Fallegar sögur um aukin lífsgæði Drífa Snædal skrifar 18. október 2019 15:30 Það er sannkölluð gósentíð í grasrótarstarfi verkalýðshreyfingarinnar um þessar mundir. Þing landssambands Verslunarmanna stendur nú yfir á Akureyri og Starfsgreinasambandið, landssamband verkafólks, heldur sitt þing í næstu viku. Að auki hef ég haft ánægju af að hitta félagsmenn Einingar-Iðju á Akureyri og Eflingar í Reyjavík í vikunni. Formannafundur Alþýðusambandsins fór svo fram á miðvikudaginn en þar var tekin staðan í þeim fjölmörgu verkefnum sem kjarasamningarnir frá því í vor fólu okkur. Samtals eru þetta hundruð fulltrúa, trúnaðarmanna á vinnustöðum, almennra félagsmanna og kjörinna fulltrúa sem eru í stöðugu og lifandi samtali um hreyfinguna okkar, brýnustu úrlausnarefnin og framtíðarsýn. Hjartsláttur fjöldahreyfingar vinnandi fólks er nánast áþreifanlegur í vikum eins og þessari. Ég hef tekið þátt í mjög fjörugum umræðum um húsnæðismál, fengið hörmungarsögur frá fólki en líka fallegar sögur um stórkostlega aukin lífsgæði þar sem fólk fer úr ómögulegu, dýru og þröngu húsnæði í skjól leiguíbúða reknum af hreyfingunni sjálfri í gegnum Bjarg íbúðafélag. Það er fátt sem eykur lífsgæði eins og úrlausn húsnæðismála. Þá erum við ekki bara að tala um fólkið sjálft sem kemst í öruggt og viðunandi húsnæði heldur líka foreldra sem losna við börnin að heiman og þau lífsgæði að vita af afkomendum í öruggu skjóli. Stytting vinnuvikunnar hefur líka verið mjög til umfjöllunar í samhengi við þær kjaraviðræður sem nú standa yfir á opinbera vinnumarkaðnum. Ég er þess fullviss að við séum lögð af stað í vegferð þar sem krafan um styttri vinnuviku verður sífellt háværari. Þau sem hafa reynt á eigin skinni hvað til þess að gera lítil stytting gefur mikil gæði eru heitustu talsmenn þessa verkefnis. Það verður spennandi að fylgjast með auknum þunga í umræðunni eftir því sem samningar um styttingu á almenna vinnumarkaðnum komast til framkvæmda og vonandi verða tekin góð skref í þessa átt í opinberu samningunum líka. Undiraldan er sterk og fer vaxandi.Höfundur er forseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er sannkölluð gósentíð í grasrótarstarfi verkalýðshreyfingarinnar um þessar mundir. Þing landssambands Verslunarmanna stendur nú yfir á Akureyri og Starfsgreinasambandið, landssamband verkafólks, heldur sitt þing í næstu viku. Að auki hef ég haft ánægju af að hitta félagsmenn Einingar-Iðju á Akureyri og Eflingar í Reyjavík í vikunni. Formannafundur Alþýðusambandsins fór svo fram á miðvikudaginn en þar var tekin staðan í þeim fjölmörgu verkefnum sem kjarasamningarnir frá því í vor fólu okkur. Samtals eru þetta hundruð fulltrúa, trúnaðarmanna á vinnustöðum, almennra félagsmanna og kjörinna fulltrúa sem eru í stöðugu og lifandi samtali um hreyfinguna okkar, brýnustu úrlausnarefnin og framtíðarsýn. Hjartsláttur fjöldahreyfingar vinnandi fólks er nánast áþreifanlegur í vikum eins og þessari. Ég hef tekið þátt í mjög fjörugum umræðum um húsnæðismál, fengið hörmungarsögur frá fólki en líka fallegar sögur um stórkostlega aukin lífsgæði þar sem fólk fer úr ómögulegu, dýru og þröngu húsnæði í skjól leiguíbúða reknum af hreyfingunni sjálfri í gegnum Bjarg íbúðafélag. Það er fátt sem eykur lífsgæði eins og úrlausn húsnæðismála. Þá erum við ekki bara að tala um fólkið sjálft sem kemst í öruggt og viðunandi húsnæði heldur líka foreldra sem losna við börnin að heiman og þau lífsgæði að vita af afkomendum í öruggu skjóli. Stytting vinnuvikunnar hefur líka verið mjög til umfjöllunar í samhengi við þær kjaraviðræður sem nú standa yfir á opinbera vinnumarkaðnum. Ég er þess fullviss að við séum lögð af stað í vegferð þar sem krafan um styttri vinnuviku verður sífellt háværari. Þau sem hafa reynt á eigin skinni hvað til þess að gera lítil stytting gefur mikil gæði eru heitustu talsmenn þessa verkefnis. Það verður spennandi að fylgjast með auknum þunga í umræðunni eftir því sem samningar um styttingu á almenna vinnumarkaðnum komast til framkvæmda og vonandi verða tekin góð skref í þessa átt í opinberu samningunum líka. Undiraldan er sterk og fer vaxandi.Höfundur er forseti ASÍ
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun