Íslendingarnir í liði Kristianstad fóru mikinn í eins marks sigri á Ystad í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Teitur Örn Einarsson var markahæstur í liði Kristianstad með sjö mörk og Ólafur Guðmundsson skoraði fimm.
Kristianstad vann leikinn 25-24 eftir að hafa verið yfir 14-12 í hálfleik. Leikurinn var þó spennandi og munaði sjaldan meira en einu, tveimur mörkum á liðunum.
Ágúst Elí Björgvinsson spilaði lítið í stórsigri ríkjandi meistara Sävehof á Hallby. Sävehof vann 34-24 sigur.
