Johnson birtir tillögur sínar í útgönguviðræðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. október 2019 18:45 Ríkisstjórn Boris Johnson hefur birt þær tillögur sem hún leggur fram í viðræðum um nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið. Vonast er til að samkomulag náist fyrir fund leiðtogaráðsins þann 17. október. Johnson sendi Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, bréf í dag þar sem hann sagði málamiðlanir nauðsynlegar. Bæði bréfið og tillögurnar voru birtar í dag og snerust bæði skjölin einna helst um fyrirkomulag á landamærum Bretlands og Írlands.Írland aðalmálið Í útgöngusamningi ríkisstjórnar Theresu May, sem þingið felldi í þrígang, mátti finna þá varúðarráðstöfun að Norður-Írar þyrftu að hlýða áfram stærri hluta Evrópuregluverksins en aðrir Bretar til að fyrirbyggja sýnileg landamæri. Það er að segja ef sérstakt samkomulag um fyrirkomulagið næðist ekki. Þetta var ein helst ástæðan fyrir höfnun þingsins.Johnson sendi Juncker bréf í dag.Tillögurnar miða samkvæmt ríkisstjórninni að því að tryggja áfram stöðugleika innri markaðar ESB auk þess að halda Bretlandi saman sem einu tollasvæði. Norður-Írland myndi halda áfram að vera á innri markaðnum en ekki í tollasambandinu og norðurírska þingið fengi að ákveða á fjögurra ára fresti hvort það vildi halda í fyrirkomulagið. Johnson hélt svo ræðu á landsfundi Íhaldsflokksins í Manchester í dag og sagði að vissulega væri um málamiðlun að ræða. „Ég vona það innilega að félagar okkar skilji að þeir þurfa líka að gera málamiðlanir. Vegna þess að ef okkur mistekst að ná samkomulagi vegna tæknilegrar umræðu um nákvæmt fyrirkomulag tollaeftirlits, þegar tækni á því sviði er að taka hröðum framförum, skulum við ekki velkjast í vafa um hver niðurstaðan verður. Þá göngum við út án samnings og það viljum við ekki.“ Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafði ekki séð tillögurnar í heild þegar hann tjáði sig í dag. Sagði hins vegar að það sem hann hafi séð lofaði ekki góðu. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Ríkisstjórn Boris Johnson hefur birt þær tillögur sem hún leggur fram í viðræðum um nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið. Vonast er til að samkomulag náist fyrir fund leiðtogaráðsins þann 17. október. Johnson sendi Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, bréf í dag þar sem hann sagði málamiðlanir nauðsynlegar. Bæði bréfið og tillögurnar voru birtar í dag og snerust bæði skjölin einna helst um fyrirkomulag á landamærum Bretlands og Írlands.Írland aðalmálið Í útgöngusamningi ríkisstjórnar Theresu May, sem þingið felldi í þrígang, mátti finna þá varúðarráðstöfun að Norður-Írar þyrftu að hlýða áfram stærri hluta Evrópuregluverksins en aðrir Bretar til að fyrirbyggja sýnileg landamæri. Það er að segja ef sérstakt samkomulag um fyrirkomulagið næðist ekki. Þetta var ein helst ástæðan fyrir höfnun þingsins.Johnson sendi Juncker bréf í dag.Tillögurnar miða samkvæmt ríkisstjórninni að því að tryggja áfram stöðugleika innri markaðar ESB auk þess að halda Bretlandi saman sem einu tollasvæði. Norður-Írland myndi halda áfram að vera á innri markaðnum en ekki í tollasambandinu og norðurírska þingið fengi að ákveða á fjögurra ára fresti hvort það vildi halda í fyrirkomulagið. Johnson hélt svo ræðu á landsfundi Íhaldsflokksins í Manchester í dag og sagði að vissulega væri um málamiðlun að ræða. „Ég vona það innilega að félagar okkar skilji að þeir þurfa líka að gera málamiðlanir. Vegna þess að ef okkur mistekst að ná samkomulagi vegna tæknilegrar umræðu um nákvæmt fyrirkomulag tollaeftirlits, þegar tækni á því sviði er að taka hröðum framförum, skulum við ekki velkjast í vafa um hver niðurstaðan verður. Þá göngum við út án samnings og það viljum við ekki.“ Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafði ekki séð tillögurnar í heild þegar hann tjáði sig í dag. Sagði hins vegar að það sem hann hafi séð lofaði ekki góðu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira