Formaður SA hrósaði ríkisstjórninni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. október 2019 08:00 Eyjólfur Árni formaður ávarpaði gesti. Fréttablaðið/Anton Brink Ársfundur atvinnulífsins var haldinn í gær í Hörpu. Haldið var upp á 20 ára afmæli Samtaka atvinnulífsins og litið yfir farinn veg. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í ávarpi sínu ítrekaði Eyjólfur Árni þá ábyrgð sem fólgin væri í gerð kjarasamninga og að niðurstöður þeirra réðu miklu um almenna efnahagsþróun í landinu. Eyjólfur sagði núverandi kjarasamninga hins opinbera prófstein á þróun kjaramála á Íslandi. Eyþór vék einnig að stjórnmálunum og lýsti yfir ánægju með núverandi ríkisstjórn. „Pólitískur óstöðugleiki birtist hér á landi með þrennum alþingiskosningum á árunum 2013 til 2017. Slíkt veit ekki á gott og leiðir meðal annars til ófyrirsjáanleika um stefnumótun í efnahagsmálum,“ sagði Eyjólfur. „Ég tel að myndun núverandi ríkisstjórnar í kjölfar kosninganna fyrir tæpum tveimur árum hafi verið góð niðurstaða eftir þá orrahríð sem á undan fór.“ Sagði hann vel hafa tekist til og að stuðningurinn við Lífskjarasamningana skipti miklu máli, sérstaklega lækkun tryggingagjalds og lækkun tekjuskatts. Eyjólfur vék einnig að auknu trausti á stofnunum samfélagsins og fyrirtækjum, loftslagsvánni og nýtingu auðlinda sem grunni að velferðarsamfélaginu. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Ársfundur atvinnulífsins var haldinn í gær í Hörpu. Haldið var upp á 20 ára afmæli Samtaka atvinnulífsins og litið yfir farinn veg. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í ávarpi sínu ítrekaði Eyjólfur Árni þá ábyrgð sem fólgin væri í gerð kjarasamninga og að niðurstöður þeirra réðu miklu um almenna efnahagsþróun í landinu. Eyjólfur sagði núverandi kjarasamninga hins opinbera prófstein á þróun kjaramála á Íslandi. Eyþór vék einnig að stjórnmálunum og lýsti yfir ánægju með núverandi ríkisstjórn. „Pólitískur óstöðugleiki birtist hér á landi með þrennum alþingiskosningum á árunum 2013 til 2017. Slíkt veit ekki á gott og leiðir meðal annars til ófyrirsjáanleika um stefnumótun í efnahagsmálum,“ sagði Eyjólfur. „Ég tel að myndun núverandi ríkisstjórnar í kjölfar kosninganna fyrir tæpum tveimur árum hafi verið góð niðurstaða eftir þá orrahríð sem á undan fór.“ Sagði hann vel hafa tekist til og að stuðningurinn við Lífskjarasamningana skipti miklu máli, sérstaklega lækkun tryggingagjalds og lækkun tekjuskatts. Eyjólfur vék einnig að auknu trausti á stofnunum samfélagsins og fyrirtækjum, loftslagsvánni og nýtingu auðlinda sem grunni að velferðarsamfélaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira