Þéttvaxinn lögregluþjónn tók leigubíl til að elta uppi fótfráan stút Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2019 11:33 Samkvæmt sögunni átti þetta atvik sér stað á vormánuðum einhvern tímann á síðustu öld. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rifjaði í morgun upp skemmtilega sögu frá síðustu öld þar sem lögregluþjónn tók leigubíl til að elta upp mann sem hafði verið stöðvaður fyrir ölvunarakstur en reyndi að hlaupa af vettvangi. Það heppnaðist og tókst lögregluþjóninum að vera á undan öðrum sem hljóp á eftir manninum. Samkvæmt sögunni átti þetta atvik sér stað á vormánuðum einhvern tímann á síðustu öld. Þrír lögregluþjónar við eftirlitsstörf í Breiðholti að kvöldlagi tóku sáu bíl sem búið var að lýsa eftir þar sem ökumaður hans var að keyra undir áhrifum áfengis. Ölvaðir ökumenn eru stundum kallaðir stútar. „Eftir stutta en snarpa eftirför stöðvaði ölvaði ökumaðurinn bíl sinn neðarlega í Seljahverfi. Maðurinn vissi greinilega upp á sig sökina og taldi réttast að forða sér af vettvangi. Hann tók því á rás og hljóp upp Breiðholtsbrautina með tvo lögreglumenn á hælunum. Þriðji lögreglumaðurinn varð eftir í lögreglubílnum sem hafði staðnæmst við bíl ölvaða mannsins en í honum voru tveir farþegar. Vissara þótti að hafa á þeim gætur enda voru þeir í lítt betra ástandi en ökumaðurinn og allt eins líklegir til að halda akstrinum áfram,“ segir á Facebooksíðu lögreglunnar. Ökumaðurinn var frár á fæti og dró nokkuð í sundur með honum og lögregluþjónunum. Þá segir að annar þeirra hafi verið „ekkert sérstaklega hlaupalega vaxinn“ og hafi hann dregið fljótt aftur úr. Hinn hélt þó áfram og vildi ekki játa sig sigraðan. Að endingu kom hann yfir Breiðholtsbrautina og að bensínstöðinni á mótum Norðurfells og Suðurfells og taldi hann að ökumaðurinn hefði stungið hann. Þá tók hann þó eftir því að búið var að handtaka hann á bensínstöðinni og þá af lögregluþjóninum hægfara. „Sá ágæti maður, sem síðar sneri sér að öðrum og hættuminni störfum, virðist hafa verið úrræðagóður með afbrigðum. Sprettharði lögreglumaðurinn undraðist samt að félagi hans hafði orðið fyrri til að handtaka ölvaða ökumanninn.“ Hann komst þó fljótt að því hvernig þarna stóð á. „Þéttvaxni lögreglumaðurinn hafði sannarlega gert sitt besta til að hlaupa þrjótinn uppi en séð fljótt að það hefði aldrei tekist. Hann greip því til þess ráðs að veifa leigubíl sem átti leið um Breiðholtsbrautina og lét keyra sig á fyrrnefnda bensínstöð. Þar beið kappinn síðan rólegur eftir ölvaða ökumanninum og handsamaði hann fyrirhafnarlaust enda var fulli hlaupagikkurinn orðinn örmagna af þreytu. Þessi saga sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að lögreglumenn deyja sjaldnast ráðalausir og virðast ávallt eiga ráð undir rifi hverju. Þetta sýnir líka að oft vinnur vitið meira en krafturinn. Einu sinni var... Lögreglan Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rifjaði í morgun upp skemmtilega sögu frá síðustu öld þar sem lögregluþjónn tók leigubíl til að elta upp mann sem hafði verið stöðvaður fyrir ölvunarakstur en reyndi að hlaupa af vettvangi. Það heppnaðist og tókst lögregluþjóninum að vera á undan öðrum sem hljóp á eftir manninum. Samkvæmt sögunni átti þetta atvik sér stað á vormánuðum einhvern tímann á síðustu öld. Þrír lögregluþjónar við eftirlitsstörf í Breiðholti að kvöldlagi tóku sáu bíl sem búið var að lýsa eftir þar sem ökumaður hans var að keyra undir áhrifum áfengis. Ölvaðir ökumenn eru stundum kallaðir stútar. „Eftir stutta en snarpa eftirför stöðvaði ölvaði ökumaðurinn bíl sinn neðarlega í Seljahverfi. Maðurinn vissi greinilega upp á sig sökina og taldi réttast að forða sér af vettvangi. Hann tók því á rás og hljóp upp Breiðholtsbrautina með tvo lögreglumenn á hælunum. Þriðji lögreglumaðurinn varð eftir í lögreglubílnum sem hafði staðnæmst við bíl ölvaða mannsins en í honum voru tveir farþegar. Vissara þótti að hafa á þeim gætur enda voru þeir í lítt betra ástandi en ökumaðurinn og allt eins líklegir til að halda akstrinum áfram,“ segir á Facebooksíðu lögreglunnar. Ökumaðurinn var frár á fæti og dró nokkuð í sundur með honum og lögregluþjónunum. Þá segir að annar þeirra hafi verið „ekkert sérstaklega hlaupalega vaxinn“ og hafi hann dregið fljótt aftur úr. Hinn hélt þó áfram og vildi ekki játa sig sigraðan. Að endingu kom hann yfir Breiðholtsbrautina og að bensínstöðinni á mótum Norðurfells og Suðurfells og taldi hann að ökumaðurinn hefði stungið hann. Þá tók hann þó eftir því að búið var að handtaka hann á bensínstöðinni og þá af lögregluþjóninum hægfara. „Sá ágæti maður, sem síðar sneri sér að öðrum og hættuminni störfum, virðist hafa verið úrræðagóður með afbrigðum. Sprettharði lögreglumaðurinn undraðist samt að félagi hans hafði orðið fyrri til að handtaka ölvaða ökumanninn.“ Hann komst þó fljótt að því hvernig þarna stóð á. „Þéttvaxni lögreglumaðurinn hafði sannarlega gert sitt besta til að hlaupa þrjótinn uppi en séð fljótt að það hefði aldrei tekist. Hann greip því til þess ráðs að veifa leigubíl sem átti leið um Breiðholtsbrautina og lét keyra sig á fyrrnefnda bensínstöð. Þar beið kappinn síðan rólegur eftir ölvaða ökumanninum og handsamaði hann fyrirhafnarlaust enda var fulli hlaupagikkurinn orðinn örmagna af þreytu. Þessi saga sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að lögreglumenn deyja sjaldnast ráðalausir og virðast ávallt eiga ráð undir rifi hverju. Þetta sýnir líka að oft vinnur vitið meira en krafturinn.
Einu sinni var... Lögreglan Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira