinnum því hann var mjög blautur en við vorum sem betur fer með aukaföt með okkur og gátum sett hann í þau,“ sagði Michal faðir hans í samtali við Vísi. Eftir atvikið var skerpt á öllum verkferlum þannig að rúturnar yrðu grandskoðaðar eftir hverja ferð. Foreldrar Mikolaj sögðu samt strax eftir atvikið að þau ætli aldrei að senda hann aftur í Guluhlíð.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira