Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2019 20:43 Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. Sveitarstjóri segir starfsemina dýrmæta lyftistöng fyrir samfélagið. Sýnt var frá athöfninni í fréttum Stöðvar 2.Valdimar Hermann Jóhannesson klippti á borðann ásamt ungmennum frá Tálknafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það var hátíðarstund í Tálknafirði í dag en eftir söng Bríetar Vögnu Birgisdóttur var einn af aldursforsetunum í vestfirsku fiskeldi, Valdimar Hermann Jóhannesson, fenginn til að klippa á borðann ásamt fjórum tíundu-bekkingum á Tálknafirði.Einar Kr. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er mikill gleðidagur. Og það sem við höfum auðvitað verið að sjá hér upp á síðkastið er að það hefur ekki bara orðið breyting hér á Vestfjörðum með tilkomu laxeldisins, - það hefur orðið gjörbreyting,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja, og fyrrum ráðherra og þingmaður kjördæmisins.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er í rauninni fyrsta stöð sinnar tegundar á Íslandi. Þetta er svokölluð vatnsendurnýtingarstöð. Þannig að við getum mjög vel stýrt öllu hitastigi á mismunandi árgöngum og erum með allt í endurnýtingu, bæði vatn sem og söfnun á lífrænum efnum,“ sagði Sigurður Pétursson, stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Fánar mættu gestum í dag við hliðið á seiðaeldisstöð Arctic Fish í botni Tálknafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það hváðu margir við þegar við sögðum frá því fyrir fimm árum að hér í botni Tálknafjarðar væru að rísa stærstu hús í sögu Vestfjarða. Núna eru þau orðin svo stór að þau gætu hýst tólf handboltavelli. „Þetta er mikil lyftistöng og margir sem vinna hérna. Þetta er gott fyrirtæki, kemur vel fram, þannig að þetta er okkur mjög dýrmætt,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Fiskeldi Ísafjarðarbær Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Ráðinn sem músaveiðari upp á fæði og húsnæði Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. 11. október 2014 20:00 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30 Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. Sveitarstjóri segir starfsemina dýrmæta lyftistöng fyrir samfélagið. Sýnt var frá athöfninni í fréttum Stöðvar 2.Valdimar Hermann Jóhannesson klippti á borðann ásamt ungmennum frá Tálknafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það var hátíðarstund í Tálknafirði í dag en eftir söng Bríetar Vögnu Birgisdóttur var einn af aldursforsetunum í vestfirsku fiskeldi, Valdimar Hermann Jóhannesson, fenginn til að klippa á borðann ásamt fjórum tíundu-bekkingum á Tálknafirði.Einar Kr. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er mikill gleðidagur. Og það sem við höfum auðvitað verið að sjá hér upp á síðkastið er að það hefur ekki bara orðið breyting hér á Vestfjörðum með tilkomu laxeldisins, - það hefur orðið gjörbreyting,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja, og fyrrum ráðherra og þingmaður kjördæmisins.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er í rauninni fyrsta stöð sinnar tegundar á Íslandi. Þetta er svokölluð vatnsendurnýtingarstöð. Þannig að við getum mjög vel stýrt öllu hitastigi á mismunandi árgöngum og erum með allt í endurnýtingu, bæði vatn sem og söfnun á lífrænum efnum,“ sagði Sigurður Pétursson, stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Fánar mættu gestum í dag við hliðið á seiðaeldisstöð Arctic Fish í botni Tálknafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það hváðu margir við þegar við sögðum frá því fyrir fimm árum að hér í botni Tálknafjarðar væru að rísa stærstu hús í sögu Vestfjarða. Núna eru þau orðin svo stór að þau gætu hýst tólf handboltavelli. „Þetta er mikil lyftistöng og margir sem vinna hérna. Þetta er gott fyrirtæki, kemur vel fram, þannig að þetta er okkur mjög dýrmætt,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Fiskeldi Ísafjarðarbær Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Ráðinn sem músaveiðari upp á fæði og húsnæði Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. 11. október 2014 20:00 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30 Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Ráðinn sem músaveiðari upp á fæði og húsnæði Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. 11. október 2014 20:00
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00
Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30
Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00