Segir þetta dæmigert fyrir innræti þessara manna Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2019 14:22 Þó Inga sé brosmild á þessari mynd er jóst er að brotthvarf þeirra Ólafs Inga og Karls Gauta úr Flokki fólks og yfir í Miðflokkinn hefur valdið margvíslegum vanda. „Ég vil sem minnst um þetta segja. Augljóst hvað hér er á ferð,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins.Í gær var greint frá því að Ólafur Ísleifsson, áður þingmaður Flokks fólksins nú þingmaður Miðflokksins, hafi verið frá störfum vegna veikinda. Ólafur hefur þó ekki séð ástæðu til að kalla inn varamann í sinn stað en það myndi þá þýða að fulltrúi Flokks fólksins, borgarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir, kæmi inn á þingið. Inga segir að því miður séu reglurnar þannig, að fari menn úr flokki taki þeir þingmannsstólinn með sér, þó þeir séu kosnir inn sem þingmenn tiltekins stjórnmálaafls. Þetta setur fyrirkomulagið allt í annarlegt samhengi.Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar en fundurinn sá dró dilk á eftir sér. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.„Svona eru reglurnar því miður. Karl Gauti Hjaltason situr til dæmis sem fastast í sæti Flokks fólksins í Þingvallanefnd og sér greinilega ekki ástæðu til að segja sig frá því og um leið gera okkur kleift að tilnefna okkar fulltrúa þangað inn. Miðflokkurinn er almennt ekki að velta fyrir sér kostnaði sem hlýst af því að kalla inn varamenn eins og sést augljóslega á Alþingisvefnum.“ Inga kannast við að þetta megi kenna við bolabrögð á vellinum. „Þetta segir allt sem segja þarf um innræti þessara manna. Það þarf ekki Klausturbar til.“ Formaður flokksins lýsir sig algerlega sammála þeirri skoðun að þegar um flokkaflakkara sé að ræða þá eigi þeir að hverfa af þingi. Þeir eru kosnir inn á ákveðnum forsendum og þetta riðli grundvallarhugmyndum sem að baki fyrirkomulaginu búa. En, þrátt fyrir þessi meintu bolabrögð þá eykur Miðflokkurinn fylgi sitt? „Ég passa á það. Ég einfaldlega er orðlaus hvað það varðar,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. 16. október 2019 13:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Ég vil sem minnst um þetta segja. Augljóst hvað hér er á ferð,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins.Í gær var greint frá því að Ólafur Ísleifsson, áður þingmaður Flokks fólksins nú þingmaður Miðflokksins, hafi verið frá störfum vegna veikinda. Ólafur hefur þó ekki séð ástæðu til að kalla inn varamann í sinn stað en það myndi þá þýða að fulltrúi Flokks fólksins, borgarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir, kæmi inn á þingið. Inga segir að því miður séu reglurnar þannig, að fari menn úr flokki taki þeir þingmannsstólinn með sér, þó þeir séu kosnir inn sem þingmenn tiltekins stjórnmálaafls. Þetta setur fyrirkomulagið allt í annarlegt samhengi.Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar en fundurinn sá dró dilk á eftir sér. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.„Svona eru reglurnar því miður. Karl Gauti Hjaltason situr til dæmis sem fastast í sæti Flokks fólksins í Þingvallanefnd og sér greinilega ekki ástæðu til að segja sig frá því og um leið gera okkur kleift að tilnefna okkar fulltrúa þangað inn. Miðflokkurinn er almennt ekki að velta fyrir sér kostnaði sem hlýst af því að kalla inn varamenn eins og sést augljóslega á Alþingisvefnum.“ Inga kannast við að þetta megi kenna við bolabrögð á vellinum. „Þetta segir allt sem segja þarf um innræti þessara manna. Það þarf ekki Klausturbar til.“ Formaður flokksins lýsir sig algerlega sammála þeirri skoðun að þegar um flokkaflakkara sé að ræða þá eigi þeir að hverfa af þingi. Þeir eru kosnir inn á ákveðnum forsendum og þetta riðli grundvallarhugmyndum sem að baki fyrirkomulaginu búa. En, þrátt fyrir þessi meintu bolabrögð þá eykur Miðflokkurinn fylgi sitt? „Ég passa á það. Ég einfaldlega er orðlaus hvað það varðar,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. 16. október 2019 13:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. 16. október 2019 13:30