Björk sögð í viðræðum um að taka að sér hlutverk í víkingamynd Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2019 15:29 Björk Guðmundsdóttir. Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir er sögð í viðræðum um að taka að sér hlutverk í víkingamyndinni The Northman. Ef samningar nást verður það í fyrsta sinn í 20 ár sem Björk leikur í kvikmynd. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. Frammistaða Bjarkar í þeirri mynd skilaði henni verðlaunum fyrir besta leik á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjóri The Northman er Robert Eggers sem á að baki hryllingsmyndina The Witch og The Lighthouse. Sögusvið myndarinnar nýju er Ísland í kringum árið 1000, og skrifar Eggers handritið í samstarfi við íslenska skáldið Sjón. Sjón og Björk hafa áður unnið saman og má þar nefna við myndina Dancer in the Dark, eða Myrkradansarinn eins og hún var kölluð hér á landi. Voru þau tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lagið, I´ve Seen It All, sem var að finna í myndinni. Nicole Kidman, Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Bill Skarsgård og Willem Dafoe eru meðal leikara sem munu koma fram í The Northman sem mun fjalla um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns.Á vef Collider er fullyrt að Björk sé í viðræðum um að leika í myndinni en viðræðurnar við hana eru ekki komnar eins langt og við aðra leikara. Björk hefur áður lýst því hve mikið hlutverk hennar í Myrkradansaranum tók á hana. Hefur hún sagt frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier og hét því að vinna aldrei aftur að annarri kvikmynd með honum. Björk Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir er sögð í viðræðum um að taka að sér hlutverk í víkingamyndinni The Northman. Ef samningar nást verður það í fyrsta sinn í 20 ár sem Björk leikur í kvikmynd. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. Frammistaða Bjarkar í þeirri mynd skilaði henni verðlaunum fyrir besta leik á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjóri The Northman er Robert Eggers sem á að baki hryllingsmyndina The Witch og The Lighthouse. Sögusvið myndarinnar nýju er Ísland í kringum árið 1000, og skrifar Eggers handritið í samstarfi við íslenska skáldið Sjón. Sjón og Björk hafa áður unnið saman og má þar nefna við myndina Dancer in the Dark, eða Myrkradansarinn eins og hún var kölluð hér á landi. Voru þau tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lagið, I´ve Seen It All, sem var að finna í myndinni. Nicole Kidman, Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Bill Skarsgård og Willem Dafoe eru meðal leikara sem munu koma fram í The Northman sem mun fjalla um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns.Á vef Collider er fullyrt að Björk sé í viðræðum um að leika í myndinni en viðræðurnar við hana eru ekki komnar eins langt og við aðra leikara. Björk hefur áður lýst því hve mikið hlutverk hennar í Myrkradansaranum tók á hana. Hefur hún sagt frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier og hét því að vinna aldrei aftur að annarri kvikmynd með honum.
Björk Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira