Trump og repúblikanar slá met í fjáröflun Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2019 21:31 Enginn skortur er á fjárhagslegum stuðningi við Trump þó að gustað hafi um hann að undanförnu. AP/Evan Vucci Forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta og landsnefnd Repúblikanaflokks söfnuðu 125 milljónum dollara, jafnvirði 15,5 milljarða íslenskra króna, í kosningasjóði á þriðja ársfjórðungi ársins. Aldrei áður hefur forseti safnað eins miklu fé fyrir kosningar. Í heildina hafa framboðið og flokkurinn safnað um 308 milljónum dollara á þessu ári, jafnvirði rúmra 38 milljarða íslenskra króna, að sögn AP-fréttastofunnar. Innkoman á þriðja ársfjórðungi var verulega meiri en þær um sjötíu milljónir dollara sem Barack Obama safnaði á sama tímabili árið 2011. Repúblikanar eru sagðir ætla að nýta féð til að verja Trump fyrir rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum forsetans og kaup auglýsingar gegn demókrötum sem styðja hana. Ronna McDaniel Romney, formaður landsnefndar repúblikana, segir að árásir demókrata á forsetann hafi leitt til þess að stuðningsmenn hafi látið meira fé af hendi rakna en nokkru sinni áður. Markmið Trump-framboðsins er sagt að verja um milljarði dollara, jafnvirði um 124 milljarða króna, í að tryggja forsetanum endurkjör á næsta ári. Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hófu rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump þegar í ljós kom að uppljóstrari tilkynnti innri endurskoðanda leyniþjónustunnar um að Trump hefði misnotað vald sitt í símtali við erlendan þjóðarleiðtoga sem í ljós kom að var Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu. Hvíta húsið birti í kjölfarið samantekt um símtal Trump og Zelenskíj. Þar sást hvernig Trump bað Zelenskíj ítrekað um að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum á næsta ári, og stoðlausa samsæriskenningu sem varðar tölvupóstþjóna Demókrataflokksins. Skoðanakannanir benda að stuðningur við að Trump verði rannsakaður vegna mögulegra embættisbrota hafi aukist umtalsvert eftir að Úkraínumálið kom upp. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta og landsnefnd Repúblikanaflokks söfnuðu 125 milljónum dollara, jafnvirði 15,5 milljarða íslenskra króna, í kosningasjóði á þriðja ársfjórðungi ársins. Aldrei áður hefur forseti safnað eins miklu fé fyrir kosningar. Í heildina hafa framboðið og flokkurinn safnað um 308 milljónum dollara á þessu ári, jafnvirði rúmra 38 milljarða íslenskra króna, að sögn AP-fréttastofunnar. Innkoman á þriðja ársfjórðungi var verulega meiri en þær um sjötíu milljónir dollara sem Barack Obama safnaði á sama tímabili árið 2011. Repúblikanar eru sagðir ætla að nýta féð til að verja Trump fyrir rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum forsetans og kaup auglýsingar gegn demókrötum sem styðja hana. Ronna McDaniel Romney, formaður landsnefndar repúblikana, segir að árásir demókrata á forsetann hafi leitt til þess að stuðningsmenn hafi látið meira fé af hendi rakna en nokkru sinni áður. Markmið Trump-framboðsins er sagt að verja um milljarði dollara, jafnvirði um 124 milljarða króna, í að tryggja forsetanum endurkjör á næsta ári. Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hófu rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump þegar í ljós kom að uppljóstrari tilkynnti innri endurskoðanda leyniþjónustunnar um að Trump hefði misnotað vald sitt í símtali við erlendan þjóðarleiðtoga sem í ljós kom að var Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu. Hvíta húsið birti í kjölfarið samantekt um símtal Trump og Zelenskíj. Þar sást hvernig Trump bað Zelenskíj ítrekað um að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum á næsta ári, og stoðlausa samsæriskenningu sem varðar tölvupóstþjóna Demókrataflokksins. Skoðanakannanir benda að stuðningur við að Trump verði rannsakaður vegna mögulegra embættisbrota hafi aukist umtalsvert eftir að Úkraínumálið kom upp.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35
Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30
Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00
Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30
Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45