Kallar eftir alvöru samráði, ekki sýndarsamráði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. október 2019 20:00 Una Hildardóttir er formaður Landssamtaka ungmennafélaga og varaþingmaður VG. Gera þarf róttækar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur segir félags- og barnamálaráðherra. Formaður Landssambands ungmennafélaga segir mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðkomu að því þegar gera á breytingar sem þau varðar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir tímabært að gera breytingar á kerfinu um alla þjónustu við börn enda hafi verið ákveðnir múrar á milli kerfa. „Við sjáum það að til að mynda börn sem þarfnast mikillar sérhæfðrar þjónustu, eru með fjölþættan vanda, að foreldrar þeirra og börnin þurfa að leita í þjónustu mjög víða í kerfinu,“ segir Ásmundur. Þessu þurfi að bregðast við en áform um breytingar voru kynnt á ráðstefnu í Hörpu í dag.Sjá einnig: Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur„Við erum í rauninni að boða hérna, eftir samráð og samvinnu fimm ráðuneyta og fulltrúa allra stjórnmálaflokka, er í rauninni nýtt stig eða nýtt kerfi í þjónustu við börn sem að miðar að því að kerfið gangi þvert á öll kerfi. Og ætlum að leggja slíkt fram í sérstöku lagafrumvarpi þannig að hin ólíku kerfi innan ólíkra ráðuneyta starfi saman að velferð barna í meira mæli en gert er í dag,“ segir Ásmundur. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/EgillUna Hildardóttir, formaður Landssamtaka ungmennafélaga, segir mikilvægt að hlustað sé á raddir ungs fólks í þeirri vinnu en samtökin stóðu að ráðstefnunni í dag í samstarfi við ráðuneytið. Hún segir að það þurfi alvöru samráð, ekki sýndarsamráð, við unga fólkið. „Það er ofboðslega stór hópur ungs fólks sem að virðist svolítið gleymast og það er sérstaklega, eins og er talað um, að eftir 18 ára þá er einmitt klippt á eiginlega allt öryggisnetið. Og við vildum svolítið koma að þessu með svolítið hliðsjón ungmenna á aldrinum 16 til 30 sem er svolítið okkar hópur,“ segir Una. Þessi hópur eigi það til að lenda ámilli kerfa. Ráðherra kveðst sammála því að hlusta þurfi á sjónarmið barna og ungmenna. Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Skóla - og menntamál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Gera þarf róttækar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur segir félags- og barnamálaráðherra. Formaður Landssambands ungmennafélaga segir mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðkomu að því þegar gera á breytingar sem þau varðar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir tímabært að gera breytingar á kerfinu um alla þjónustu við börn enda hafi verið ákveðnir múrar á milli kerfa. „Við sjáum það að til að mynda börn sem þarfnast mikillar sérhæfðrar þjónustu, eru með fjölþættan vanda, að foreldrar þeirra og börnin þurfa að leita í þjónustu mjög víða í kerfinu,“ segir Ásmundur. Þessu þurfi að bregðast við en áform um breytingar voru kynnt á ráðstefnu í Hörpu í dag.Sjá einnig: Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur„Við erum í rauninni að boða hérna, eftir samráð og samvinnu fimm ráðuneyta og fulltrúa allra stjórnmálaflokka, er í rauninni nýtt stig eða nýtt kerfi í þjónustu við börn sem að miðar að því að kerfið gangi þvert á öll kerfi. Og ætlum að leggja slíkt fram í sérstöku lagafrumvarpi þannig að hin ólíku kerfi innan ólíkra ráðuneyta starfi saman að velferð barna í meira mæli en gert er í dag,“ segir Ásmundur. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/EgillUna Hildardóttir, formaður Landssamtaka ungmennafélaga, segir mikilvægt að hlustað sé á raddir ungs fólks í þeirri vinnu en samtökin stóðu að ráðstefnunni í dag í samstarfi við ráðuneytið. Hún segir að það þurfi alvöru samráð, ekki sýndarsamráð, við unga fólkið. „Það er ofboðslega stór hópur ungs fólks sem að virðist svolítið gleymast og það er sérstaklega, eins og er talað um, að eftir 18 ára þá er einmitt klippt á eiginlega allt öryggisnetið. Og við vildum svolítið koma að þessu með svolítið hliðsjón ungmenna á aldrinum 16 til 30 sem er svolítið okkar hópur,“ segir Una. Þessi hópur eigi það til að lenda ámilli kerfa. Ráðherra kveðst sammála því að hlusta þurfi á sjónarmið barna og ungmenna.
Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Skóla - og menntamál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira