Fyrsta skrefið í átt að því að skemmtiferðaskip geti stungið í samband í Sundahöfn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 12:31 Á annað hundrað skemmtiferðaskipa koma til Reykjavíkur á þessu ári. Svifryksmengun frá þeim er á við þúsundir bíla. Kåre Press-Kristensen Bygging aðveitustöðvar sem þjónustað gæti farþegaskip í Sundahöfn er stórt fyrsta skref í átt að umhverfisvænni uppbyggingu á hafnarsvæðinu segir framkvæmdastjóri Veitna. Til stendur að verja um einum milljarði króna í verkefnið. Gert er ráð fyrir ríflega hundrað milljörðum í fjárfestingar á næstu sex árum samkvæmt fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga. Stærsta fjárfestingin snýr að uppfærslu á orkumælum en meðal annarra verkefna má nefna fyrirhugaða byggingu aðveitustöðvar rafmagns sem myndi gefa kost á landtengingum stórra skipa í Sundahöfn. „Það er fjárfesting upp á einn milljarð íslenskra króna og má segja að verkefnið sé þríþætt. Í fyrsta lagi að bæta þjónustu sem er við þá aðila sem eru á svæðinu nú þegar í dag, í öðru lagi að gera borginni kleift að byggja svæðið upp meira og í þriðja lagi að geta þjónustað skemmtiferðaskip með hreina orku þegar þau koma til landsins,“ segir Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna. Til einföldunar mætti líkja hugmyndinni við það að koma fyrir risastórri innstungu fyrir orkufrek skip. „Þetta er alveg glænýtt fyrir okkur Íslendinga og við erum bara stolt af því að taka þetta fyrsta stóra skref í áttina að því að geta gert þetta,“ segir Gestur. En fleiri aðilar þyrftu að koma að borðinu í framhaldinu. „Samstarf á milli borgarinnar, Faxaflóahafna, ríkisins og að sjálfsögðu skipafélaganna sem koma til landsins. Að mati Gests yrði þetta stórt grænt skref. Stefnt er að því að fyrsa fasa verkefnissins verði lokið í lok árs 2021 eða ársbyrjun 2022. Ferðamennska á Íslandi Orkumál Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir 102 milljarðar í nýja orkumæla, aðveitustöð rafmagns fyrir farþegaskip og fleira Fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur gerir ráð fyrir að næstu sex árin verði 102 milljörðum króna varið í viðhalds- og nýfjárfestingar á vegum samstæðunnar. 30. september 2019 14:34 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Bygging aðveitustöðvar sem þjónustað gæti farþegaskip í Sundahöfn er stórt fyrsta skref í átt að umhverfisvænni uppbyggingu á hafnarsvæðinu segir framkvæmdastjóri Veitna. Til stendur að verja um einum milljarði króna í verkefnið. Gert er ráð fyrir ríflega hundrað milljörðum í fjárfestingar á næstu sex árum samkvæmt fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga. Stærsta fjárfestingin snýr að uppfærslu á orkumælum en meðal annarra verkefna má nefna fyrirhugaða byggingu aðveitustöðvar rafmagns sem myndi gefa kost á landtengingum stórra skipa í Sundahöfn. „Það er fjárfesting upp á einn milljarð íslenskra króna og má segja að verkefnið sé þríþætt. Í fyrsta lagi að bæta þjónustu sem er við þá aðila sem eru á svæðinu nú þegar í dag, í öðru lagi að gera borginni kleift að byggja svæðið upp meira og í þriðja lagi að geta þjónustað skemmtiferðaskip með hreina orku þegar þau koma til landsins,“ segir Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna. Til einföldunar mætti líkja hugmyndinni við það að koma fyrir risastórri innstungu fyrir orkufrek skip. „Þetta er alveg glænýtt fyrir okkur Íslendinga og við erum bara stolt af því að taka þetta fyrsta stóra skref í áttina að því að geta gert þetta,“ segir Gestur. En fleiri aðilar þyrftu að koma að borðinu í framhaldinu. „Samstarf á milli borgarinnar, Faxaflóahafna, ríkisins og að sjálfsögðu skipafélaganna sem koma til landsins. Að mati Gests yrði þetta stórt grænt skref. Stefnt er að því að fyrsa fasa verkefnissins verði lokið í lok árs 2021 eða ársbyrjun 2022.
Ferðamennska á Íslandi Orkumál Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir 102 milljarðar í nýja orkumæla, aðveitustöð rafmagns fyrir farþegaskip og fleira Fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur gerir ráð fyrir að næstu sex árin verði 102 milljörðum króna varið í viðhalds- og nýfjárfestingar á vegum samstæðunnar. 30. september 2019 14:34 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
102 milljarðar í nýja orkumæla, aðveitustöð rafmagns fyrir farþegaskip og fleira Fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur gerir ráð fyrir að næstu sex árin verði 102 milljörðum króna varið í viðhalds- og nýfjárfestingar á vegum samstæðunnar. 30. september 2019 14:34