Handbolti

Björgvin ekki fúll út í Guðmund | Alltaf klár er kallið kemur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgvin Páll fyrir landsleik.
Björgvin Páll fyrir landsleik.
Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki verið valinn í síðustu landsliðshópa hjá Guðmundi Guðmundssyni og virðist vera í kælinum hjá landsliðsþjálfaranum.

„Ég skil þá ákvörðun fullkomlega enda er ég að spila lítið,“ segir Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi. „Hér hjá Skjern hef ég verið að hjálpa ungum markvörðum að verða betri og ég held ég geti líka gert það með landsliðinu.“

Þó svo Björgvin Páll sé ekki að fá tækifærin núna þá segist hann vera langt frá því að leggja landsliðsdrauminn á hilluna.

„Draumurinn er alltaf að spila fyrir landsliðið og ég er svolítið að fá sama fiðring núna og þegar ég var að byrja að spila með landsliðinu. Mig langar að komast aftur í landsliðið og eitt af mínum verkefnum núna er að komast aftur í það fyrir EM í janúar. Öll mín vinna gengur út á það núna. Ég er alltaf klár ef kallið kemur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×